— GESTAPÓ —
Fréttaaukinn: Mistök
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/3/07 11:35

Engin aðdáendasíða er fullkomin án samantektar á „mistökum“.
En, þar sem Ritstjórnin gerir náttúrlega engin „mistök“ (nema viljandi), þá kemur hér fyrsta atriðið sem ég hef tekið eftir að Ritstjórnin hafi sett í Fréttaaukann sinn til að athuga hvort við værum virkilega að hlusta.

Hér koma því

„BAGGALÚTÍSKIR BLOOPERAR“

Í fréttaauka dagsins í dag var Jóakim Jóakimsson kynntur til sögunnar með fréttir frá Njúv Jork, og sagði hann hlustendum að það væri Ghana sem sæi um þrifin þennan mánuðinn á Sameign Þjóðanna.
Jóakim var síðan afkynntur sem Baldur Baldursson (sem venjulega sér um þetta innskot).
Í lok fréttaaukans var síðan tilgreint að talað hefði verið við Jóakim.

Sum sagt, við erum að hlusta.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 17/3/07 13:07

Finnst það ekkert skrýtið, þessir fréttaaukar eru orðnir ósköp þreyttir og þunnir... orðnir svolítið eins og Lost þættirnir... fyrstu 7 voru ágætir en svo fór þetta bara útí vitleysu.

Finnst þeir ættu bara að einbeita sér að að gera meiri tónlist. Það er það sem þeir gera best.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 17/3/07 13:26

Billi bilaði mælti:

Engin aðdáendasíða er fullkomin án samantektar á „mistökum“.
[...]

Hvað áttu við?

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 17/3/07 14:23

Grágrímur Þorskasleikir mælti:

Finnst það ekkert skrýtið, þessir fréttaaukar eru orðnir ósköp þreyttir og þunnir... orðnir svolítið eins og Lost þættirnir... fyrstu 7 voru ágætir en svo fór þetta bara útí vitleysu.

Finnst þeir ættu bara að einbeita sér að að gera meiri tónlist. Það er það sem þeir gera best.

Þeir mættu líka líta við hér og kippa ástandinu hér í lag. Þetta er nefnilega að fara út í tóma vitleysu og margir af bestu Gestapóunum eru farnir. Enter sem var hér daglega var andskoti laginn við að kippa í réttu spottana og alltaf var húmorinn til staðar.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 17/3/07 14:42

Hverjir eru þeir Gestapóar?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 17/3/07 14:46

Það veit ég ekki. Þeir eru allir farnir.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 17/3/07 14:58

Enter hefur ekki einu sinni tíma til að grípa til aðgerða til að verjast spami. ‹Fussar og sveiar›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/3/07 15:49

Ég sjálfur mælti:

Billi bilaði mælti:

Engin aðdáendasíða er fullkomin án samantektar á „mistökum“.
[...]

Hvað áttu við?

Það ber vott um ofuraðdáun að nenna að taka það saman. Er það ekki?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/3/07 15:50

Til dæmis voru Bítlarnir sérfræðingar í að „notfæra“ sér mistök til að gefa lögum dýpt.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/3/07 15:52

Grágrímur Þorskasleikir mælti:

Finnst það ekkert skrýtið, þessir fréttaaukar eru orðnir ósköp þreyttir og þunnir... orðnir svolítið eins og Lost þættirnir... fyrstu 7 voru ágætir en svo fór þetta bara útí vitleysu.

Finnst þeir ættu bara að einbeita sér að að gera meiri tónlist. Það er það sem þeir gera best.

Þar er ég fullkomlega ósammála. Þessir þættir sækja á, og eru á alveg passlegum tíma til að vakna við á laugardagsmorgnum.

Ekki það að það fari ekki að koma tími á eitt nýtt lag eða svo. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 17/3/07 16:03

Mér finnst þeir vera alltaf að ofnota sömu tuggurnar, eins og með prósentu djókinn, var fyndinn í fyrstu 200 skiptin en er bara orðið þreytandi. Svo er "konur eru vitlausar" og "hommar og lesbíur eru vont fólk" -conceptin alveg orðið úttuggið og "slæma sambandið við Baldur Baldurson" er bara vondur Spaugstofubrandari...

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/3/07 16:04

Í síðustu tvö skipti hefur ekki verið slæmt samband (enda var talað við Jóakim í morgun).

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 17/3/07 20:22

Billi bilaði mælti:

Ég sjálfur mælti:

Billi bilaði mælti:

Engin aðdáendasíða er fullkomin án samantektar á „mistökum“.
[...]

Hvað áttu við?

Það ber vott um ofuraðdáun að nenna að taka það saman. Er það ekki?

‹horfir grunsemdaraugum á Billa›
...Þú sleppur.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/3/07 21:24

‹Andvarpar af spennufalli› Hjúkk.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Númi 22/3/07 21:45

Voðalegt andskotans tuð er þetta - hvurn fjandann eru menn að hlusta á útvarpsþátt sem þeim leiðist? Og hví í fjáranum eru menn að hanga á spjallborði sem hvorki er þjónað til né spilað undir? Iss piss.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 22/3/07 21:54

Smá myndavilla var líka í frétt hér um daginn. Þá var talað um kött í klámfengnum stellingum. Var sá köttur nefdur Brandur ef ég man rétt. En myndin var EKKI af fressketti. Kötturinn var nefnilega þrílitur og það heyrir til algerra undantekninga að fress séu þrílit.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Númi 22/3/07 21:57

Um var að ræða svokallaðan drag-kóng.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 23/3/07 00:00

Númi mælti:

Voðalegt andskotans tuð er þetta - hvurn fjandann eru menn að hlusta á útvarpsþátt sem þeim leiðist? Og hví í fjáranum eru menn að hanga á spjallborði sem hvorki er þjónað til né spilað undir? Iss piss.

Það kom nú þetta fína undirspil í dag, þannig að ekki er þetta nú alls kostar rétt hjá þér. Söngstu það meira að segja ekki sjálfur? ‹Hangsar›

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: