— GESTAPÓ —
Uppáhalds plata
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
J. Stalín 22/12/06 22:53

Langar að koma af stað umræðu um uppáhalds plötur hvers og eins, og er frjálst hvort einungis er sagt nafnið á plötunni eða hvort lítilsháttar gagnrýni fylgir með.

Að mínu mati er The Wall með Pink Floyd besta plata allra tíma. Inniheldur marga kunna slagara eins og Another brick in the wall part 2, betur þekkt sem "We don't need no education". Annars mjög góð plata með gömlum snillingum.

Joð Stalín lávarður | Aðalritari Baggalútíu | Lávarður af Papúa Nýju-Gíneu | Nýkrýndur sjeik af Túrkmenistan | Einræðisherra Japans | Einkaþjónn Dulu | Stórmeistari musterisriddarareglu Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 23/12/06 03:33

Abbeyroad

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
J. Stalín 23/12/06 11:06

Hm? Meinarðu Abbey Road með Bítlunum?

Joð Stalín lávarður | Aðalritari Baggalútíu | Lávarður af Papúa Nýju-Gíneu | Nýkrýndur sjeik af Túrkmenistan | Einræðisherra Japans | Einkaþjónn Dulu | Stórmeistari musterisriddarareglu Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 23/12/06 11:10

Foxtrot með Genesis. er mín uppáhalds plata.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 23/12/06 11:56

Ef ég væri neyddur til að nefna einhverja eina plötu, þá myndi ég nefna plötu Tom Waits, Nighthawks at the Diner. Hún er alla vega gríðarleg snilld.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 23/12/06 19:33

Ég verð að nefna öllu nýrri plötu en fyrirrennarar mínir. Funeral með Arcade Fire stefnir nefnilega í það að verða tímalaus snilld, þótt hún sé bara árs gömul eða eitthvað er þetta bara einhver besta plata sem ég hef hlustað á. Þetta er sú plata (eða geisladiskur reyndar) sem hefur verið í hvað stöðugastri hlustun, það tók reyndar smá tíma að venjast plötunni en hún virðist ætla að standast tímann tönn annað en aðrar hljómsveitir sem taka sér stutt nauðgunarhlustunartímabil. Hún er í það minnsta efst í playcount.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 25/12/06 00:04

Dark Side of the Moon skipar sérstakan sess í mínu lífi.

Bjartsýnismanni verður ekki komið skemmtilega á óvart.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 25/12/06 00:24

Ég verð að nefna The number of the beast með Iron Maiden. Massíf rokkskífa sem hægt er að spila aftur og aftur.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 25/12/06 00:43

Fyrst Nermal er að nefna Iron Maiden á nafn á annað borð, þá finn ég mig knúinn til að nefna að mér finnast plöturnar Iron Maiden og Killes ÆÐI, hjá mér koma þær á undan Number Of The Beast sem er þó frábær plata.

Nú er ég alvarlega að spá í að setja aðra hvora þeiira á fóninn (líklega Killers, kanski hina strax á eftir) og koma mér í almennilegt jólaskap.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kondensatorinn 25/12/06 01:28

Eins og er mun það vera Dark side of the moon en eitthvað rámar mig í foxtrot.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 25/12/06 05:19

Rain Dogs með Tom Waits...

ókey reyndar líka Black Rider, Bone Machine, Mule Variations, Blood Money og Small Change með honum... en í dag... Rain Dogs

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gaz 25/12/06 13:12

Frustration Plantation með Rasputina.
eða
The Beast with Two Backs með Inkubus Sukkubus

"Staðreyndir hætta ekki að vera til ef þú hunsar þær." • -Aldous Huxley
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 25/12/06 15:20

Ég verð víst að vera sammála Nermalingnum, Number of the beast er líka uppáhaldsplatan mín.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 25/12/06 22:48

Ég á afskaplega erfitt með að gera upp á milli Dark Side of the Moon og The Wall.
Ég held samt að sem heildarupplifun hafi The Wall vinninginn en ég myndi benda byrjendum í Pink Floyd fræðum á að hlusta á Dark Side þar sem mér finnst hún eilítið aðgengilegri.

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 25/12/06 22:51

‹Veltir fyrir sjer hvort ástæða sje að verða til að leita leiða til að fela þennan þráð fyrir ritstjórn›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 25/12/06 22:51

Ég tek reyndar„ Whis you were here“ fram yfir þær báðar. svona getur smekkur manna verið misjafn.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 25/12/06 23:02

Iron Maiden já ...

Ég er sammála því að Iron Maiden og Killers innihalda stórgóð lög - The Phantom of the Opera er til dæmis organdi snilld sem ég fæ seint leið á. The Number of the Beast er ekki nógu þétt að mínu mati. Hún fær þó fimmtíu prik í kladdann fyrir það að hún endar á Hallowed Be Thy Name, sem er besta metalballaða sem samin hefur verið.

Powerslave þykir mér síðan sú plata með Maiden sem mest er á af góðum lögum í heildina.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/12/06 23:10

"Dagur Rauða Nefsins" er ein jafnþéttasta hljómskífa sem nokkurn tímann hefur verið gefin út.

Þegar "Jól og blíða" verður endurútgefin, þá ætti að sameina þessar plötur.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: