— GESTAPÓ —
Húsráð
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 20/2/07 15:15

Ég fann hvergi neinn þráð um húsráð á Gestapó, svo ég ákvað að stofna einn. Hér má sem sagt leggja inn húsráð sem maður finnur upp eða fréttir af, öðrum til gagns og gamans.

Ég frétti af einu í dag, sem ég einmitt sannprófaði líka og svínvirkar. Við Íslendingar sem eigum til að borða reglulega reyktan, saltaðan mat könnumst öll við þann óstjórnlega þorsta sem þessu áti getur fylgt. Í dag frétti af ráði við þessu, en það er að borða 1 banana eftir slíka máltíð eða með henni. Kemur það lagi á steinefnabúskapinn og enginn þorsti.

Ég fékk mér banana eftir saltkjötið í hádeginu og enginn þorsti hefur gert vart við sig.
‹Ljómar upp›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 20/2/07 15:23

Þetta er hinn þarfasti þráður, sem hefði mátt líta dagsins ljós miklu fyrr.
Hafðu þökk fyrir, Krossagata. ‹Fær sér banana›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrítið 20/2/07 15:35

Lendi tómatsósa í góðri flík þykir þjóðráð að fara útá krossgötu á miðnætti, slátra þar óspjölluðum hænsnum og ákalla belsebúb. Biðja hann svo um hreinsun gegn vægu gjaldi.

Góðar stundir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 20/2/07 15:37

Grágrítið mælti:

Lendi tómatsósa í góðri flík þykir þjóðráð að fara útá krossgötu á miðnætti, slátra þar óspjölluðum hænsnum og ákalla belsebúb. Biðja hann svo um hreinsun gegn vægu gjaldi.

Snilld!
‹Skráir af ákafa í minnisbók›
Nota þetta næst þegar ég fer spari út að borða ítalskt og get að venju ekki komist í gegnum kvöldið án þess að fá eitthvað yfir mig.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 20/2/07 15:37

krossgata mælti:

Við Íslendingar sem eigum til að borða reglulega reyktan, saltaðan mat könnumst öll við þann óstjórnlega þorsta sem þessu áti getur fylgt. Í dag frétti af ráði við þessu, en það er að borða 1 banana eftir slíka máltíð eða með henni. Kemur það lagi á steinefnabúskapinn og enginn þorsti.

Jahérna, það má ekki gleyma þessu fyrir næstu jól.

‹Sér fyrir sér bananaát landsmanna eftir jóladagshangikjötið í staðin fyrir ísát›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Snabbi 20/2/07 16:18

Bananar!‹Ljómar upp›

Kjörorð: "If you try blue - You´ll bee out of q"". Snabbi er engum öðrum líkur og var var fyrsti sjálfkjörni blái ráðherrann í Baggalútíu. Ráðherra málefna úflytjenda.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 20/2/07 16:25

Grágrítið mælti:

Lendi tómatsósa í góðri flík þykir þjóðráð að fara útá krossgötu á miðnætti, slátra þar óspjölluðum hænsnum og ákalla belsebúb. Biðja hann svo um hreinsun gegn vægu gjaldi.

Ég hélt í alvöru að ég mundi kafna af hlátri.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 20/2/07 16:53

Eitt elsta húsráð við köfnun úr hlátri er að: Anda út, anda inn..... endurtakist eftir þörfum.
‹Glottir eins og fífl›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 20/2/07 18:08

Langvarandi harðlífi getur valdið miklum þjáningum sem ég kann óbrygðult ráð við.
Leggstu á bakið og láttu vel heita og blauta dulu liggja á auma svæðinu meðan þú gerir hundrað grindarbotnsæfingar. Við þetta slaknar á spennunni og um leið linast þjáningarnar og harðlífið er úr sögunni.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 20/2/07 18:21

Vel heita og blauta Dulu. Úff nú verð ég í fullri vinnu næstu mánuðina.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 20/2/07 18:26

Ertu vel heit og blaut?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 20/2/07 18:27

Offari þú þarft nú ekki að spyrja að því.‹Starir þegjandi út í loftið›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 20/2/07 18:29

Nei nei eg þurfti ekkert að spurja. en ég varð samt að fá þetta staðfest.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 20/2/07 18:31

Gott húsráð ef maður er heit og blaut er að þurrka sér með handklæði og opna glugga

‹Klórar sér í höfðinu og lítur út um gluggann›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Carrie 20/2/07 18:49

Spænskt húsráð segir að kona eigi ekki að geyma veskið sitt á gólfinu því þá verði aldrei mikið af peningum í því.
‹Heldur pent á sínu›

Öryggiskona Hlerunarstofnunar og vitavörður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/2/07 19:23

Dularfulli maðurinn mælti:

Grágrítið mælti:

Lendi tómatsósa í góðri flík þykir þjóðráð að fara útá krossgötu á miðnætti, slátra þar óspjölluðum hænsnum og ákalla belsebúb. Biðja hann svo um hreinsun gegn vægu gjaldi.

Ég hélt í alvöru að ég mundi kafna af hlátri.

‹Springur líka úr hlátri›

krossgata mælti:

Eitt elsta húsráð við köfnun úr hlátri er að: Anda út, anda inn..... endurtakist eftir þörfum.
‹Glottir eins og fífl›

‹Prófar húsráð krossgötu›
Grrr. Húsráð vort gegn þeim er eyðileggja gott hláturskast er hótun er tengist listanum yfir óvini ríkisins ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 20/2/07 19:31

Vladimir Fuckov mælti:

‹Prófar húsráð krossgötu›
Grrr. Húsráð vort gegn þeim er eyðileggja gott hláturskast er hótun er tengist listanum yfir óvini ríkisins ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Almáttugur ekki viljum við að forsetinn kafni!
‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›
En ef hann þarf að deyja þá er gott að hann deyi úr hlátri og mæli ég þá með að sleppa húsráðinu.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 20/2/07 20:21

Til að fá skínandi fallegt og silkimjúkt hár er gamalt og gott húsráð að setja vel af majonesi í hárið og nudda vel í hársvörðinn. Svo gefur það meiri fyllingu og gerir það „léttara“

Svo mun ég reyna að koma fljótlega með gott ráð við því hvernig maður nær majonesi úr hárinu á sér. Ef ég rekst á það.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: