— GESTAPÓ —
Vinaleikur...
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3 ... 9, 10, 11  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lars Star 23/10/07 22:25

Í tilefni rafmælis míns stofna ég þennan þráð og vona að hann gangi lengi.
Reglurnar eru eins og í Tinnaleiknum og fleiri vinsælum leikjum.
Spurt er spurningar um sjóvarpsþáttinn "Vinir" ( Friends). Sá sem nær að svara rétt fær þá að koma með nýja spurningu um sama efni.

Hér er þá fyrsta spurningin:

Hvað á Joey margar systur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 23/10/07 23:30

Tvær?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 23/10/07 23:54

7?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 23/10/07 23:56

eina.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 24/10/07 00:25

5 kvikindi held ég

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 24/10/07 08:32

Átta?

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lars Star 24/10/07 11:38

Rétt svar hvurslags.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 24/10/07 20:43

Koma svo. Ný spurning hvurslags!
Ekki kæfa leikinn í fæðingu.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 24/10/07 23:43

Tigra mælti:

Ekki kæfa leikinn í fæðingu.

Þetta er væntanlega kaldhæðið grín.

‹Bölvar þessum leik pöpulsins í sand og ösku›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 25/10/07 01:34

Hverjir eru vinir?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 25/10/07 02:09

‹roðnar og þykist hnýta skóreimarnar svo aðrir sjái ekki›

Einn kærasti Phoebe er verkfræðingur(er það ekki annars? Endilega leiðréttið ef mig misminnir) frá Minsk sem þarf að hætta með henni þegar hann er boðaður aftur þangað við störf. Maðurinn sem leikur hann er þó mun, mun þekktari fyrir annað (eða önnur) hlutverk þótt honum bregði lítið fyrir þar í sjón. Hver er leikarinn?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 25/10/07 02:44

Hank Azaria.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 19/9/08 12:55

Þetta mun rétt hjá Grágrími.

Hér kemur ein: Hver á alveg eins rauða peysu og Ross?

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hann heitiir Tag og er fyrrverandi hennar Rachelar ‹Glottir eins og fífl›

Hvað heitir stelpan, sem Monica og Chandler ættleiða börnin af ?

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/9/08 13:25

Svetlana Badinskaja

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Nei!! Ekki gera grín.

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 19/9/08 13:32

Dakota Fanning?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 19/9/08 15:54

Villimey Kalebsdóttir mælti:

Hann heitiir Tag og er fyrrverandi hennar Rachelar ‹Glottir eins og fífl›

Hvað heitir stelpan, sem Monica og Chandler ættleiða börnin af ?

Hvað er fólk að fárast út í þennan ágæta leik... fólk sem tapar sér í leikjum eins og Simpsonsleiknum og Tinnaleiknum (sem er reyndar mjög góður leikur)? Vinir eru eitthvert bezta setgrín (sitcom) sem framleitt hefur verið í lýðveldinu þarna fyrir vestan.

Annars var þetta svar rétt hjá þér Villimey, eins og getur nærri. Mig minnir að stúlkan sem þú spyrð um hafi heitið Erica.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
     1, 2, 3 ... 9, 10, 11  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: