— GESTAPÓ —
EMBLA - endurreist.
» Gestapó   » Baggalútía
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 6/12/06 18:11

Ég finn hvergi þráðinn um samtök eldri borgara hér, en það var eini tilgangur minn hér inn að þessu sinni að hlusta á fréttirnar á RÚV. Maður verður víst að endurreisa þessi samtök. ‹Blaðar í gömlum fundargerðum og finnur reglur og fundargerðir frá því í vor í handskrifuðum handritum›

Hér hafa verið stofnuð samtökin Eldri og Miðaldra Borgarar Lútsins og Aldraðir (EMBLA).
Þá má fólk sem er gamalt í anda vera með o sei sei já.

Félagsmenn:

-Sæmi Fróði - öldungur
-Offari - miðaldra
-B. Ewing - nálgast miðaldurinn
-Vladimir Fuckov - fjölbreytilegur aldur sökum tímaferðalaga
-Günther Zimmermann - öldungur
-Lærði-Geöff - gamall í anda
-Aulinn - ung en eldgömul sál
-Goggurinn - enginn krakki þar á ferð
-Salka - lífsreynd og þroskuð
-Hvæsidillumeistarinn - nógu gamall til að gleyma
-albin - gamall sem á grönum má sjá
-Dr. Zoidberg - aldrað krabbadýr
-Herbjörn Hafralóns - öldungur með meiru
-Wiglihi - hlýtur að vera gamall, er alltaf á þessum þræði
-Jarmi - lúnkinn við að tálga
-Skabbi skrumari - gamall jálkur
-Skari - gamall stríðsfákur
-Dularfullur maður - dularfullur maður
-Fergesji - gamall í anda
-krossgata - miðaldra
-Húmbaba - gleyminn og kalkaður
-Regína - heiðursmaddama félagsins
-Rattati - áhugamaður um þvagleggi og hlandkoppa
-Ívar - hrukkóttur og virðulegur
-J. Stalín - gamall sem á grönum má sjá

Reglur um fundi félagsins EMBLA.
1. Hlé verður gert á fundum á 5 mínútna fresti, vegna misjafns ástands þvagblaðra félagsmanna.
2. Hlé verður gert á fundum á 30 mínútna fresti vegna tíðra blunda félagsmanna.
3. Bannað er að opna fyrir viðtækið á fundum.
4. Félagið skuli koma sér upp heimilishjálparþjónustu fyrir félagsmenn.
5. Á fundum skuli ávallt vera fótanuddkona.

Inngönguskilyrði:
Aldraðir, eldri og miðaldra borgarar, í anda jafnt sem í árafjölda, hvort heldur um sé að ræða unga eða yngri eldri borgara, sem og þeir sem eldri eru og ungir í anda og árum.
Ef hámarksaldurinn fellur innan þess síbreytilega ramma og skilyrða sem er innan ansi teygjanlegra hugtaka, þá eru menn velkomnir í þessi samtök

Baráttumál og markmið:

Tímaferðalög til betri tíma fyrir meðlimi EMBLA, þægileg sæti í tímavél.
Stærra letur á gestapó (eða gleraugnastyrkir).
Kóbaltmixtúrur og smyrsli fyrir meðlimi.
Heyrnartæki með elipton styrktum magnara í öll eyru
Heimilishjálp og fótanudd fyrir alla meðlimi (fótanuddskonan færi sig upp á skaftið)
Þvagleggir fyrir alla sem vilja, koppar fyrir hina

Aðbúnaður:

Rólegheitaherbergi fullt af ruggustólum og eitt stórt langbylgjuútvarp sem spilar eingöngu gömlu gufuna.

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 6/12/06 18:12

‹Sest upp í sófa og byrjar að hlusta á fréttirnar á RÚV, steinsofnar›

Skall þar hurð nærri hælum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 6/12/06 18:14

‹Fiktar í tækinu með tilheyrandi skruðningum› Fæst enginn til að gera við þetta skrapatól eiginlega? ‹Staulast að næsta ruggustól með hnappinn af tækinu í höndinni›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 6/12/06 18:16

Vér gætum vel hugsað oss að skrá oss í félag þetta, enda erum vér gamlir í anda svo sem sjá má.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 6/12/06 18:39

Miðaldra... meðalaldur deilt með tveimur? Þá myndi ég teljast miðaldra býst ég við. Þarna eru göfug markmið vel þess virði að hafa að leiðarljósi.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 6/12/06 18:41

Hæ Sæmundur velkominn aftur.

Næturdrottning á vinstri væng Teningahallarinnar leggur til að (gulu) grænu aparnir verði límdir upp á fremstu síðu. - Alveg prýðileg Baggalýta, af lýti að vera -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 6/12/06 18:54

‹Rífur takkann úr gigtarhrjáðum höndum Bjúgvængs og lagar tækið ›

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/12/06 19:00

Velkominn Sæmi gaman að sjá þig aftur hvar hefurðu alið manninn?

KauBfélagsstjórinn.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 6/12/06 20:55

‹Talar einsog sigfinnur gamli í spaugstofunni›

Jaaaáááhhhm!

‹Botnar útvarpsleikritið á gufunni›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

PABBI!!!!!!!!!!!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/12/06 21:10

RÚV! Glæsilegt... ‹Fær sér kaffi og Sæmund á sparibuxunum.›

To live outside the law, you must be honest.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 6/12/06 21:18

‹Fær sér kaffi og laumar kandís í munninn›

Svona hættið þessum látum, sumir eru að hlusta á leikritið !

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 6/12/06 21:45

Þetta lýst mér vel á. Gömlu góðu handritin vel geymd.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 6/12/06 21:46

‹Sest niður með kaffi og suðusúkkulaði og bíður eftir veðurfregnum frá Veðurstofunni›

Velkominn aftur, Sæmi.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 6/12/06 21:47

Á að taka veðrið?
‹Áhugasöm›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 6/12/06 21:48

Já, maður verður að vita hvort gefur á sjó á morgun.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 6/12/06 21:51

Flatbrauð með hangiketi? ‹Kemur með smurt›
Það hefur tíðkast á mínu heimili um áraraðir að taka veðrið.
‹Sýpur á rjúkandi kaffi›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 6/12/06 22:01

Jú takk, ég þigg gjarnan flatbrauð með hangiketi. Er ekki örugglega væn klípa af sméri undir?

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
» Gestapó   » Baggalútía   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: