— GESTAPÓ —
Barnaefni í gamla daga
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 28/3/07 13:24

Ég man eftir uppáhalds teiknimyndunum mínum þegar ég var lítil:
Bangsi bestaskinn
Þvottabirnirnir
Foli minn litli

Svo man ég líka einhvern tímann eftir því að hafa harðneitað að koma í sumarbústað með foreldrum mínum því þá myndi ég missa af Turtles í morgunsjónvarpinu. Þau létu það nú ekki eftir mér.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 28/3/07 13:41

Ahh laugardagsmorgnar á Stöð 2 í gamla daga...
ég man eftir:
GI Joe
Thundercats
Transformers
‹Ljómar upp›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 28/3/07 14:00

Ég man eftir þessum þræði.
‹Glottir eins og fífl›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 28/3/07 14:20

Það var löngu fyrir mína daga...‹Brosir út að eyrum ›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 28/3/07 14:32

Mig rámaði einmitt í einhvern svona þráð en mundi ekki hvað hann hét og fann hann ekki svo ég hélt að ég væri að hugsa um þráðinn á gamla Gestapó.
Hugsa að ég færi þá bara upphafsinnleggið mitt...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 28/3/07 17:43

Ég ætla að breyta þessum þræði í: Afhverju eru ekki gerðar svona teiknimyndir í dag?
Það er allt teiknað alveg hræðilega illa og yfirleitt enginn boðskapur.
He-Man, Transformers, Gi-Joe og Mr T voru alltaf með boðskap þótt það væri "ofbeldi" í þeim þáttum.

Fuss og svei segi ég.

Krakkar glápandi á teletubbies og þaðan af verra.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 28/3/07 18:33

‹Rifjar upp boðskapinn í Tomma og Jenna›

‹Læðist aftan að Tígru og brýtur kökudisk á hausnum á henni, ullar og hleypur burt›

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 28/3/07 18:35

‹Nögl skýst út og sker á strekt reipi›

‹Píanó hrynur ofan á Hakuchi›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 28/3/07 18:42

‹Illa farin hönd rís upp úr píanóinu og heldur á hvítum fána›

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 28/3/07 18:51

Ég glápi á teiknó ef ég vil hlé frá alvarleika heimsins. Þess vegna horfi ég á kjaftæði á borð við Ed, Edd n Eddy, American Dad, Family Guy, South Park og Simpsons.

Ef ég vil boðskap þá horfi ég á Mary Poppins.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 28/3/07 19:06

Ég vil engan árans boðskap, en honum ætti að vera troðið í krakkaskrattana.

Ég sjálf horfi líka mikið á American Dad, Family Guy, South Park og Simpsons.... en ég mundi ekki endilega vilja að börnin mín myndu sjá alla þá þætti.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 28/3/07 19:09

‹rennur upp fyrir Dulu ljós› ‹slær á ennið með flötum lófa›
Þar liggur hundurinn grafinn ,
þess vegna er sonur minn svona hryllilega illa uppalinn,
hann hefur glápt á simpsons og alla þessa þætti en aldrei séð Mary Poppins eða galdrakarlinn í oz.
‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 28/3/07 19:14

GI Joe segiði?

(Já, ég veit að síðan er ósmekklega ljót, en gjörið svo vel að smella á númerin engu að síður - þetta virkar þrátt fyrir ófagurt útlit)

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 28/3/07 19:18

Furðuvera mælti:

Ég glápi á teiknó ef ég vil hlé frá alvarleika heimsins. Þess vegna horfi ég á kjaftæði á borð við Ed, Edd n Eddy, American Dad, Family Guy, South Park og Simpsons.

Kjaftæði? Simpsons?

‹Þvær munninn á Furðuveru með Mr. Sparkle

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 28/3/07 20:09

Ég man nú þá tíð að það var ekkert voðalega mikið barnaefni, bara Rannveig og Krummi og nokkrar auglýsingar milli dagskráratriða.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 28/3/07 20:17

Hlustaðiðru kannski á barnatímann í útvarpinu klukkan fimm á sunnudögum? Svo kom Stundin okkar strax á eftir í sjónvarpinu.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 28/3/07 20:22

Sjónvarpið var ekki byrjað þegar ég var barn, en það var þó ein útvarpsrás. ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 28/3/07 22:29

Síðar var Línunni stundum skotið inn milli liða, en mjög sjaldan.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: