— GESTAPÓ —
Alheimur 2.0
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 28/12/06 18:41

Hér var í den, þráður sem hét eitthvað í líkingu við "Breytingar á næstu útgáfu alheimsins".
Nú hef ég saknað þessa þráðar í talsverðann tíma og ákvað því að stofna nýjann þráð með tillögum að breytingum á alheiminum.

Það sem ég vil sjá í Alheimur 2.0 er að:
1. Ekki skal snjóa fyrir neðan 200 m.y.s. nema í desember.
2. Vindhraði á landi skal ekki ná nema 16 m/s.
3. Ekki skal vera rok ef fyrir er hríð eða rigning.
4. Ekki skal rigna ef hitastig er fyrir neðan 15° c.
5. Á Gamlársdag, 17. júní, Jónsmessunótt, Sumarsólstöðum, Vetrarsólstöðum, Menningarnótt, Aðfangadag og Jóladag skal ætíð vera logn og heiðskýrt, snjóföl má þó vera í desember (sbr. lið 1.)
6. Frá 1. maí - 1. október ár hvert má hiti á Íslandi ekki fara niður fyrir 10° c, frá 1. júní - 1. september ekki niður fyrir 15° c og 1. júlí - 1. ágúst væri æskilegt að hiti færi ekki niður fyrir 22° c á Íslandi (hitatölur eru miðaðar við hádegi (12.00).

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 28/12/06 18:51

Þetta líst mér vel á! ‹Ljómar upp›

Í næstu útgáfu mætti bæta við landbrú á milli Íslands og meginlandsins. Auk þess mætti stilla norðurljósin á hæsta styrk um áramót, til að sporna við ofnotkun á flugeldum, en þá þyrfti auðvitað að vera heiðskírt líka.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
J. Stalín 28/12/06 19:04

Tina St.Sebastian mælti:

Þetta líst mér vel á! ‹Ljómar upp›

Í næstu útgáfu mætti bæta við landbrú á milli Íslands og meginlandsins. Auk þess mætti stilla norðurljósin á hæsta styrk um áramót, til að sporna við ofnotkun á flugeldum, en þá þyrfti auðvitað að vera heiðskírt líka.

Ójá! Heiðskírt á gamlárskvöld, helst bara alltaf heiðskírt!

Joð Stalín lávarður | Aðalritari Baggalútíu | Lávarður af Papúa Nýju-Gíneu | Nýkrýndur sjeik af Túrkmenistan | Einræðisherra Japans | Einkaþjónn Dulu | Stórmeistari musterisriddarareglu Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 28/12/06 19:09

Nei, ekki þegar er 20 stiga hiti og lóðrétt rigning. Það er æðislegt.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 28/12/06 19:22

Össs.... þetta er kol rangt.

Frá vetrardegi fyrsta að viðbættum allt að 30 dögum má vera allt að 50 cm snjór í byggð til sumardagsins fyrsta að frádregnum allt að 30 dögum.

Allt annað er kjafæði. ‹Setur í lága drifið og hleypir úr.›

Hefur annars nokkur séð þrúgurnar mínar?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 28/12/06 20:05

Nornin mælti:

3. Ekki skal vera rok ef fyrir er hríð eða rigning.

Veit ekki, mér finnst einhvern vegin að það sé alltaf rok ef það er hríð, annars er bara snjókoma (hundslappadrífa jafnvel, og það er ekkert leiðinlegt).

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 29/12/06 01:05

Flott!
Þarfagreinir getur e.t.v. annast kóðun nýja alheimsins. Ég skal síðan sjá um að dreyfa honum.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrítið 29/12/06 09:59

Ég legg að árin verði lengd um 356 dag en fjórða hvert verði lengt um einn dag þar að auki.

Góðar stundir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 29/12/06 14:22

Væri hægt að uppfæra einning Mannkyn í útgáfu 0,8

Vantar þann fídus að ef mannvera verður eldri en 60 ára, þá deyji hún sjálfkrafa ef hún er að versla og ætlar að borga vörurnar með klinki...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 29/12/06 14:26

Ég held það væri nær að í næstu útgáfu verði tryggt að fólk yfir sextugu sé það vel stætt að það þurfi ekki að telja klink til að borga fyrir nauðsynjar...
‹Starir þegjandi út í loftið›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/12/06 14:37

Ýmislegt má endurbæta og söknum vjer gamla þráðarins. Vjer getum nefnt nokkur atriði af handahófi:

(1) Tímaferðalög verði aðveldari. Nú er afar flókið að smíða tímavjel nema hún sje þeim mun orkufrekari. Einu tímavjelarnar sem auðvelt er að smíða eru alltof fyrirferðarmiklar auk þess sem þær krefjast meiri orku en sólin gefur frá sjer á 10 milljörðum ára. Það finnst oss þónokkur galli.

(2) Hægt verði að velja um hvort sama fjarlægð sje milli sjerhverra tveggja punkta í alheiminum eður ei, þ.e. hægt sje að hafa það stundum svoleiðis og stundum eins og nú er (mismunandi fjarlægð). Sje fjarlægðin sú sama þarf að vera hægt að ráða hver hún er.

(3) Ljóshraða sje hægt að breyta, þó innan hæfilegra marka, og hægt verði að ráða hve mikið hægist á tímanum er hraði nálgast ljóshraða.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 29/12/06 16:19

Hexia de Trix mælti:

Ég held það væri nær að í næstu útgáfu verði tryggt að fólk yfir sextugu sé það vel stætt að það þurfi ekki að telja klink til að borga fyrir nauðsynjar...
‹Starir þegjandi út í loftið›

Held það skipti engu máli... þótt gamlar konur væru forríkar með milljarð á mánuði... sumar þeirra hefðu það samt að áhugamáli að láta starfsfólk verslanna telja smáaura...

(en hey, þetta er náttúrulega alhæfing og rugl í mér... alls ekki taka það sem svo að mér sé eitthvbað ílla við eldri borgara... eða nokkra aðra manneskju hér á Jörð 1,02b)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 29/12/06 16:27

Grágrímur Þorskasleikir mælti:

Hexia de Trix mælti:

Ég held það væri nær að í næstu útgáfu verði tryggt að fólk yfir sextugu sé það vel stætt að það þurfi ekki að telja klink til að borga fyrir nauðsynjar...
‹Starir þegjandi út í loftið›

Held það skipti engu máli... þótt gamlar konur væru forríkar með milljarð á mánuði... sumar þeirra hefðu það samt að áhugamáli að láta starfsfólk verslanna telja smáaura...

(en hey, þetta er náttúrulega alhæfing og rugl í mér... alls ekki taka það sem svo að mér sé eitthvbað ílla við eldri borgara... eða nokkra aðra manneskju hér á Jörð 1,02b)

Sem fyrrum starfsmaður verzlunar get ég staðfest þetta. Á mínum gamla vinnustað þurfti ég að kljást við tvær gamlar konur sem ég veit að eru alls ekki illa stæðar fjárhagslega, en borguðu samt allt með klinki.
Kannske lausnin sé að sleppa bara klinkinu...

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 29/12/06 16:28

Ég hef nú sjálf gerst sek um það að mæta í verslun með fullan poka af krónum og slíku klinki. Þetta var einhverntímann á mínum blönkustu árum, gott ef ekki var þegar Ívar greyið var atvinnulaus í hið fyrra skipti. Þá voru tveir dagar í mánaðamót og ekkert, segi og skrifa EKKERT til ætt í kotinu. Við Ívar hefðum vafalaust getað lifað af á vatninu einu saman, en börnin ekki. Við mikla leit fannst krukka full af klinki og ég fór með þennan fjársjóð í næstu lágvöruverðsverslun og keypti mat handa ungunum.

Það sem ég er að reyna að segja er það að fæstir - þar með talið gamla fólkið - notar klink til að borga fyrir vörur, nema í ítrustu neyð. (Ef frá er talið þegar fólk er að borga upphæð sem er undir fimmhundruð krónum.)

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 29/12/06 16:30

Ég hef reyndar lúmskt gaman af því að borga með klinki, en það er nú bara af því að ég er illa innrætt.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/12/06 16:31

Ein möguleg lausn á þessu vandamáli er að peningar verði ekki til í Alheimi 2.0.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 29/12/06 16:33

Ég held að vandamálið liggi ekki hjá þeim gömlu, heldur okkur unga fólkinu.
Við álítum oft að klink sé ekki peningar og því óþarfi að nota það nema í neyð.

Ég vinn við verslunarstörf með skólanum og mér finnst ekkert að því þegar gamla fólkið kemur með fulla buddu og lætur mig týna upp úr henni fyrir sig (verra er þó þegar þau telja sjálf... það er svo tímafrekt og stöðvar aðra afgreiðslu á meðan).

Við verðum að sýna þeim eldri smá virðingu... jafnvel þó þau borgi með klinki.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 29/12/06 16:35

Ívar var að segja mér að í Alheimi 2.0 verði klink gert útlægt með öllu úr strætisvögnum. Reynsla hans af klinki í strætisvögnum er sú að fólk eyddi óratíma í það að kafa í vasana, tína til smotteríisklinkið og jafnvel telja það í baukinn, yfirleitt of lítið, og fór svo að afsaka sig með að það hefði verið með allt fargjaldið í vasanum. Í Alheimi 2.0 borga menn með seðli í strætó, eigi menn ekki réttan seðil skulu menn borga með næstu stærð fyrir ofan.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: