— GESTAPÓ —
Njósnaferð Hexiu
» Gestapó   » Baggalútía
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 17/9/07 22:40

Það tilkynnist hjermeð afar laumulega og aðeins meðal sannra Bagglýtinga, að ég, Hexia de Trix, hygg á ferð í háleynilega njósnaferð til svokallaðra útlanda. Þar mun ég kanna möguleika á nýjum notum fyrir leyniefni annars vegar og kóbalt hins vegar í kakógerð og almennum seiðum. Einnig mun ég heimsækja hinn virta skóla galdra og seiða, Hogwarts, og halda gestafyrirlestra þar.
Ekki má gleyma því að ég mun reyna að komast að því hverjar fyrirætlanir óvina ríkisins eru, enda nokkuð ljóst að höfuðstöðvar þeirra hljóta að vera í þessum svokölluðu útlöndum.
Ég vona að ferðin verði að mestu hættulítil, þrátt fyrir þá staðreynd að hin meintu útlönd eru í raun alls ekki til.

Þar sem ég verð fjarverandi í um það bil tvær vikur frá og með sunnudeginum næstkomandi (þó hugsanlegt sé að ég geti brugðið mér heim í stuttar heimsóknir með hjálp ofurkústsins míns) þá hef ég gert eftirfarandi ráðstafanir svo ekki verði kakóþurrð á meðan ég er fjarverandi:

Tilvitnun:

Ég hef sett gatið góða, sem ég geymdi í handtöskunni minni, hér á borðið. Djúpt ofan í gatinu hangir kakópotturinn góði og fyllir gatið að brún af kakóinu. Með smávegis göldrum hef ég tryggt að kakóið haldist alltaf nýtt og ferskt og að potturinn muni ekki tæmast næstu tvær vikurnar. Ennfremur hef ég sett þau álög á bæði pottinn og gatið að enginn geti fært þetta tvennt úr stað eða á annan hátt átt við það. Ef einhver er svo vitlaus að „detta“ ofan í pottinn/gatið, gerir hann það á eigin ábyrgð. Það er allt eins víst að þessi blanda af kakópotti, gati, leyniefni og göldrum hafi sömu áhrif og skrumgleypirinn sjálfur.

Eins og áður sagði mun för mín hefjast eftir 5 daga svo ég er ekki alveg farin ennþá. En þegar þar að kemur, mun Ívar verða grasekkill með tvo andarunga á sínum snærum, semsagt aleinn með vandamálin. Ég treysti því að þið, kæru landar, leggið til hjálparhönd og minnið Ívar á leiðinlegheit eins og uppvask, þvottahúsferðir, heimalærdóm unganna og annað sem nauðsynlegt má teljast til að ég eigi ennþá fjölskyldu þegar ég sný aftur. Ég ætla rétt að vona að Sívertsen-deTrix setrið standi enn þegar ég kem til baka.

Ef þið hafið einhverjar frekari hugmyndir um það hvernig hag Baggalútíu er best borgið í þessari njósnaferð minni, endilega komið því á framfæri hér.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 17/9/07 22:51

Ætlarðu í alvöru að skilja aumingja börnin ein eftir með Ívari? ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 17/9/07 22:52

Hvað annað get ég gert? Ætlar þú kannski að skreppa vestur yfir Læk og passa? ‹Horfir grunsemdaraugum á Úbbann›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 17/9/07 22:53

Ég yrði nú ekki í vandræðum með að passa tvo smánda í nokkra daga, en ég hef nóg annað að gera.

‹sökkvir sér í námsbækurnar›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/9/07 22:55

Heyrðu úbbi... drekka bjór og minna mig á uppvaskið... ekki svo slæm hugmynd...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 17/9/07 22:57

Ívar Sívertsen mælti:

Heyrðu úbbi... drekka bjór og minna mig á uppvaskið... ekki svo slæm hugmynd...

Ertu að biðja mig um að koma að drekka bjórinn þinn og minna þig á uppvaskið? ‹Ljómar upp›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/9/07 22:58

Nei, Úbbi, bara ágætis ástæða fyrir tvo góða Gestapóa til að fá sér öl

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 17/9/07 22:58

Uppvaskið þá? ‹skilur ekkert›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/9/07 23:00

‹hugsar málið›
reyndar mættu fleiri góðir gestapóar vera með sko... að sötra öl... Uppvaskið má líta á sem bónus...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 17/9/07 23:00

Úbbi minn, lofaðu mér því að láta Íbbann ekki bjóða þér í heimsókn fyrr en hann er búinn að taka til á setrinu, það er allt á hvolfi hérna og ekki einu sinni pláss fyrir einn gest að setjast.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 17/9/07 23:01

Ég kem þá bara einn, ekkert vesen. xT

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 17/9/07 23:07

Flott, þú mætir bara með bundið fyrir augu og tekur útilegustól með þér, þá ætti þetta að vera í lagi.

Annars var ég nú að vonast til að fá einhverjar hugmyndir um hvað ég eigi að njósna um þarna úti.
Sömuleiðis eru allar hugmyndir um gegndarlausa eyðslu velþegnar, enda er þetta allt á kostnað bagglýska ríkissjóðsins og þá sérstaklega spillingarráðuneytisins. Eins og gefur að skilja þá þarf spillingarráðuneytið í sinni spillingu að senda vini og vandamenn (í þessu tilviki eiginkonu ráðherrans) í allsskonar sendiferðir til að fullnýta dagpeningakvótann. ‹Ljómar upp›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/9/07 23:09

‹Tæmir sjóði Spillingarmálaráðuneytisins og setur féð í töskur›
Hérna góða, spilltu nú einhverjum góðum þarna úti!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 17/9/07 23:10

‹Íhugar að spilla óvinum ríkisins, en skortir hugmyndaflug til þess arna›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tígri 17/9/07 23:10

‹Bölvar hroðalega þar sem ekki er séns á að spilla Ívari í fjarveru Hexíu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 17/9/07 23:13

Ívar er nógu spilltur. Það þarf ekki tígrisdýr til að spilla honum frekar.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tígri 17/9/07 23:16

Lengi má gott besna í þeim efnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 17/9/07 23:18

Sem bókasafnsfræði dropát bíð ég mig fram til að sjá um bóka og skjalasafnið í fjarveru Hexíu.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: