— GESTAPÓ —
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 31/10/03 13:41

Hérna kemur ein klassísk sem sagan segir að Albert nokkur Einstein hafi samið:

1. Það eru 5 hús í mismunandi litum
2. Í hverju húsi búa menn af mismunandi þjóðerni
3. Eigendurnir fimm drekka mismunandi drykk hver,
reykja sína tegund af tóbaki og eiga hver sína tegund gæludýri.
4. Engin á sömu tegund gæludýrs, engin reykir
sömu tóbakstegund eða drekkur sömu drykkjartegund.

Bretin býr í rauðu húsi.
Svíinn á hund.
Daninn drekkur te.
Græna húsið er til vinstri við hvíta húsið.
Eigandi græna hússins drekkur kaffi.
Sá sem reykir Pall Mall vindlinga á páfagauk.
Eigandi gula hússins reykir Dunhill.
Maðurinn í miðhúsinu drekkur mjólk.
Norðmaðurinn bý í fyrsta húsinu.
Sá sem reykir blandað tóbak býr við hlið þess sem á kött.
Sá sem á hest býr við hliðina á þeim sem reykir Dunhill.
Sá sem reykir Blue Master drekkur bjór.
Þjóðverjinn reykir Prins.
Norðmaðurinn býr við hliðina á bláa húsinu.
Sá sem reykir blandað tóbak býr við hlið þess sem drekkur vatn.
En hver á fiskinn?

Þeir sem hafa leyst þetta skulu endilega leyfa sem flestum að spreyta sig, ekki setja svarið hingað inn strax.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Narfi 2/11/03 19:18

Þarf maður þá líka að lesa þetta allt?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 2/11/03 20:19

Hann var einhverfur hann Einstein, ekki satt?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 3/11/03 10:46

Jú hann varð einhverfur eftir að hann fékk epli í hausinn.

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Narfi 3/11/03 20:51

Nei var það?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/11/03 21:11

Svo át hann eplið og því eru engin sönnunargögn til um málið...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
salvador 3/11/03 22:00

mér finnst spurninginn greinilegt sönnunargagn í málinu.

Salvador; Löggiltur SKRÓPAGEMLINGSMEISTARI gestapó
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Narfi 4/11/03 14:52

Einnig má líta á ullumyndina af honum í því samhengi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 11/11/03 21:02

Frakkinn á gullfiskinn.

Raunar hefi ég leyst gátuna. Má ég senda inn svarið?

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 18/11/03 22:51

þjóðverjinn

Ég held meira að segja það hafi verið karfi.

Glettilega grár á vangann.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 25/3/04 00:37

Kom einhver albani nokkurn tíma við sögu?

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 16/4/04 21:05

Hér er gott að laumast og fá sér smók...

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Konstantín 16/4/04 21:41

‹Dregur fram pípuna› Hvar í skrattanum er nú tóbakið mitt? ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

LOKAÐ
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: