— GESTAPÓ —
Játning
» Gestapó   » Baggalútía
     1, 2, 3  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Britney 25/3/07 09:56

Ég ætla nú að kveðja ykkur , og í leiðinni að játa á mig nokkrar syndir.
Ég hef verið hér undir nokkrum Gestapó nöfnum,
eins og James Dean, sharon stone, risi, Hansína Önd, Baugabrún, og núna síðast Britney.
Vímus þekkir mig vel og hann hefur verið með allskonar skít á mig og líka fleiri, ég hef skoðað margar síður
eins og barnaland og þar mundi ég aldrei skrifa orð í þeirra skíta umræðum sem þar fara fram en ég hélt að bagglútur væri aðeins betri en barnaland, en þið eru ekkert betri þið leggið fólk í einelti sem kemur nýtt inn
svo það er alveg pottþétt að þið sem þykist vera einhvað gáfulegra en aðrir eru komnir á sama lága planið og þessar síður sem fólk með lágmarks virðingu leggur sig ekki svo lágt að stunda. Þess vegna ætla ég nú að kveðja ykkur for ever,en ég vil taka það fram að margir af þeim sönnu baggalútum eru frábærir,ég þarf ekki að nefna þeirra nöfn vegna þess að það vita það allir sem þá þekkja.Það er leiðinlegt að einhverjir lúserar sem eru ekki í sátt við sjálfan sig eyðileggji fyrir öllum hinum, skemmtilegu og vel gefnu fólki sem stunda Baggalút.
Ég ætla að kveðja með texta sem mér finnst góður. Góðar stundir.

I'm not as crazy as I used to be
Some of my devils upped and left me free
To find a quiet space
I'm not as out of place

I'm not as lonely as I was before
I don't go in 'less there's an open door to leave by
I'm starting to believe my own existence has a right to be

And I'm comin' home again
It's been too long a time
Gettin' back what's mine
And I can't remember why I went away
But it's lookin' now like maybe I can stay

The poets cried for dreams they never saw
The only certainty is nothin's sure
And most things stay the same
Or go back where they came

And though my answers still are undefined
By takin' chances I can start to find some reasons
Somethin' to believe in
I can make it through
I can make it through

And I'm comin' home again
It's been too long a time
Gettin' back what's mine
And I can't remember why I went away
But it's lookin' now like maybe I can stay

Oh, and I'm comin' home again
It's been too long a time
Gettin' back what's mine
And I can't remember why I went away
But it's lookin' now like maybe I can stay

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 25/3/07 10:05

Ég áttaði mig nú svo að segja strax. ‹Glottir eins og könguló›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 25/3/07 10:07

Kvæði:

    Játning

    Enn birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr,
    hver dagur, sem ég lifði í návist þinni.
    Svo morgunbjört og fögur í mínum huga býr
    hver minning um vor sumarstuttu kynni.

    Og ástarljóð til þín verður ævikveðja mín,
    er innan stundar lýkur göngu minni
    þá birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr,
    hver dagur, sem ég lifði í návist þinni.

           Sigfús Halldórsson / Tómas Guðmundsson

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 25/3/07 10:18

Tilvitnun:

Það er leiðinlegt að einhverjir lúserar sem eru ekki í sátt við sjálfan sig eyðileggji fyrir öllum hinum, skemmtilegu og vel gefnu fólki sem stunda Baggalút.

Akkúrat...vertu úti væni.

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 25/3/07 11:20

Britney mælti:

Ég ætla nú að kveðja ykkur , og í leiðinni að játa á mig nokkrar syndir.
Ég hef verið hér undir nokkrum Gestapó nöfnum,
eins og James Dean, sharon stone, risi, Hansína Önd, Baugabrún, og núna síðast Britney...

Ef þú ert í alvörunni James Dean þá máttu fara í norður og niðurfallið fyrir mér, helst myndi ég vilja senda þig út í hafsauga í árabáti með eina ár. Já, þú ert best geymd úti held ég bara...

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Britney 25/3/07 13:23

Anna Panna mælti:

Britney mælti:

Ég ætla nú að kveðja ykkur , og í leiðinni að játa á mig nokkrar syndir.
Ég hef verið hér undir nokkrum Gestapó nöfnum,
eins og James Dean, sharon stone, risi, Hansína Önd, Baugabrún, og núna síðast Britney...

Ef þú ert í alvörunni James Dean þá máttu fara í norður og niðurfallið fyrir mér, helst myndi ég vilja senda þig út í hafsauga í árabáti með eina ár. Já, þú ert best geymd úti held ég bara...

Blessuð góða vertu ekki að tala um einhvað sem þú greinilega veist ekkert um,það sem fór á milli James Dean og annara manneskju er ekki þitt mál, það eru alltaf tvær hliðar á málum. Skiftu þér ekki af því sem þér kemur ekkert við.Vertu ekkert með neinn skít í minn garð þú þekkir mig ekki neitt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 25/3/07 13:28

Ég veit nú alveg hver af BL þú hlýtur að vera , farðu til XXXXXXXX og hættu að þráhyggjast þetta.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Britney 25/3/07 13:36

Dularfulli maðurinn mælti:

Ég veit nú alveg hver af BL þú hlýtur að vera , farðu til XXXXXXXX og hættu að þráhyggjast þetta.

Þú rauðhærða rimabúi vertu ekki með kjaft við mig

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 25/3/07 13:43

Ehmm, ætla ekki að vera með neinn skít en... varstu ekki að fara... yfirleitt þegar fólk sem er uppfullt af athyglissýki og býr til stórkostlegan kveðjuþráð til að vekja athygli á brotthvarfi sínu... þá hættir það að skrifa... ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 25/3/07 13:46

ATH: eftirfarandi skrif eru uppfull af persónulegum skoðunum og eru alls ekki í þeim anda sem Gestapó stendur fyrir, mig langar bara að koma þessu frá mér...

Britney, það er rétt, ég þekki þig bara af þinni framkomu hérna sem er ekki til fyrirmyndar og þess vegna hef ég myndað mér þessa skoðun. Þannig gengur þetta fyrir sig á netinu, þú skrifar, við lesum. Þetta er ekkert lofttæmi þar sem þér er allt leyfilegt, bara af því að við stöndum ekki augliti til auglitis, fyrir utan það að ef þú telur þig eiga eitthvað sökótt við aðra manneskju þá er það í meira lagi furðulegt að draga það inn á vef þar sem raunheimar koma lítið við sögu.
Skrítið samt að ég megi ekki hafa skoðun á því að þú hafir persónulega skoðun á framkomu og hegðun vinkonu minnar (sem var, vel að merkja, ótrúleg lesning og alveg úr takti við allan raunveruleika).

En þér fannst væntanlega ekkert að því að fara í persónulegt skítkast við hana á opinberum vettvangi (skrif á vefi sem þennan eru nefnilega ekki einkasamskipti milli tveggja manneskja, ekki reyna að skýla þér á bak við það, til þess er EINKApóstur).
Þetta svar mitt hér að ofan er t.d. ekki einkamál til þín heldur opinská lýsing á mínum tilfinningum í garð þeirra níðskrifa sem voru viðhöfð um góðan og gegnan Gestapóa, mér er nokk sama hver les eða hvaða viðbrögð vakna í kjölfarið, ég stend með því sem ég segi. Það að þú farir í bullandi vörn þegar fyrri skrif eru hermd upp á þig segir mér að þú stundir skítkast, bara til að stunda skítkast.

Ég held að miðað við það sem frá þér kemur ættirðu bara betur heima á barnalandi...

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Britney 25/3/07 13:59

Anna Panna mælti:

ATH: eftirfarandi skrif eru uppfull af persónulegum skoðunum og eru alls ekki í þeim anda sem Gestapó stendur fyrir, mig langar bara að koma þessu frá mér...

Britney, það er rétt, ég þekki þig bara af þinni framkomu hérna sem er ekki til fyrirmyndar og þess vegna hef ég myndað mér þessa skoðun. Þannig gengur þetta fyrir sig á netinu, þú skrifar, við lesum. Þetta er ekkert lofttæmi þar sem þér er allt leyfilegt, bara af því að við stöndum ekki augliti til auglitis.
Skrítið samt að ég megi ekki hafa skoðun á því að þú hafir persónulega skoðun á framkomu og hegðun vinkonu minnar (sem var, vel að merkja, ótrúleg lesning og alveg úr takti við allan raunveruleika).

En þér fannst væntanlega ekkert að því að fara í persónulegt skítkast við hana á opinberum vettvangi (skrif á vefi sem þennan eru nefnilega ekki einkasamskipti milli tveggja manneskja, ekki reyna að skýla þér á bak við það, til þess er EINKApóstur).
Þetta svar mitt hér að ofan er t.d. ekki einkamál til þín heldur opinská lýsing á mínum tilfinningum í garð þeirra níðskrifa sem voru viðhöfð um góðan og gegnan Gestapóa, mér er nokk sama hver les eða hvaða viðbrögð vakna í kjölfarið, ég stend með því sem ég segi. Það að þú farir í bullandi vörn þegar fyrri skrif eru hermd upp á þig segir mér að þú stundir skítkast, bara til að stunda skítkast.

Ég held að miðað við það sem frá þér kemur ættirðu bara betur heima á barnalandi...

þú veist ekkert hvað þú ert að röfla um,svo eitt að lokum ég er nú örugglega ein af fáum sem stunda ekki barnaland en ég væri ekki hissa þó marga af þessum( fögru) meyjum sem hér skrifa stundi það.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/3/07 14:25

Snúum okkur nú einu sinni að aðalatriði málsins: Er þér virkilega ofraun af því að hefja setningu á stórum staf?

Ég bara spyr. Tsk tsk.

‹Sötrar te›

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 25/3/07 14:33

Aftur vil ég biðjast afsökunar á að setja inn innlegg sem er á engan hátt í hinum sanna Gestapó anda en nú líður brátt að því að ég nenni ekki að tala við tröll þetta lengur (og áður en tröllið sakar mig um persónulegt níð skal það tekið fram að tröll eru þeir spjallborðsnotendur kallaðir sem birtast eingöngu til að henda skít og valda usla). Mér þykir leitt að hafa fallið í tröllagildruna en ég hef svo sem ekkert betra að gera svona á sunnudagseftirmiðdegi, það er ennfremur fátt sem kemur blóðinu betur á hreyfingu en hressileg ritdeila!

Britney mælti:

þú veist ekkert hvað þú ert að röfla um,svo eitt að lokum ég er nú örugglega ein af fáum sem stunda ekki barnaland en ég væri ekki hissa þó marga af þessum( fögru) meyjum sem hér skrifa stundi það.

Jú, ég veit nefnilega hvað ég er að tala um. Ég er að tala um svar þitt (undir nafninu James Dean) við félagsriti einu sem birtist hérna fyrir rúmu ári og var uppfullt af persónuníði um höfund ritsins. Ekkert annað. Og þú virðist nú hafa kveikt á því líka að það var það sem ég var að meina, án þess að ég segði það nokkurs staðar berum orðum fyrr en nú.

Forsagan þess að þú setur svarið inn skiptir hins vegar litlu sem engu máli í þessu samhengi, það er svarið sjálft sem ég hef eitthvað út á að setja. Ef þetta var eitthvað sem tengdist persónulegum samskiptum ykkar á milli þá hefðirðu átt að halda því þannig í staðinn fyrir að koma hingað með skítadreifarann í eftirdragi.
En eins og þú segir, það eru tvær hliðar á öllum málum, það veit ég vel en ég líka veit nákvæmlega við hvora hliðina ég stend í þessu og það er ekki þín megin.

Og mín kæra, ég sagði hvergi að þú værir á barnalandi, ég sagðist halda að þú ættir betur heima á barnalandi. Og það verður bara ljósara í hvert skipti sem þú svarar!

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/3/07 14:46

‹Klórar sér í kollinum›

Um hvað snýst þetta mál annars? Hvað í ósköpunum sagði þessi James Dean?

Konungur Baggalútíu.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Britney 25/3/07 14:50

Ef það væri rétt að það væri bara einhliða þá héldi ég kjafti, en það vill svo til að það hefur verið drullað yfir mig
af vissum gestapóa hér og nafni mitt hefur verið nefnt hér á þessum vef af þessum aðila og ég hef bara ekki viljað gera honum það til geðs að hverfa alveg. En auðvita verður enginn meiri maður af því að leggjast á sama plan,og þetta verður síðasta innlegg mitt hér á Baggalút undir þessu nafni eða einhverju öðru. Ég biðst afsökunar ef ég hef sært vinkonu þína.Það er mér ekki til hrós. Þið fáið að vera í friði fyrir mér hér eftir, takið gleði ykkar aftur .

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 25/3/07 14:56

Hakuchi, það er nú kannski óþarfi að rifja þetta nákvæmlega upp fyrst Britney/James Dean hefur séð að sér.
Félagsritið sem ég talaði um var tekið út af höfundi svo að nákvæm orð James Dean er ekki hægt að finna lengur en viðbrögð ýmissa Gestapóa má sjá hér.

Ég veit að það er langt síðan þetta var en þetta er eitt af því sem hefur legið grafið en ekki svo auðveldlega gleymt í mínum huga...

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 25/3/07 15:08

Drama á Internetinu?

Hver hefði trúað því???

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 25/3/07 16:21

‹Hrökklast langt afturábak og hrasar við›
Hjer hefur greinilega ýmislegt gengið á. Vjer munum greinilega eftir því leiðindaatviki er hjer er vísað til (athugasemd í fjelagsriti ásamt viðbrögðum við henni - athugasemdina sáum vjer reyndar aldrei, kannski sem betur fer).

Vjer erum hinsvegar að hugsa um að loka þessum þræði eftir helgi berist eigi mikil mótmæli - málið virðist útrætt.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: