— GESTAPÓ —
Gestapóskt uppáhald.
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/3/07 14:54

Stundum festist eitthvað í hausnum á manni (eins og ör), og haldist það þar í einhvern tíma, þá er það gott.

Þetta er í uppáhaldi núna:

Kvæði:

FÉLAGSLÍFIÐ (í boði Heiðglyrnis)

Allir hafa sína djöfla að draga
dæmist þeir í burtu, myndast gap
Æ Leyfið mér að halda þeim til haga
Hafandi af þeim góðan félagsskap

(Meira síðar.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 19/3/07 14:58

Ég gleymi aldrei vísu á þýzkhendum í fyrra. Man ekki höfundinn reyndar.

Þegar sat við lampaljós
lasinn eins og riðukind
sagte alter Egon bloB:
Ach, wie teuer Bücher sind.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/3/07 13:04

hlewagastiR 1/10 17:49 af „Ort um fréttina“:

Kvæði:

„Þetta finnst mér einum of“
æstur mælti Topalov:
„Kramnik er með kúk í görn
að kokka upp Sikileyjarvörn;
strunsar látlaust út og inn
og endalaust á kamarinn
pantar síðan pulsu og kók
peði fórnar, drepur hrók
hleypur aftur inn á kló
(ekki til að skíta þó).
Er hann þar við annan mann
að undirbúa Caro-Kann?
Óvarlega tel ég tryggt
hann tefli þar við Benedikt.“

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 27/3/07 16:56

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 27/3/07 16:59

Öll ljóð snillingsins Znata eru í uppáhaldi, en þó sérstaklega þetta hér;

Kvæði:

Til Sölu

Seldu mér hugmynd um hagnað & auð,
svo hamingju- verð´ ekki ævi mín snauð,
svo alltaf í kredit ég keypt fái brauð
& kavíar, lúxus & eðal.
Tilgangur helgi hvert trúgirnivekjandi meðal.

Seldu mér loforð um viðskiptavild.
Verzla má ókeypis! Þetta er snilld!
Punkta, sem ávaxta pundin mín gild,
svo pæla ég þurf´ ekk´í neinu.
Frábært – að lifa með allt (en þó ekkert) á hreinu.

Seldu mér innantómt, gullhúðað grín.
Glópskunnar ljómi úr augum mér skín,
ég þrái að teyga þitt tilboðavín,
& treyst´ að ég verð´ aldrei þunnur.
Samþykki hikstalaust allt, það sem mælir þinn munnur.

Seldu mér ekta & seldu mér feik.
Seldu mér tilbúinn raunveruleik.
Seldu mér útrás & alþjóðlegt meik
í eilífðarmarkaðshagkerfi.
Seldu mér fölsun á sannleikans alvörugervi.

Seldu mér skrum, tilað skreyta mitt hús,
ég skrif´ undir hvað sem er, samvinnufús.
Fagnandi býður mér djöfullinn dús,
ég dýrka hans loforðagjálfur.
Seldu mér einhverja hugmynd! Ég hef enga sjálfur.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/3/07 17:02

Það er svo satt.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 27/3/07 17:05

"Seldu mér fölsun á sannleikans alvörugervi." Þetta er sko sönn orðsnilld.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/4/07 16:04

Loki mælti:

Sögu vil ég segja stutta,
sussu nú!
Upp á mína alla putta
æru og trú.

Hljóðstaf í hér allt skal standa,
er það vel.
Málfar ætti og að vanda
að ég tel.

Títt mun útúr orðakófi
örðug sýn.
En vel þau ei af handahófi
heillin mín.

Virkja svo þinn allan anda
-orð mín heyr!
Klessu hygg ég hægan vanda
hnoða' úr leir.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 27/3/09 19:25

Er ekki ráð að hafa þennan þráð bara opinn og loka hinum?

Sjálfur var ég einhverntímann á þeirri skoðun að loka skyldi djönkþráðum til að auðveldara væri að rýna gamla þræði. Í dag er ég frekar á því að loka eigi sem allra minnstu - helst engu. Ennþá verra er þó að loka þráðum þar sem einhver alvöru umræða hefur farið fram, jafnvel þó hún hafi legið niðri um stund. Eru menn almennt mjög ósammála þessu?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 27/3/09 20:50

Ég er sammála þér Ísak. Og ef þráður verðskuldar á annað borð að vera lokað þá er alveg eins hægt að eyða honum.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/3/09 21:54

Jú. Nú þarf að flytja innlegg WG og síðan eyðir hann sínu innleggi og ég mínu, og málið er dautt!

Billi bilaði 8/3/09 23:14 mælti:

(Af hverju var fyrri þræðinum lokað? ‹Hnussar›)

Bara að bjarga þessu áður en því verður eytt: ‹Glottir eins og fífl›

Bölverkur
Fastagestur með ritstíflu.
Sálmur - 8/3/09

Kvæði:

Vögguljóð

Þei, þei og ró.
Sofðu núna sætt og rótt,
svífðu í draumheima skjótt.
Þei, þei og ró.

Þei, þei og ró.
Fyrr en varir fermist þú,
Í fastasvefni ertu nú.
Þei, þei og ró.

Þei, þei og ró.
Á þig sækir svitakóf,
sjá, þú ert með stúdentspróf.
Þei, þei og ró.

Þei, þei og ró.
Þú líður gegnum lífið þitt
í ljúfum svefni yndið mitt.
Þei, þei og ró.

Þei, þei og ró.
Hrjótir þú í hundrað ár
hlýtur þú að vakna nár.
Þei, þei og ró.

Þei, þei og ró.
Djamma á himni þú munt þó,
þar er allt í grænum sjó.
Þei, þei og ró.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/3/09 21:56

Og þá er það komið hér með:

Wayne Gretzky 8/3/09 23:23 mælti:

Kvæði:

Er í myrkum mánafjöllum
mætumst við.
Afar hægt til foldar föllum
finnum grið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: