— GESTAPÓ —
Dverghendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 28/1/08 11:26

Þrjú og átta þykja manni,
þannig séð,
Heldur fá, og heyrðu manni:
hið fjórða léð!

(Smá skens...)

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 6/2/08 13:22

Ég ætla að leyfa mér að hoppa yfir Günther því máltilfinning mín segir mér að hinn meinti höfuðstafur í fjórðu línu sé forliður, og því ekki gildur.

Þrjú í bendu þykir mörgum
þokkalegt.
Átta þætti ýmsum vörgum
allt of frekt.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 20/2/08 20:49

Frekt er á þér frygðar glottið,
frillan ung.
Lútardónans lyftist skottið,
létt frá pung.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 20/2/08 21:17

Regína mælti:

Ég ætla að leyfa mér að hoppa yfir Günther því máltilfinning mín segir mér að hinn meinti höfuðstafur í fjórðu línu sé forliður, og því ekki gildur.

Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála drottningunni hér. Sjá t.d. Hið íslenzka bókmenntafjelag, getur Hið hér ekki borið stuðul eða verið höfuðstafur? Laus greinir í íslenzku er hinn sjaldgæfasti og er ætíð notaður til hátíðarbrigða, til sérstakrar áherzlu.

Nema einhver bragfræðireglanna sem ég ekki kann banni að eins atkvæða orð séu höfuðstafir, þá verð ég að éta parukkið.

Ég þarf náttúrulega ekki að taka það fram, að skensinn fólst í því að hafa fjögur atkvæði í fjórða vísuorði, enda var það efni þess vísuorðs.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 20/2/08 21:21

Punginn unga'í piltadrósin
potaði.
Hvarma- við það rauða -rósin
roðnaði.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 21/2/08 10:14

Günther Zimmermann mælti:

Regína mælti:

Ég ætla að leyfa mér að hoppa yfir Günther því máltilfinning mín segir mér að hinn meinti höfuðstafur í fjórðu línu sé forliður, og því ekki gildur.

Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála drottningunni hér. Sjá t.d. Hið íslenzka bókmenntafjelag, getur Hið hér ekki borið stuðul eða verið höfuðstafur? Laus greinir í íslenzku er hinn sjaldgæfasti og er ætíð notaður til hátíðarbrigða, til sérstakrar áherzlu.

Nema einhver bragfræðireglanna sem ég ekki kann banni að eins atkvæða orð séu höfuðstafir, þá verð ég að éta parukkið.

Ég þarf náttúrulega ekki að taka það fram, að skensinn fólst í því að hafa fjögur atkvæði í fjórða vísuorði, enda var það efni þess vísuorðs.

Höfuðstafur verður alltaf að vera í áhersluatkvæði. Það er ekki áhersla á orðinu „hið“ í fjórðu línu hjá þér, þess vegna minntist ég á máltilfinningu. Ef stuðlarnir í þriðju línu hefðu verið „f“ hefði skensið gengið upp.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/2/08 22:25

Sammála Regínu...

Roðna ennþá rauðir karfar
rísa upp.
Kjafti í svo skutla skarfar
skarlatshupp.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 4/3/08 14:38

Hupplegur ég oftast er
við annað fólk.
Gef því jafnvel graut og smér
og geitamólk..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/3/08 03:15

Geitamjólkin góðan feta
gefur oss.
Virðast aðeins Grikkir geta
gert það hnoss.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 5/3/08 23:38

Hnossið mitt er meyjan fríð
og myndarleg.
Yndisleg og undurblíð
en ansi treg.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 6/3/08 11:16

Tregðuglega tekst mér samt
að tæl'ana.
Þétt- , ég finn að frá, -og jafnt,
ég fæl'ana.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 6/3/08 11:29

Fæl‘ana ég víst ei vil
og verð því sár.
Hæla undir horf‘og il
þar hellast tár.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 20/3/08 20:20

Tárið svala, hreina, heiða
huggar þá
öxl sem nærri eiga breiða,
eða þrá.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 30/3/08 21:45

Þráast við að þýðast mig
sú þrýstna snót.
Enda má hún eiga sig,
hún er svo ljót.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 4/9/08 23:04

Ljótt er fés á fúlum karli.
Finnst mér oft
hann ef bætti hollu snarli
hyrfi loft.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 12/9/08 08:48

Lofta um svo lyftir faldi
- lyktar vel!
Aftanstæður kræsinn kaldi
- kannski él...

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/9/08 08:55

Éljagangur herðir haus
í heimssögum.
Aftur Kári er víst laus
úr álögum.

Á víst betur við seinna í haust

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 13/9/08 22:58

Álög forðum á mig lagði
öldruð norn:
"Færni seint þú færð" -hún sagði-
"franskt á horn".

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: