— GESTAPÓ —
Rökfræðiþrautir
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 19/3/07 18:18

Ég hef ekki enn fundið þráð sem inniheldur rökfræðiþrautir líkt og var hér á hinu gamla Gestpói ( bölvuð nostalgía í manni alltaf hreint) og vil því:

1) að einhver bendi mér á slíkan þráð, ef hann er til
2) stofna hér til nýs slíks þráðar

Að því gefnu að slíkur þráður sé ekki til ( og Enter nenni ómögulega að finna hann og kasta honum aftur inn) ætla ég að snara hér fram einni sem ég man eftir síðan á gamla þræðinum.
Þú ert í sjónvarpsþætti og fyrir framan þig eru þrjár hurðir; fyrir aftan eina þeirra er pottur af gulli en bak við hinar tvær er kolamoli. Þú færða að velja eina hurð og þá útilokar þáttastjórnandinn eina af hurðunum sem hafa kolamola. Þá er er það spurningin, heldur þú þig við upphaflegt val eða velur þú hina hurðina ( og ef þú velur vina, af hverju?)
Hér er auðvitað gert ráð fyrir að þú viljur gullpottinn ( nema þú getir komið með nægilega góð rök fyrir því að þú viljir heldur kolamolann, og hvað áttu þá að gera?)

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/3/07 18:23

Mig minnir að það eigi að skipta um hurð. Þegar þú valdir hurð voru þriðjungslíkur að þú værir að velja rétt, annar þriðjungur er nú farinn út þannig að þar sem meiri líkur en minni voru að þú værir að giska rangt, þá eru í raun komnar 2/3 líkur á að það sé sú hurð sem þú valdir ekki? ‹Starir þegjandi út í loftið›

Annars hefur Þarfagreinir verið með svipað á þræði sem heitir eitthvað eins og „Hinn nútímalegi Bletchley Park“. (Ég er örugglega að stafsetja það ranglega.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 19/3/07 18:30

Ég myndi halda mig við fyrri hurðina, enda 50% líkur á að það sé sú rétta, óháð líkunum þegar ég valdi hana fyrst.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 19/3/07 18:34

Billi er með þetta rétt.
Það væri gaman ef þú gætir sett hingað hlekk (e. link) í þennann þráð fyrir mig.
Þú átt þá réttinn.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 19/3/07 18:42

Voða eru þið vitlausir. Ég hefði kíkt í skrárgötin áður en ég valdi. ‹Ljómar upp›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/3/07 18:51

Hlekkurinn er hér.

Úff, á einhver þraut uppi í erminni? (Ég á bara vísnagátur.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 21/3/07 18:13

Ég á nokkur dýr heima.
Ef öll nema tvö eru fuglar, og öll nema tvö eru kettir, og öll nema tvö eru hundar, hvað á ég þá mikið af dýrum?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 21/3/07 18:39

Einn hund, einn kött og einn fugl, alls þrjú dýr.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 22/3/07 02:15

Í sambandi við þrautina hjá Ég sjálfur, þá er hér um að ræða hið fræga Monty Hall vandamál. Fyrir einhverjum árum skrifaði Marilyn von Savant grein í blað þar sem hún gerði grein fyrir þessari skemmtilegu þraut. Meira en tíu þúsund lesendur, þeirra á meðal frægir stærðfræðingar og prófessorar skrifuðu henni æfir og báðu hana um að gjöra svo vel og laga þessa vitleysu, þrátt fyrir að hún hafði útskýrt þetta bæði myndrænt og með jöfnu.

Það er nefnilega betra að skipta um hurð.

Hér kemur svo ný þraut: Þú hefur í fórum þínum níu kúlur sem líta allar nákvæmlega eins út, og vogarskál. Ein kúlan er helmingi þyngri en hinar. Hvernig finnurðu þá kúlu með tveimur mælingum?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/3/07 02:47

Ég tek þrjár kúlur og vigta á móti öðrum þremur. Þyngri kúlan er meðal þeirra þriggja sem síga. Ef vogin sígur ekki er þyngri kúlan ein þeirra sem ekki var vigtuð. Með þessu hef ég fækkað mögulegum kúlum niður í þrjár.

Næst tek ég tvær af þessum þremur kúlum og vigta þær saman. Þyngri kúlan er auðvitað sú sem sígur. Ef vogin sígur ekki er þyngri kúlan sú sem ekki var vigtuð.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 22/3/07 13:08

Billi bilaði mælti:

Ég á nokkur dýr heima.
Ef öll nema tvö eru fuglar, og öll nema tvö eru kettir, og öll nema tvö eru hundar, hvað á ég þá mikið af dýrum?

Þú átt tvo asna

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 22/3/07 13:11

Að sjálfsögðu hárrétt hjá Þarfagreini. Nú langar mig að sjá einhverja skemmtilega þraut frá þeim þrautakóngi.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/3/07 13:32

Gvendur Skrítni mælti:

Billi bilaði mælti:

Ég á nokkur dýr heima.
Ef öll nema tvö eru fuglar, og öll nema tvö eru kettir, og öll nema tvö eru hundar, hvað á ég þá mikið af dýrum?

Þú átt tvo asna

Nei, ég á sko ekkert í ykkur bræðrunum. ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 22/3/07 15:09

Lumar enginn á lítilli þraut?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/3/07 17:26

Ég er því miður krankur í dag og var því að skreiðast á fætur fyrir ekki svo löngu. Hér er þraut:

Við erum stödd í fangelsi. Í því eru 100 fangar sem eru allir í einangruðum klefum. Fangavörðurinn hefur gaman af rökfræðiþrautum, og ákveður að leggja fyrir þá prófraun. Hann útbýr herbergi sem er galtómt að öðru leyti en því að í því miðju er ljósapera. Hann segir föngunum að eftirleiðis verði einn þeirra verði valinn af handahófi á hverju kvöldi og leiddur inn í þetta herbergi. Sá fangi má kveikja á perunni eða slökkva á henni, en ekki gera neitt annað á meðan hann er þar. Á fyrsta kvöldi prófraunarinnar er slökkt á perunni.

Tilgangurinn með þessu öllu saman er að gefa föngunum færi á að öðlast frelsi. Regla fangavarðarins er sú, að hvenær sem er má einhver fangana segja að hann viti það fyrir víst að nú hafi allir 100 fangarnir komið að minnsta kosti einu sinni í herbergið með ljósaperunni. Ef þetta er rétt hjá honum verður föngunum öllum umsvifalaust sleppt. Ef ekki, verða þeir allir drepnir.

Fangarnir mega hittast daginn áður en prófraunin hefst til að koma sér saman um áætlun. Eftir það geta þeir hins vegar engin samskipti haft sín á milli.

Hvaða aðferð geta þeir notað til að öðlast sín á milli, á einhverju stigi prófraunarinnar, fullvissu um að þeir hafi allir komið að minnsta kosti einu sinni í herbergið?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 22/3/07 17:48

Mega þeir skilja eftir einn sokkinn sinn?
‹Ljómar upp›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/3/07 18:07

Nei - það má ekki skilja neitt eftir. Ljósaperan er eina tjáskiptatækið.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 22/3/07 18:52

Þessi þraut er mögnuð.

Ég myndi byrja á að hringja í Hemma Gunn og spyrja hann. Þegar hann myndi tjá mér að hann vissi ekki svarið þá myndi ég leggja það til að allir fangar fái númer frá 1-100. Slökkt verður á perunni þar til fangi 1 er valinn af handahófi, hann einn hefur þá leyfi til að kveikja á perunni svo má enginn slökkva á henni fyrr en númer 2 er sendur og svo.... hmmm, nei það virkar ekki.

Ég myndi bara hringja aftur í Hemma Gunn og bjóða honum á fyllerí með mér og pabba.

-

Þorpsbúi -
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: