— GESTAPÓ —
Ókeypis smáauglýsingar Gestapóa
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 25/9/07 21:58

Hér er þráður sem býður upp á ókeypis rými til þess að skella inn smáauglýsingum um hitt og þetta svo sem víða má sjá á veraldarvefjum.

Ég mun ríða á vaðið:

Skáldfákur, skáldfákur! Einstök gæðaskepna.
Leigi hann til undaneldis. Skammturinn er á kynningartiboði fyrst um sinn.
Sendið skilaboð á mitt pívat pósthólf eða hringið í skiptiborðið í keisarahöll heimsveldisins.
Leirmundur Geirdal (Leiri).

Leiri er gríðarlegt skáldaefni og dr. í íslenskum bókmenntum. Sérgrein hans er bragfræði síðmiðalda. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á stuttri ævi og ítrekað verið nefndur sem mögulegur nóbelverðlaunahafi á komandi árum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/9/07 22:05

Þessi valmöguleiki stóð nú einhvern tíma til boða minnir mig. Gott ef slíkar smáauglýsingar hafi ekki verið fjarlægðar á sínum tíma, ekki man ég af hverju. Engu að síður er þetta lofsvert framtak hjá þér góði.

‹Neglir upp auglýsingu á vegginn›

Til sölu:
Amma. Notuð en vel með farinn og í góðu ásigkomulagi. Hefur reynslu af uppeldi, barnabarnapössun, eldamennsku og saumaskap. Selst hæstbjóðanda.

A.v.á

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/9/07 22:14

Ef ég man rétt þá er Amma Hakuchis einstaklega gott eintak... er ekki rétt að hún kann að prjóna, baka pönnukökur og að stoppa í sokka... ‹Íhugar kauptilboð›

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/9/07 22:16

Ég samdi eitt sinn kvæði um Ömmu Hakuchis... þessar vísur eru bernskubrek en birti þær aftur hér:

Kvæði:

Feitlagin og heilsuhraust
Hakucha gráa amma
glaðlynd er og grínalaust
góð hún kyssir kjamma

Börnum væn og blaðrar vel
um brælu og hrognkelsi
Saumar kjóla, sögur les
særir fram bakkelsi

Pönnukökur panta skal
og prufa ættfræði
góð hún er við gestaval
gerir lambið æði

drekkur ei og dundar sér
duflar í lotto vélum
gamla strandastúlkan er
stundum út á melum

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/9/07 22:19

Minni þitt er óbrigðult sem fyrr Skabbi minn. Jú amma mín er afar fær í öllum ofangreindum íþróttum. Ennfremur er hún útsjónarsöm í fjármálum heimilisins þar sem hún er sparsöm, nösk á að finna hluti á tilboðum, fjárfesta á afleiðumörkuðum - einkum í SA-Asíu og hún er refur í að prútta niður verð í Kolaportinu.

Hjartans þakkir fyrir að birta þetta guðdómlega kvæði á ný Skabbi.

Þú fangar yndislegheit ömmu í öllu sínu veldi.

‹Þurrkar tár úr auga›

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 25/9/07 22:20

Samviska fæst fyrir lítið, orðið nokkuð gömul og mikið notuð. Þarfnast MIKILLAR aðhlynningar. Gæti verið stirð þar sem hún hefur ekki verið nothæf til margra ára.
Upplýsingar hvorki veittara hér né í síma.
a.v.á.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 25/9/07 22:24

Vjer óskum hjer með formlega eftir að kaupa vel alið astronaut. Öll tilboð verða skoðuð með opnum huga.

A.v.á.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/9/07 22:28

Hef í hyggju að auka Ákavítisbyrgðir mínar til muna... öll skipti koma til greina... á fyrirliggjandi fjórtan sokka á vinstri fót... gulgræna... einnig þarf ég að losna við fimm kíló af dúfum...
Forstjóri ÁTVB... Skarpmon Skrumfjörð...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 25/9/07 22:34

Færeysk föt á kostaboði!
Örlítið rifin og blóðug en að öðru leiti í góðu lagi!
Áhugasamir hafi samband póstleiðis.
Nema þið séuð Færeyingar, þá megið þið koma í heimsókn.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 26/9/07 09:39

Hef til sölu á svörtum markaði talsvert magn af leyniefni fyrir kakó. Ekki má gefa kaupin upp til skatts og hvergi má koma fram hvar það er keypt!

A.v.á

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dýrið 26/9/07 10:11

Dýra„afurðir“ fyrir garðinn, get útvegað mikið magn dýra„afurða“ fyrir garðinn. Hafið samband við Dýrið (með góðum fyrirvara)

~Opinbert lukkudýr baggalútíska heimsveldisins ~ Nuddið mig og þér munið gæfu mikla hljóta ~
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 26/9/07 10:20

Eru þær dýrar?

Leiri er gríðarlegt skáldaefni og dr. í íslenskum bókmenntum. Sérgrein hans er bragfræði síðmiðalda. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á stuttri ævi og ítrekað verið nefndur sem mögulegur nóbelverðlaunahafi á komandi árum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dýrið 26/9/07 10:26

Nei nei framleiðslukostnaði er haldið í lágmarki. Það er líka hægt að fá mismunandi áferðir en í sumum tilfellum er það dýrara því þá þarf annað hráefni en venjulega.

~Opinbert lukkudýr baggalútíska heimsveldisins ~ Nuddið mig og þér munið gæfu mikla hljóta ~
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 26/9/07 12:49

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 26/9/07 14:09

Notuð kona gefins.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 26/9/07 14:17

Fylgir smurbók?‹Glottir eins og fífl›

Leiri er gríðarlegt skáldaefni og dr. í íslenskum bókmenntum. Sérgrein hans er bragfræði síðmiðalda. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á stuttri ævi og ítrekað verið nefndur sem mögulegur nóbelverðlaunahafi á komandi árum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 26/9/07 14:19

Nei ekki frá upphafi, en hún hefur oft verið smurð‹glottir›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 26/9/07 15:25

Þarf hún fjölþykktarolíu? ‹Starir þegjandi út í loftið›

Leiri er gríðarlegt skáldaefni og dr. í íslenskum bókmenntum. Sérgrein hans er bragfræði síðmiðalda. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á stuttri ævi og ítrekað verið nefndur sem mögulegur nóbelverðlaunahafi á komandi árum.
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: