— GESTAPÓ —
Vísa góð og glúrin
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 13/9/07 00:53

Hér þráðurinn ekki "smellt í góm"?

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/9/07 01:03

Billi bilaði mælti:

Nei, þetta er rammgestapósk tákn fyrir að "tisch"-a - eða smella í góm með tungubroddi fram í munni rétt aftan við framtennur.
Það var þróað síðasta vetur á afskaplega merkilegum þræði sem ég man ekki lengur hvað heitir.

‹Hvumsa›

Væri ekki gestapóskara að mæla:

‹Smellir þrisvar í góm›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/9/07 01:05

Þú verður að lesa þráðinn til að sjá að það þurfti nákvæmari greiningu en það, vegna margra og mismunandi skoðana um hvaða hljóð kæmi við þessa iðju, og var fólk þá með tungur sínar á hinum ýmsu staðsetningum innan munnholsins. Þessi tákn voru fyrir eitt mjög sérhæft "smellt í góm".

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 23/9/07 06:19

er einhver að telja stigin?

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/9/07 09:36

Billi bilaði mælti:

Nei, þetta er rammgestapósk tákn fyrir að "tisch"-a - eða smella í góm með tungubroddi fram í munni rétt aftan við framtennur.
Það var þróað síðasta vetur á afskaplega merkilegum þræði sem ég man ekki lengur hvað heitir.

Þráðurinn „Smellt í góm“ er á fyrstu síðu neðarlega á svæðinu þar sem minnst er á lágmenningu.
Ekki bæta miklu við hann, hann er svo kostulegur eins og hann er. Dula fær prik fyrir að fatta grínið, og Billi fyrir að þróa besta táknið.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 23/9/07 16:04

1 stig Regína
2 stig Útvarpsstjóri
3 stig Skabbi (fyrri vísa)

Ef stigagjöf er lokið þá er Skabbi sigurvegarinn og ætti því að taka við og setja fyrir næsta verkefni.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/9/07 20:01

Það stendur reyndar í reglunum að hver sem er megi koma með næsta mót... en ég skal taka það að mér... er ekki best að halda nýja keppni á sama þræði?

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/9/07 20:35

Byrjar þá nýtt mót.

Leitin að bestu dverghendunni. Mótið stendur yfir fram á miðnætti miðvikudags 26 september og byrjar þá atkvæðagreiðsla. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla ljúki 24 klst síðar. Annars er bent á upphafsinnlegg þráðsins til að átta sig nánar á reglunum.

Athugið að dverghendur eru tvennskonar... með kvenrími annars vegar (1) og karlrími hins vegar og þá forlið í síðlínu (2).

(1)
Í upphafi vil á það benda
-ekkert gort.
Dvergum skaltu hvergi henda
hér er ort.

(2)
Dvergakast er dásemd ein
og dágóð sort.
Olympíu er það grein
og algjört sport.

Leikar hefjast...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 23/9/07 21:31

Eitt sinn fór ég upp til fjalla;
eitthvað sá.
Síðan niður hrundi hjalla;
hratt fór þá.

Heyrði einhvern hrópa’og kalla,
heiman frá:
„Ert’ekki með öllu mjalla? “
Ó, mér brá.

Ýmislegt ég ennþá bralla,
oft fæ þrá!
En í dag ég aðeins lalla,
út á krá.

ES: Einnig má benda á nýjasta félagsrit Texa til að sjá fleiri dæmi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/9/07 23:24

Dverghendan er yrkisefni
afar gott.
Vitanlega á vinning stefni,
vítt er glott.

Skrekkur vonir skemmt þó getur
skálkur þver.
Kannski yrkja ennþá betur
aðrir hér.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 23/9/07 23:52

Hér er mitt fyrsta innlegg í þessa keppni. Ég treysti á að almúginn heimti klám eins og endranær:

með sérríglas á sokkaleistum
sem ég vísu
(og kannski á eftir reður reistum
rek í físu)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kondensatorinn 24/9/07 00:23

Að óskapast mun ýmsum fró
óttaslegnum.
Dettum í það Dillidó
með dánarfregnum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 25/9/07 20:26

Braga- fínu -fræði skipin
finna lönd.
Orð úr lausu lofti gripin
lögð í bönd.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 25/9/07 21:21

Löngum hef í leirnum ráfað
og lekið sviti.
Aldrei hef ég alveg náð að
yrkja af viti..

Leiri er gríðarlegt skáldaefni og dr. í íslenskum bókmenntum. Sérgrein hans er bragfræði síðmiðalda. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á stuttri ævi og ítrekað verið nefndur sem mögulegur nóbelverðlaunahafi á komandi árum.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/9/07 22:08

Þó eygi hvergi aura vott
og autt sé skrín.
Ákavíti á ég gott
það eðalvín.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 27/9/07 00:38

Regína fær mitt atkvæði.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/9/07 01:30

Fáir eru með rétt kveðnar dverghendur, en ég gef Regínu mitt atkvæði. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 27/9/07 08:22

Regína fær einnig mitt atkvæði.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: