— GESTAPÓ —
Baggapó komið á vefinn.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hljómsveitin Kóbalt 24/11/06 12:07

Góðir Gestapóar og aðrir flækingsrefir hér á þessum vettvangi. Nú skal opinbera það ágæta lag sem hefur verið í vinnslu undanfarið og saga þess sögð lítillega.
Þetta hófst með því að nokkrir aðilar blésu til árshátíðar þar sem sýnt var að ritstjórn Baggalúts hafði meira en nóg á sinni könnu og mundi því ekki halda árshátíð þetta árið. Ákveðið var að setja saman einhverja litla og ræfilslega hljómsveit til að spila á staðnum, einn félaginn samdi brag mikinn um nokkra Gestapóa og var síðan sest niður og samið tónverk í kringum textasmíð þessa. Náðist aðeins að æfa verkið einu sinni með 2/3 hluta hljómsveitarmeðlima í um það bil einn og hálfan tíma fyrir árshátíð, en það hafðist með ýmsum tilbrigðum að koma þessu sómasamlega til skila. Í framhaldinu var síðan ákveðið að hljóðrita lagið og gefa út vefnum fólki til skemmtunnar og ánægju og átti ekki að vanda neitt voðalega til verksins. Þó varð það úr að farið var einn dag í hljóðver og laginu hraunað inn ásamt undirspili aukahljóðfæra sem eigi finnast í hljómsveitinni og varð útkoman á þessu tónverki því all miklu vígalegri og meiri en áður hafði verið ráð fyrir gert.
Við hins vegar í hljómsveitinni Kóbalt vonum að þessi fíflagangur okkar verði ykkur sem á það hlustið til ánægju og gleði en þó helst að þið hafið gaman af uppátækinu. Við höfðum það svo sannarlega.

Sérstakar þakkir til okkar sjálfra, Ívars, Önnu pönnu og Galdra fyrir að þola hvert annað.
Hljóðverið Brak í Borgarnesi og eigandi þess, Hálfdán Haraldsson fá þó sérstakar þakkir fyrir þá óeigingjörnu vinnu sem lögð var í þetta verk. Einnig fær tónlistarfólkið Hrafnkell Daníelsson, Hallur Guðmundsson og Anna Björg Kristinsdóttir bestu þakkir fyrir alla aðstoðina.

Niðurhala laginu

Og hér er svo textinn svo allir geti sungið með!

Kvæði:

Til forna voru félagar að jarma
Fannskers-Númi, Berti, Myglar, Spesi,
Kaktuz og Enter kaffið drukku varma,
kasúldinn þeim þótti alnets pési.
Vissu þeir að varla skyldi harma,
vöntun kjarks og skorts’á sannleiksfési,
sáu þeir í fjarska bjartan bjarma,
Baggalútur skyldi sjást á nesi.

Þeir sögðu „karlar núna kaffið sötrum,
í karpi alnetsins vart við lengur nötrum“

Sýnum fólki sannleika,
sómaskjöldinn Baggalút,
Gestapóa geðveika,
glösin bláu, drykkin blút,
fyllibyttu fárveika,
flösku drekkum - Skál af stút.
fyllibyttu fárveikaaaaaaaaaaaaaaaaaaa,
flösku drekkum - Skál af stút.

Reis hann hár úr rústum alnets stillu,
rismikill og fögnuður var mikill,
falsmiðla og aðra fréttakvillu,
flettu ofanaf og kominn lykill
Baggalútur berst við málsins villu,
bjartir tímar, fannst loks sannleiks stikill,
þeir glasið lögð’á Gestapóa syllu,
gerðist stór og flókinn þráðahnykill.

Við skoðum þar félagsrit og sötrum
í fegurð og gleði kannske dáldið nötrum.

Sýnum fólki sannleika,
sómaskjöldinn Baggalút,
Gestapóa geðveika,
glösin bláu, drykkin blút,
fyllibyttu fárveika,
flösku drekkum - Skál af stút.
fyllibyttu fárveikaaaaaaaaaaaaaaaaaaa,
flösku drekkum - Skál af stút.

Færeyinga finnur Dúdd’á hlaupum,
frá Vlad og Hakuchi kóbaltsvélum
Vímusi og Vamban oft með staupum,
varla rendur Tigru burtu stelum.
Ívari með oft í glettni skaupum,
Offara þá viðbóts-sjálfin felum,
með Útvarpstjóra yfir lombert raupum,
Upprifin finnst oft í vísnahvelum.

Á laumuþræði Ákvíti sötrum,
í eymd og þynnku varla lengur nötrum.

Sýnum fólki sannleika,
sómaskjöldinn Baggalút,
Gestapóa geðveika,
glösin bláu, drykkin blút,
fyllibyttu fárveika,
flösku drekkum - Skál af stút.
fyllibyttu fárveikaaaaaaaaaaaaaaaaaaa,
flösku drekkum - Skál af stút.

Þarfagreinir greinir Önnu vanda,
Galdri hellir blút, við Hvæsa skálar,
Sundlaugur á sundi meðal Anda
sést oft B(é).Ewing í spámannsmálum
Hexía vill hellings kakó blanda
Húmba með og Tinu bolla kálum
Heiðglyrnir og Herbjörn keikir standa
hlewagastiR blandast mörgum sálum.

Á Kaffi Blút við kakó eflaust sötrum.
í kulda og þynnku ei lengur nötrum,

Sýnum fólki sannleika,
sómaskjöldinn Baggalút,
Gestapóa geðveika,
glösin bláu, drykkin blút,
fyllibyttu fárveika,
flösku drekkum - Skál af stút.
fyllibyttu fárveikaaaaaaaaaaaaaaaaaaa,
flösku drekkum - Skál af stút.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 24/11/06 12:17

Frábært‹Ljómar upp›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 24/11/06 12:28

Yndislegt lag, þó ég sé hér að heyra það í að minnsta kosti tíunda skipti. Maður fær bara ekki leið á þessari kómísku snilld.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 24/11/06 12:51

Af hverju get ég ekki niðurhalað þessu lagi‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 24/11/06 12:52

Hmm?
Hvaða meldingu færðu?

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 24/11/06 12:54

‹syngur með›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 24/11/06 12:56

Niðurhal gekk með eindæmum vel. Mikið er þetta ljómandi lag og ljóð.
Hamingjuóskir allir hlutaðeigandi.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 24/11/06 13:06

Afbragð.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 24/11/06 13:29

Það ewr orðið ferlega flókið að hala niður svona lagi þegar ókeypis útgáfa af Quicktime opnar skjalið. ‹Forritar á fullu›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 24/11/06 13:32

ég fæ done neðst en það er gult upphrópunarmerki yfir tákninu

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 24/11/06 13:33

Það má náttúrulega hægrismella á tengilinn og velja "Save Target As" til að niðurhala því ef quicktime opnar það sjálfkrafa.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 24/11/06 13:34

Bara skrambi flott lag - - - þó að maður hefði væntanlega þurft að mæta á árshátíðina...‹Brestur í óstöðvandi grát›

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 24/11/06 13:38

Galdrameistarinn mælti:

Það má náttúrulega hægrismella á tengilinn og velja "Save Target As" til að niðurhala því ef quicktime opnar það sjálfkrafa.

Þá þyrfti auðvitað að hafa annað nafn á því en index.php ... til dæmis baggapo.mp3.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 24/11/06 13:39

Galdrameistarinn mælti:

Það má náttúrulega hægrismella á tengilinn og velja "Save Target As" til að niðurhala því ef quicktime opnar það sjálfkrafa.

Þetta er einhver skramband Plug -in útgáfa sem hefur ekki þennan valkost. ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt› Annars sýnist mér ég vera búinn að senda lagið í gegnum WMP. Eins mikið og ég þoli ekki það forrit.

Þarfagreinir mælti:

Þá þyrfti auðvitað að hafa annað nafn á því en index.php ... til dæmis baggapo.mp3.

Já það hlaut að vera. Skildi ekkert hvað þetta var mikið vesen allt í einu. ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 24/11/06 13:44

Ég prófaði að hægrismella á slóðina í upphafspóstinum og velja Save Target As og það virkaði fullkomlega. Skráin heitir baggapo.mp3

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 24/11/06 13:54

Ah já - það virkar þannig í IE, en ekki Eldrefnum. Augljóslega ekki í Óperunni heldur. Í þetta skiptið hefur IE vinninginn. ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 24/11/06 13:55

já, það er satt. rebbi neitar að gera þetta svona.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 24/11/06 14:31

‹Brestur í óstöðvandi grát›

Þehehetta er svohoho fahahallehehegt!

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: