— GESTAPÓ —
Alheimur 2.0
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 29/12/06 16:38

Og fá til baka þá?
Þetta er hægt í strætó í Bretlandi og reyndist vel á meðan ég bjó þar... skrítið að bus.is hafi ekki tekið upp þetta kerfi.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 29/12/06 16:40

Nei, Ívar neitar að gefa til baka. Allt umfram fargjald mun heita „frjáls framlög til reksturs almenningsvagnakerfisins“ og verður vel þegið.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 20/1/07 16:07

En það er svo gaman að vera úti í miklu frosti og blankalogni. Maður fær bara ekki fallegra veður. Svona tíu dagar á ári myndi fullnæja þessari þörf.

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
J. Stalín 20/1/07 19:07

Ek legg til að í alheimi 2.0 verði Bandaríkin sprengd í loft upp og bútarnir sameinist Rússlandi. Þá þurfum vér aldrei að hafa meiri áhyggjur af „******* ríkisstjórninni“!

Joð Stalín lávarður | Aðalritari Baggalútíu | Lávarður af Papúa Nýju-Gíneu | Nýkrýndur sjeik af Túrkmenistan | Einræðisherra Japans | Einkaþjónn Dulu | Stórmeistari musterisriddarareglu Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
rúnin 26/1/07 15:07

Líst vel á þetta en verð samt að mótmæla 1. lið, finnst afskaplega huggulegt að hafa snjó.

Svo legg ég til að sólarhringurinn verði lengdur í 36 tíma, það væri mjög nytsamlegt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Fleiri flassara.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 23/5/07 12:07

Ég legg til að í Alheimi 2.0 verði a.m.k. einn hátíðisdagur á ári þar sem jörðin muni breyta þyngdarafli sínu í þyngdarafl tunglsins. Hægt verði að leigja sér vængi og fljúga um vegna léttleika almennings, hægt að slá heimsmet í hástökki, stangarstökki, kringlukasti ofl.

Einnig hef ég þá tillögu að í Reykjavík (eða bara í öllum bæjum í heiminum) verði einn ferkílómetri þar sem enginn núningur finnst. Það býður upp á ýmsa möguleika við sleðaferðir(sleðar yrðu reyndar óþarfir, en jæja), þótt það yrði kannski erfitt að halda buxunum uppi.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 23/5/07 12:14

Notar bara axlabönd.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 23/5/07 12:15

Varðandi tillöguna um einn dag á ári með aðdráttarafl á við tunglið væri auðvitað betra ef hver og einn gæti einfaldlega ráðið aðdráttaraflinu í sínu nánasta umhverfi og breytt því að vild. Jafnframt þyrfti það ekki endilega að vera það sama og aðdráttaraflið hjá öðrum nærstöddum, jafnvel þó um mikla nánd væri að ræða ‹Ljómar upp›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 23/5/07 12:18

hvurslags mælti:

Ég legg til að í Alheimi 2.0 verði a.m.k. einn hátíðisdagur á ári þar sem jörðin muni breyta þyngdarafli sínu í þyngdarafl tunglsins. Hægt verði að leigja sér vængi og fljúga um vegna léttleika almennings, hægt að slá heimsmet í hástökki, stangarstökki, kringlukasti ofl.

Einnig hef ég þá tillögu að í Reykjavík (eða bara í öllum bæjum í heiminum) verði einn ferkílómetri þar sem enginn núningur finnst. Það býður upp á ýmsa möguleika við sleðaferðir(sleðar yrðu reyndar óþarfir, en jæja), þótt það yrði kannski erfitt að halda buxunum uppi.

Gamla "góða" orðið ,sjálfrennireið, myndi þá öðlast nýtt líf, jafnvel mörg!

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Færri únglínga.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 11/2/08 13:53

Útvarpsstjóri mælti:

Notar bara axlabönd.

Það gæti reyndar líka verið erfitt, þar sem núningsleysið gerði það að verkum að þau rynnu strax af.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 11/2/08 13:59

hvurslags mælti:

Útvarpsstjóri mælti:

Notar bara axlabönd.

Það gæti reyndar líka verið erfitt, þar sem núningsleysið gerði það að verkum að þau rynnu strax af.

Er þá ekki ráðið að vera bara í samfestingum, ef maður vill endilega vera í fötum?

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 11/2/08 14:08

Það er einmitt vandamálið, það eina sem gæti hugsanlega haldið fólki í fötum væru kraftgallar. Einnig er líklegt að mörgum yrði brátt í brók þar sem alls kyns úrgangur ætti auðveldara með að komast leiðar sinnar.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 11/2/08 14:20

Það eru nú til fleiri tegundir samfestinga en kraftgallar.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 11/2/08 17:51

Til að mynda svona nærhald sem að þekkt er úr villta vesturs myndum, með svona lúgu aftaná.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
        1, 2
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: