— GESTAPÓ —
Le jeu de la musique classique
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 38, 39, 40
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 7/5/09 23:51

Isak Dinesen mælti:

Einn ópus þekkts tónskálds er samansafn 48 lítilla verka, tvö í hverri tóntegund. Lengi vel var það þannig, og er greinilega enn, að tónlistarmaður fyrst og fremst þekktur fyrir jazz kæmi upp við leit að verkinu, t.d. á Amazon.

Hvert er verkið, fyrirmyndin og hver er jazzistinn?

Blöndungur mælti:

Mig langar að gizka á að verkið sé eftir Bach, og læt ég heiti þess liggja milli hluta. En þó, til að gizka á eitthvað; að það sé Vel stillta hljómborðið. Fyrirmyndinni áttaði ég mig ekki alveg á. Er verið að spyrja um verk það sem gerir það að verkum að jazzistinn kemur iðulega í leitirnar þegar slegið er inn heiti verksins sem spurt er um?
Annars finnst mér liklegast að jassistinn sé stórsveitargeggjarinn Arturo Sandaval, og lagið hans Funky cha-cha.

Verkið er ekki rétt, en nálægt því. Fyrirmynd verksins sem spurt er um er nefnilega Das Wohltemperierte Klavier eftir J.S. Bach.

Ekki er jazzistinn Sandoval. Átt er við að hann hafi lengi vel verið einn þekktasti flytjandi þessa verks í heild. Hann er píanóleikari.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 8/5/09 23:34

Var það Robert Schumann sem samdi verk sem svipuði til Velsamstillta píanós Bachs?

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 9/5/09 03:14

Ekki í þessu tilfelli a.m.k.

Viðkomandi verk er greinilega samið í anda betur þekkta verksins, þ.e. um er að ræða 24 prelúdíur og 24 fúgur í sömu röð og hjá Bach.

Verkið var samið eftir að Schumann var allur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 3/6/09 20:27

Nú er rokið úr mér (og hefur verið lengi) hvenær Schumann dó. Og ég er allt of heiðarlegur til að gá.
Þessvegna langar mig til að gizka að þetta hafi verið Schopin sem samdi 48 smáverk fyrir píanó.
Ég þekki í raun afar fáa djasspíanista, en til málamynda þá get ég mér þess til að það hafi verið Thelonius Monk sem lék verkið inn á hljómplötur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hér kem ég til skjalanna & þykist hafa nokkuð til míns máls . . . þykir líklegast að spyrjandi sé að fiska eftir Prelúdíu- & fúgusafni sovétsnillingsins Dmítrí Sjostakovitsj. Jazzpíanistinn mun þá væntanlega heita Keith Jarrett.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 20/9/09 19:45

Z. Natan Ó. Jónatanz mælti:

Hér kem ég til skjalanna & þykist hafa nokkuð til míns máls . . . þykir líklegast að spyrjandi sé að fiska eftir Prelúdíu- & fúgusafni sovétsnillingsins Dmítrí Sjostakovitsj. Jazzpíanistinn mun þá væntanlega heita Keith Jarrett.

Afsakið biðina! Þetta er auðvitað rétt.

Til upplýsinga: Chopin samdi safn 24 prelúdia, án nokkurs vafa undir áhrifum frá Bach, en ekki í sama formi. (Hann eltir fimmundahringinn í stað þess að ferðast krómatískt eftir krómatíska skalanum.)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 6/6/10 20:16

Þá á Z. leik.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Jæhja; vegna [fjölda] áskorana er eflaust réttast að halda leiknum gangandi . . .

Einn af stærri persónuleikum tónlistarsögunnar var meðal hinna fyrstu í fæðingarlandi sínu tilað öðlast alhliða menntun sem tónskáld, hljómsveitarstjóri og fræðimaður, & var ennfremur afburða-píanisti. Foreldrar hans voru af öðru þjóðerni, sem átti síðar eftir að hafa töluverð áhrif á efnistök þess sem um er spurt.

Meðal alþekktustu tónsmíða höfundarins er sviðsverk þar sem mjög ber á góma samtíma-þjóðfélagsrýni, en byggir þó að miklu leyti á þekktu bókmenntaverki frá löngu liðnum tíma.

Úr smiðju tónskáldsins kemur einnig áhrifamikið söngverk fyrir drengjasópran/kontratenór, einsöngvarakvartett, kór & hljómsveit. Þetta verk er innblásið af trúarlegri arfleifð upprunaþjóðar höfundarins, og var samið á sjöunda áratug viðkomandi aldar. Það var sérlega pantað fyrir kirkjuhátíð á Englandi – & í titli tónverksins kemur fram nafn kirkjustaðarins – en reyndar fór þó frumflutningur þess fram annarsstaðar, þ.e. í fæðingarlandi höfundar, rúmum tveimur vikum fyrir hátíðina sem verkið er tileinkað.

Spursmálið er þríþætt, í samræmi við það sem kemur fram héraðofan:
- Í fyrsta lagi er spurt um nafn þessa tónjöfurs
- Í öðru lagi; um heiti þekktasta sviðsverks hans
- Í þriðja lagi; um heiti téðrar trúarlegrar tónsmíðar fyrir einsöngvarahóp, kór & hljómsveit

- Koma svo ! -

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 10/9/10 20:05

Mig langar að gizka á að þetta sé Bandaríkjamaðurinn Leonard Bernstein, foreldrar hans voru austur-evrópskir gyðingar, en móðir hans skyld norska skáldsinu Björnstjerne Björnssyni; sjálfur var hann stórfrægur yman-leikari og hljómsveitarstjóri. Og að sjálfsögðu voru ekki til neinir almennilegir píanóleikarar í Ameríku fyrren um miðja 20. öld. (Annað mál er með kornettleikara, en þar voru þeir all-framarlega.)
Þekktasta sviðsverk hans hlýtur að vera 1600 Pennsylvania Avenue, en það er söngleikur.
Og líklegast þykir mér til gizks að segja að heiti téðrar trúarlegrar tónsmíðar sé West Side Story.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 3/10/10 22:31

‹ræskir sig og roðnar yfir þekkingarleysi sínu›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/10/10 18:38

Ég hef ekki hugmynd. ‹Brestur í óstöðvandi grát›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/10/10 22:07

Ég held að svarið við „öðru lagi“nu sé „West Side Story“

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 4/10/10 22:19

Já. Blöndungur hlýtur að hafa átt við að sviðsverkið væri West Side Story. Trúarlega verkið þekk[t]i ég þó ekki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/10/10 22:23

Ég sem var að reyna að stela svarinu. ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 19/10/10 01:32

Já, það er bara roknarinnar traffík hér í classiquizinu... hérmeð upplýsist að Blöndungur er með þetta, svona að mestu. Þó skeikar þessu sem BB & ÍD benda á í innleggjum sínum – benda mætti á að í vísbendingunum kom fram að umspurt sviðsverk væri byggt á þekktu bókmenntaverki frá lönguliðinni tíð,
& var þar vísað til Rómeó & Júlíu.

Trúartónsmíðin er ekki komin fram... vísbending: Titillinn er á ensku; & fyrri hluti hans er fyrrgreint staðarheiti (á Englandi), en seinni hlutinn vísar í gyðinglega tegund hebreskra kvæða, sem söngtextinn samanstendur af. Jæja, gúggli nú hver sem betur getur – klárum þetta mál !

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 16/10/13 19:56

Ég var nú vafalaust búinn að gúgla þetta á sínum tíma en gerði það a.m.k. aftur núna. Þetta hlýtur að vera verkið Chichester Psalms. (Við getum ekki látið þennan þráð hanga svona í lausu lofti.)

        1, 2, 3 ... 38, 39, 40
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: