— GESTAPÓ —
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anonimús 9/11/06 21:47

Fyrst að við flestum erum(eða viljum vera) óskaplega artí-fartí, þá langar mig að gera ykkur greiða og setja inn hérna auglýsingarafpóst sem mér barst fyrir skömmu.

Kvæði:

Kæru fjölmiðlamenn, vinir Nýhils og kunningjar, veraldlegir sem og  andlegir leiðtogar í lífum og limum, álitsgjafar - og aðrir.

Um komandi helgi verður alþjóðleg ljóðahátíð Nýhils haldin í annað  sinn og verður ekkert til sparað að gera dásemdirnar sem fyllstar  ofsa og ást. Færustu sérfræðingar Nýhils í alþjóðlegri og innlendri  ljóðlist hafa lagt nótt við nýtan dag síðastliðinn misseri og sett  saman allra mögnuðustu mögulega ljóðadagskrá og verður blásið til  sannkallaðs ljóðasvalls föstudaginn 10. nóvember næstkomandi og  stendur orgían yfir fram á sunnudagsmorgun. Dásemdirnar verða slíkar  að andans menn og konur munu froðufella höfuðstöfum og svitna stuðlum  langt fram eftir næsta ári, krafturinn slíkur að orð munu ríma  sjálfkrafa hvert við annað og allir læsir menn munu falla í stafi,  orð, setningar, erindi, kvæði, heilu bálkana!

Hátíðin verður haldin í Stúdentakjallaranum og í Norræna húsinu.  Dagskrá er eftirfarandi:

Föstudagur 10. nóvember - Stúdentakjallarinn kl. 20.00-01.00 Ljóðapartý
Laugardagur 11. nóvember - Norræna húsið kl. 12.00-15.00 Málþing um  samtímatilraunaljóðlist
Laugardagur 11. nóvember - Norrænahúsið kl. 16.00-18.00 Ljóðaupplestur
Laugardagur 11. nóvember - Stúdentakjallarinn kl. 20.00-01.00 Ljóðapartý

Erlendir þátttakendur eru að þessu sinni þau Kenneth Goldsmith, Matti  Pentikäinen, Leevi Lehto, Anna Hallberg, Jörgen Gassilewski, Derek  Beaulieu, Jesse Ball, Christian Bök, Katie Degentesh, Gunnar Wærness  og Jane Thompson. Frekari upplýsingar um erlendu þátttakendurna má  finna í viðhengi.

Auk hinna erlendu gesta, sem að þessu sinni eru helmingi fleiri en  síðast, eru fjölmargir Íslendingar, og má þar helst nefna: Þórdís  Björnsdóttir, Halldór Arnar Úlfarsson, Kristín Eiríksdóttir, Óttar  Martin Norðfjörð, Ingibjörg Magnadóttir, Valur Brynjar Antonsson,  Eiríkur Örn Norðdahl, Ófeigur Sigurðsson, Haukur Már Helgason,  Ingólfur Gíslason, Kristín Svava Tómasdóttir, Þórunn Erlu  Valdimarsdóttir, Bjarni Klemenz, Birgitta Jónsdóttir, Kabarettinn  Músífölsk , Stórsveit Áræðis, Donna Mess, Berglind Ágústsdóttir,  Reykjavík!, og Skakkamanage.

Hátíðin er unnin í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík og er  styrkt af Landsbanka Íslands.

Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Eiríkur Örn  Norðdahl (845-2685 eða kolbrunarskald@hotmail.com). Fyrirspurnir um  viðtöl við erlenda höfunda eða myndir af þeim skulu berast á sama stað.

Tilvalið tækifæri til að hita aðeins upp fyrir árshátíðina.
Ég vonast til að sjá ykkur sem flest!

-Anonymous
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/11/06 00:51

Verst að Skáldið er dautt.

Þeir hefðu heldur átt að bjóða upp á vúdúprest sem myndi vekja upp Jónas, Einar Ben, Stein Steinarr, Davíð Stefáns og Hannes Hafstein.

Þá myndi ég mæta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 10/11/06 02:31

Þegar þú minntist á Davíð Stefáns var mér hugsað til þessa litla ljóðs sem fær þó heila blaðsíðu út af fyrir sig í Svörtum Fjöðrum.

Kvæði:

Kvenlýsing

Þinn líkami er fagur
sem laufguð björk,
en sálin ægileg
eyðimörk.

Fær mig alltaf til að brosa.

Annars hef ég mætt á ljóðasamkomur hjá þessu merkilega félagi og get fullyrt að þau stemningin sem ljóðaflutningurinn skapar tvinnast sérlega vel við þá áfengisneyslu sem fylgir í kjölfarið. Mjög gaman, sem sagt.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 10/11/06 09:36

Nei, mín upphitun verður annarsstaðara, nánar tiltekið á fylleríi með vinningum

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: