— GESTAPÓ —
Le jeu de la musique classique
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... , 38, 39, 40  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 5/4/09 18:14

Öö... það er reyndar gaman að þreifa sig áfram með mönnum sem eru mun fróðari en maður sjálfur. En ég leyfi mér að koma með ágiskun: var það kannski Mozart?

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 5/4/09 21:17

Ekki rétt. Það var fyrr. Tónskáldið hafði viðurnefni.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 7/4/09 18:57

Hafði tónskáldið nokkuð viðurnefnið „hratt-hægt-hratt“?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 7/4/09 21:00

Hefurðu e.t.v. í huga einhvern af Bachabræðrum?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 7/4/09 21:58

Blöndungur: Nei
Isak: Ekki einn af þeim bræðrum og kannski aðeins á undan þeim í tíma. Hann er líka frá öðru landi en þeir, einnig þekkt fyrir klassíska tónlist.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 12/4/09 14:30

Tónlskáldið samdi þekkt verk sem er röð konserta. Allir þessir konserta eru einmitt þriggja þátta, hratt - hægt hratt (Allegro - Largo - Presto etc.)

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 12/4/09 18:46

Ég heyrði bara í gufu-útvarpinu nefndann hann Palestrina. Kemur hann kannski sögunni við?

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 12/4/09 20:52

Ég held að Palistrina hafi örugglega verið á undan þessu tónskáldi. Hvort að Palestirna hafi ekki tilheyrt endurreisnartímabilinu en tónskáldið sem var reyndar ágætur hljófæraleikari og samdi mikið fyrir sitt hljóðfæri, til heyrði næsta tímabilili í tónlistarsögunni Baroque.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 12/4/09 21:17

Hafði viðurnefnið eitthvað að gera með "landvistarleyfi" viðkomandi?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/4/09 21:23

Lopi mælti:

Tónlskáldið samdi þekkt verk sem er röð konserta. Allir þessir konserta eru einmitt þriggja þátta, hratt - hægt hratt (Allegro - Largo - Presto etc.)

Nú get ég ekki annað en skotið á Bach. Konsertarnir eru þá Brandenborgarkonsertarnir. En átti Bach sér viðurnefni?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/4/09 00:02

Já - mér hefði þótt það líklegt líka. En Lopi fullyrti að maðurinn væri frá öðrum slóðum en Bachabræður (þ.e. synir Bachs).

Það er í það minnsta ljóst að bæði Brandenborgarkonsertarnir og aðrir konsertar eftir Bach (t.d. ítalski konsertinn) eru einmitt oft í þremur þáttum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 13/4/09 10:11

Þess má geta að þessi konsertaröð er mjög fræg, hans frægasta verk. Einn mest seldi diskur í klassískri tónlist inniheldur þessa konserta þó að hljóðfæraleikarinn sá er flutti þá sé umdeildur.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/4/09 14:15

Er hljóðfæraleikarinn breskur fiðluleikari?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/4/09 14:16

Æ, er þetta ekki bara hann (Nigel Kennedy) og tónskáldið Vivaldi - verkið sem vísað er til Árstíðirnar?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 13/4/09 21:27

Jú auðvitað! Vivaldi var með viðurnefnið rauði presturinn. Hann var víst líka prestur og var rauðhærður. Vil líka nefna að Árstíðrnar eru svonefnd 'program musik' eða hermitónlist. Í verkinu er hermt eftir ýmsum hljóðum úr náttúrunni.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 1/5/09 21:55

Isak?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 3/5/09 01:42

Einn ópus þekkts tónskálds er samansafn 48 lítilla verka, tvö í hverri tóntegund. Lengi vel var það þannig, og er greinilega enn, að tónlistarmaður fyrst og fremst þekktur fyrir jazz kæmi upp við leit að verkinu, t.d. á Amazon.

Hvert er verkið, fyrirmyndin og hver er jazzistinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 7/5/09 19:17

Mig langar að gizka á að verkið sé eftir Bach, og læt ég heiti þess liggja milli hluta. En þó, til að gizka á eitthvað; að það sé Vel stillta hljómborðið. Fyrirmyndinni áttaði ég mig ekki alveg á. Er verið að spyrja um verk það sem gerir það að verkum að jazzistinn kemur iðulega í leitirnar þegar slegið er inn heiti verksins sem spurt er um?
Annars finnst mér liklegast að jassistinn sé stórsveitargeggjarinn Arturo Sandaval, og lagið hans Funky cha-cha.

        1, 2, 3 ... , 38, 39, 40  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: