— GESTAPÓ —
Hið árlega skaup líðandi árs.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 1/1/07 17:38

Ég held að margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því hvað þetta með Plútó snerist allt um á sínum tíma og hugsi sem svo að með einu pennastriki hafi Plútó horfið af sporbaug sínum og muni aldregi sjást aftur.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 1/1/07 17:39

Auðvitað var margt í þessu skaupi ófyndið og hálf misheppnað en ég er reiðubúinn til þess að horfa fram hjá því vegna þess að þarna var nóg af fyndnum atriðum inn á milli.

Blástakkur Lávarður • Fólskumálaráðherra • Formaður Félags Illmenna og Hrotta • Samhæfingarstjóri hinna keisaralegu aftökusveita • Krjúpið fyrir Blástakk!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 1/1/07 17:53

Þetta var alveg þolanlegt skaup. Ég hló að nokkrum atriðum, en var alveg með pókerandlit við önnur. Ég ætla að sjá það aftur þegar það verður endursýnt.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 1/1/07 20:33

Þetta skaup var öskrandi snilld! Ég hló mig máttlausan. Byrjunin setti mig alveg í gírinn, já og allt áfengið í blóðinu á mér.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég tók skaupið upp. Kannski ég helli mig fullan og horfi aftur á það, þá skil ég kannski brandarana.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 1/1/07 23:54

Ég hló viðstöðulaust í klukkutíma en það var tíminn sem það tók mig að klára af kútnum, já það var hlátursgas á honum.
Ég hló svo mikið að ég missti af skaupinu´.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 1/1/07 23:57

Þetta var gott skaup, þeir sem ekki kunna að meta það fullir eða ófullir hafa bara lélegan húmor og ættu að sleppa því að horfa á skaupið.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 2/1/07 01:33

Fullyrðingar um hvað er góður húmor og lélegur eiga ekki að eiga sér stað. Minn húmor er öðruvísi en þinn og tel ég minn húmor góðan. Þú telur þinn húmor góðan.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 2/1/07 01:34

Ívar Sívertsen mælti:

Fullyrðingar um hvað er góður húmor og lélegur eiga ekki að eiga sér stað. Minn húmor er öðruvísi en þinn og tel ég minn húmor góðan. Þú telur þinn húmor góðan.

Nei nei... þetta er alveg kolröng skoðun. ‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Annars vorun nú nokkur atriði alveg ágæt....

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 2/1/07 01:46

já ágætt alveg......man samt ekki nema vitlaus atriði‹flissar›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/1/07 03:55

Algjör snilld... út í gegn... var ég fullur, hvað haldið þið?

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 2/1/07 08:01

En ekki hvað.‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 2/1/07 10:14

Ég ítreka, MÉR fannst skaupið leiðinlegt... Ég var nánast edrú og í góðu skapi. Ég var ekki í eins góðu skapi eftir skaupið.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 2/1/07 10:19

The Shrike mælti:

Ég efast um að ritstjórn Baggalúts hefði skrifað svo lélegan texta eins og mikið af þessu var; né fallið í „gamla endurnýtta brandara“. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Væri ekki bara best að fá ritstjórn til að gera næsta Skaup?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 2/1/07 10:55

Þarfagreinir mælti:

The Shrike mælti:

Ég efast um að ritstjórn Baggalúts hefði skrifað svo lélegan texta eins og mikið af þessu var; né fallið í „gamla endurnýtta brandara“. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Væri ekki bara best að fá ritstjórn til að gera næsta Skaup?

Heyr, heyr. Nú, eða næstbesta kostinn, Davíð Þór! ‹Ljómar upp›

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
J. Stalín 2/1/07 13:09

Að mínu mati GREAT! (já, enskusletta, lesist með mikilli áherslu á R-ið) Skaup. Fattaði ekki fyrst að þegar hundurinn sprakk var það út af Plútó. Hló mig máttlausan, hélt að þetta væri bara einhver steik út í loftið. Hætti svo að hlæja þegar ek komst svo að því að þetta snerist um Plútó.
Einnig viðurkennni ek að ek hló mikið að aulabrandaranum í upphafi, „Áttu nokkuð ólífur? Ha, Ólífur Ragnar Grímsson?“
"Hlutlausa" hasarmyndin um Baugsmálið var þó í uppáhaldi hjá mér. Hef ekki séð svo fyndið atriði í Skaupinu í langan tíma.
Einnig fannst mér nauðsynlegt að þeir myndu gera grín að Orkuveituauglýsingunni. Varð feginn þegar þau gerðu það. Hvað var annars málið með upphaflegu auglýsinguna? Til hvers að auglýsa Orkuveituna? Viðskiptin voru ekki að koma til með að breytast. Svo var þetta hræðilega léleg auglýsing, ótrúlega dýr og löng.

Handritshöfundarnir, Hugleikur og Þorsteinn Guðmundsson stóðu fyrir sínu. Gott Skaup.

Joð Stalín lávarður | Aðalritari Baggalútíu | Lávarður af Papúa Nýju-Gíneu | Nýkrýndur sjeik af Túrkmenistan | Einræðisherra Japans | Einkaþjónn Dulu | Stórmeistari musterisriddarareglu Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 2/1/07 13:12

J. Stalín mælti:

Til hvers að auglýsa Orkuveituna? Viðskiptin voru ekki að koma til með að breytast. Svo var þetta hræðilega léleg auglýsing, ótrúlega dýr og löng.

Mikið er ég sammála þessu. Umrædd Orkuveituauglýsing er ein mesta sóun á almannafé sem um getur í síðari tíð.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Eg gjörsamlega sammála öllum hér á þræðinum um hvert einasta orð og Krossgata þú getur Séð skaupið hvenær sem er eins oft og þú vilt næstu vikurnar á netinu

        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: