— GESTAPÓ —
Þrjár óskir
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 6/1/07 03:12

‹Röltir niður á strönd þar sem hún finnur lampa og nuddar hann. Úr lampanum sprettur andi sem segist veita þrjár óskir.›

#1: Ég vil fá tennur sem haldast heilar og hvítar og skemmast aldrei.
#2: Ég vil fá þetta hús og allt inn í það.
#3: Ég vil fá 500.000 kr. á mánuði út langa ævi.

Svo er bara að vona að andinn sé ekki hrekkjóttur.

Nú má næsti...

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 6/1/07 03:15

1. heilbrigði...fyrir mig og mína
2.hamingju.... fyir okkur öll
3. sjettlód of monný.. fyrir okkur

ég hélt að það ætti bara að óska sér.... en auðvitað vill maður fá fyrir alla línuna.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 6/1/07 03:22

Heyrðu mig ! Þetta er húsið mitt „ Ég vil fá þetta hús og allt inn í það.“ En velkomin samt Tina.

1. Ég vil að barn mitt njóti lífsins og hæfileika sinna.
2. Ég vil að fólk hafi góðar minningar um mig
3. Ég vil að húsið mitt breytist í höll.

E.s. Kannski vil ég eitthvað allt annað á morgun.

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 6/1/07 03:45

Hvað meinarðu "þitt hús"?

‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 6/1/07 03:57

Já. Hvað ert þú að meina með því að taka laumumyndir af húsinu mínu og sýna það almenningi sem þitt draumahús? Ha?
Það er sko hreint ekkert til sölu. ‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

‹Jafnar sig› En þið eruð velkomin í heimsókn. Til að skoða draumahús Tinu ‹Fussar og frussar›

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 6/1/07 03:59

1. Hamingju og heilbrigði dóttur minnar.
2. Að ég hafi ávalt þak yfir höfuð og svelti ekki.
3. Ég myndi líka vilja halda heilsu og vinnu svo mér leiðist ekki.

Held ég þurfi ekkert annað...

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 6/1/07 04:07

1. Allt sem ég gæti hugsanlega viljað, þegar ég vil.
2. Réttlæti fyrir alla.
3. Að allir á þessum þræði fái það sem þeir óska sér.

‹Starir þegjandi út í loftið›

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 6/1/07 15:22

1. Hið týnda sverð Japanskeisara
2. Völd Máttarins svo ég geti legið í sófanum og náð í drasl í ísskápnum með hugarorkunni einni saman
3. Stjörnuspilli Svarthöfða ásamt áhöfn.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 7/1/07 16:24

1. Frið í alheimi ‹djöfuls eigingirni›
2. heilbrigði og lífshamingju handa öllum
3. Emiliönu Torrini vafða í plast

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Tina St.Sebastian mælti:

‹Röltir niður á strönd þar sem hún finnur lampa og nuddar hann. Úr lampanum sprettur andi sem segist veita þrjár óskir.›

#1: Ég vil fá tennur sem haldast heilar og hvítar og skemmast aldrei.
#2: Ég vil fá þetta hús og allt inn í það.
#3: Ég vil fá 500.000 kr. á mánuði út langa ævi.

Svo er bara að vona að andinn sé ekki hrekkjóttur.

Nú má næsti...

Þú ert aðeins of sein með húsið, en ég skal lána þér tjaldið mitt sem er búið að vera við hliðina á húsinu síðustu 6 mánuðina.

Ósk númer eitt, Það muni ávallt ríkja friður í alheiminum.
Ósk númer tvö, Það muni allir hafa húsaskjól og mat ofl.
Ósk númer þrjú, að ég geti alltaf haft kost á því að óska mér eina ósk eftir seinustu óskina mína, þannig að óskir mínar munu ávallt rætast sjálfri mér og öðrum til góðs.

Ég er laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangbest!!!!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gaz 8/1/07 02:10

Heimsfriður = útdauði mankyns..

Mínar óskir...

1. 10 miljónir Evrur.
2. Leyfa Fjölkvæni.
3. Gefa öllum manneskjum viljan og getuna að hugsa sjálfstætt.

"Staðreyndir hætta ekki að vera til ef þú hunsar þær." • -Aldous Huxley
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Gaz mælti:

Heimsfriður = útdauði mankyns..

Mínar óskir...

1. 10 miljónir Evrur.
2. Leyfa Fjölkvæni.
3. Gefa öllum manneskjum viljan og getuna að hugsa sjálfstætt.

Heimsfriður-útdauði mannkyns?

Það er alltaf gott að geta lifað við friðsæld. Slæmt að lifa við stríð og neikvæðni.
Fjölkvæmi - stríð og læti.

Ég er laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangbest!!!!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gaz 8/1/07 02:20

Græneygðogmyndarleg mælti:

Gaz mælti:

Heimsfriður = útdauði mankyns..

Mínar óskir...

1. 10 miljónir Evrur.
2. Leyfa Fjölkvæni.
3. Gefa öllum manneskjum viljan og getuna að hugsa sjálfstætt.

Heimsfriður-útdauði mannkyns?

Það er alltaf gott að geta lifað við friðsæld. Slæmt að lifa við stríð og neikvæðni.
Fjölkvæmi - stríð og læti.

Mannskepnan er í eðli sínu, eins og öll önnur dýr, eiginhagsmunaseggur. Að breyta því er eina leiðin til að manneskjan geti lifað í algerum friði. Vandamálið við það er að þegar manneskjan hættir að huga að sér sjálfri kemur sjálfsbjargarviðleitnin á endanum að hverfa og þannig kemur manneskjan hægt og rólega að deya út.

Útskýrðu núna hvernig fjölkvæni gefur af sér stríð og læti?

"Staðreyndir hætta ekki að vera til ef þú hunsar þær." • -Aldous Huxley
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 8/1/07 02:29

Hættið að þykjast eiga húsið mitt! Ég áða! Ég! Ég! Éééég!

Skilgreindu heimsfrið. Meinarðu bara engin stríð eða meinarðu engar þrætur almennt?

Fjölkvæni gæti orðið til þess að skapa ófrið, en eingöngu vegna þröngsýni einstaklinga. Ef óskin um sjálfstæða hugsun rættist, þyrfti ekki a leyfa fjölkvæni (og fjölveri) sérstaklega, því fólk gerði það sem því sýndist, í samræmi við samvisku hvers og eins, og því væru engin not fyrir kirkjur, ríkisstjórnir eða annað slíkt.

‹Býr sig undir árás›

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gaz 8/1/07 02:36

Tina St.Sebastian mælti:

Hættið að þykjast eiga húsið mitt! Ég áða! Ég! Ég! Éééég!

Skilgreindu heimsfrið. Meinarðu bara engin stríð eða meinarðu engar þrætur almennt?

Fjölkvæni gæti orðið til þess að skapa ófrið, en eingöngu vegna þröngsýni einstaklinga. Ef óskin um sjálfstæða hugsun rættist, þyrfti ekki a leyfa fjölkvæni (og fjölveri) sérstaklega, því fólk gerði það sem því sýndist, í samræmi við samvisku hvers og eins, og því væru engin not fyrir kirkjur, ríkisstjórnir eða annað slíkt.

‹Býr sig undir árás›

já en sko... ég vil vera viss um að það sé samt leyft... með hinni óskinni sko..
og sú þriðja myndi ábyggilega leiða til þess að það sé meiri almenn skynsemi og grunnleggjandi virðing fyrir öðrum manneskjum þar sem að fólk myndi skilja að það sé ekker í heiminum sem gefur þeim réttinn að halda því fram að "ég og bara ég hef rétt fyrir mér".. án þess að að minnsta kosti færa rök fyrir máli sínu.

"Staðreyndir hætta ekki að vera til ef þú hunsar þær." • -Aldous Huxley
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Gaz mælti:

Græneygðogmyndarleg mælti:

Gaz mælti:

Heimsfriður = útdauði mankyns..

Mínar óskir...

1. 10 miljónir Evrur.
2. Leyfa Fjölkvæni.
3. Gefa öllum manneskjum viljan og getuna að hugsa sjálfstætt.

Heimsfriður-útdauði mannkyns?

Það er alltaf gott að geta lifað við friðsæld. Slæmt að lifa við stríð og neikvæðni.
Fjölkvæmi - stríð og læti.

Mannskepnan er í eðli sínu, eins og öll önnur dýr, eiginhagsmunaseggur. Að breyta því er eina leiðin til að manneskjan geti lifað í algerum friði. Vandamálið við það er að þegar manneskjan hættir að huga að sér sjálfri kemur sjálfsbjargarviðleitnin á endanum að hverfa og þannig kemur manneskjan hægt og rólega að deya út.

Útskýrðu núna hvernig fjölkvæni gefur af sér stríð og læti?

Þar sem einn maður er með fleiri en eina konu. Ég geri ráð fyrir að þær vilja allar hafa manninn sem mest hjá sér og veiti sér og sínum sem mest af sér. Einn ríkasti lösturinn er afbrýðsemi.

Eiginhagsmunaseggir segir þú. Ég er ekki sammála þér. Það hefur sýnt sig að það er hægt að virkja samkendina og samheldnina svo framanlega sem engin er beittur óréttlæti eða ranglæti. Þetta ættir þú að vita. Sjálfsbjargarviðleitnin hverfur aldrei, hún breytist þegar aðrir þættir koma inn eins og ég er áður búin að nefna hér á undan. Keðjuverkun.

Ég er laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangbest!!!!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gaz 8/1/07 02:52

Græneygðogmyndarleg mælti:

Þar sem einn maður er með fleiri en eina konu. Ég geri ráð fyrir að þær vilja allar hafa manninn sem mest hjá sér og veiti sér og sínum sem mest af sér. Einn ríkasti lösturinn er afbrýðsemi.

Eiginhagsmunaseggir segir þú. Ég er ekki sammála þér. Það hefur sýnt sig að það er hægt að virkja samkendina og samheldnina svo framanlega sem engin er beittur óréttlæti eða ranglæti. Þetta ættir þú að vita. Sjálfsbjargarviðleitnin hverfur aldrei, hún breytist þegar aðrir þættir koma inn eins og ég er áður búin að nefna hér á undan. Keðjuverkun.

Fljót varstu að áhveða að þetta gilti bara einn mann með mörgum konum... ekki einhvern hóp af 3-4 blönduðum kynjun, sem virka æðislega vel saman. Afbrýðissemi er sjálfselska, sem er ríkjandi lösturinn í eiginhagsmunaseggjum.
Ef ég til dæmis gifti mig með manni og konu og við deilum öll þrjú sömu sæng er það líka fjölkvæni.

Málið er að það besta sem fólk gerir er einnig oft sjálfselskt. Það sem gerir það að verkum að hluturinn er gerður, er sú staðreynd að manni líður vel af því. Mér líður vel af því að sjá vini brosa, ef mér liði hvorki vel né illa af því þá myndi ég trúlegast aldrey reyna að loka fram bros á neinn máta.

"Staðreyndir hætta ekki að vera til ef þú hunsar þær." • -Aldous Huxley
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 8/1/07 02:59

Þegar einn karl er kvæntur tveimur eða fleiri konum, heitir það fjölkvæni.
Þegar kona er gift tveimur eða fleiri karlmönnum, heitir það fjölveri.

Annars var tilgangur þráðarins í upphafi sá að fólk gæti slengt fram sínum óskum, hvort sem er í gamni eður alvöru, en ekki að rífast.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: