— GESTAPÓ —
Skákklúbbur Baggalútíu
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 21/1/07 23:12

Reglur klúbbsins:

1) Isak er konungurinn og sker úr um allt sem þarfnast úrskurðar.
2) Allir eru velkomnir.
3) Hér skulu fara fram uppbyggilegar umræður um leik konunganna, le jeu d'échecs.

Kvæði:

1. e4 - d5
2. exd5 - Dxd5

Er einhver hér nógu smekklaus til að nota þessa vörn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 21/1/07 23:14

X ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við› er alltíeinu x á skákborðinu

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 21/1/07 23:16

Ég kannast ekki við að hafa séð þessa vörn.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 21/1/07 23:19

Vertu velkominn í klúbbinn, dularfulli maður. Í skáklýsingum er x notað til að leggja áherslu á að í viðkomandi leik hafi maður verið drepinn. En það er rétt (og raunar skarplega athugað)að ekkert x er á (hefðbundnu) skákborði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 21/1/07 23:20

Offari mælti:

Ég kannast ekki við að hafa séð þessa vörn.

Hún er reyndar umtalsvert notuð (a.m.k. meðal meðalleikmanna) og kallast Drottningarpeðsgambítur, eða eitthvað slíkt. Þarna er svartur augljóslega að fórna (sbr. gambit) tíma með því að koma drottningardruslunni í þessa stöðu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 21/1/07 23:23

Fyrirgefðu ég hélt að þú værir að tala um fyrstu tvo leiki og ég taldi nánast víst að svartu gæti ekki drepið í sínum fyrsta leik.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 21/1/07 23:26

Ekkert að fyrirgefa, og velkominn í klúbbinn.

‹Straujar skírteini›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 21/1/07 23:53

Þessi vörn er ámóta mikið rugl og að setja biskupana út á undan riddurunum.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 21/1/07 23:53

‹Sest út í horn og spilar kotru›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 21/1/07 23:58

Þarfagreinir mælti:

Þessi vörn er ámóta mikið rugl og að setja biskupana út á undan riddurunum.

Rétt!

‹Straujar skírteini í ofboði›

‹Býður upp á te og sörur›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 22/1/07 00:07

Stelpið mælti:

‹Sest út í horn og spilar kotru›

Ég veit nú ekki alveg hvort ég eigi að leyfa þetta. Aftur á móti er ég nú ekki búinn að strauja neitt sérstaklega mörg skírteini ennþá.

‹Tekur blað úr gríðarlega stórum stafla, krotar á það og straujar svo annað skírteini›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 22/1/07 00:08

Er þetta enn einn þráðurinn þar sem hægt er að fá veitingar?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 22/1/07 00:08

Stelpið mælti:

‹Sest út í horn og spilar kotru›

‹spilar við Stelpið›
Þetta er mun gáfulegra.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 22/1/07 01:04

‹rifjar upp gamlan radíusþátt þar sem fjallað var um skáktöffaraklíkuna ógurlegu›

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 26/1/07 23:34

Kargur mælti:

‹rifjar upp gamlan radíusþátt þar sem fjallað var um skáktöffaraklíkuna ógurlegu›

Er þetta virkilega það gáfulegasta sem menn hafa að segja um skák á þessum bæ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Snabbi 26/1/07 23:39

Ég mæli með að við byrjum á alvöru skák. Einar tekur tilhlaup frá borðbrún og stekkur fram undir miðlínu.

Kjörorð: "If you try blue - You´ll bee out of q"". Snabbi er engum öðrum líkur og var var fyrsti sjálfkjörni blái ráðherrann í Baggalútíu. Ráðherra málefna úflytjenda.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 27/1/07 13:30

Iss, þessi klúbbur er fyrir amatöra. Ég gæti unnið ykkur öll með heimaskít.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/1/07 13:51

Hvernig? Með 'Jedi Mind Trick'?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: