— GESTAPÓ —
Þá um hátt er spurt, skal ei fátt um svör.
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 12/10/06 21:24

Lærdómsríkur spurningaleikur.
.
Spurt skal um allt sem varðar samningu verka í bundinu máli. Setja má inn verk eftir sjáfan sig eða aðra og spyrja um nafn hátta og eða hvað er ekki rétt o.s.fv. Hér er sjáfsögðu átt við stuðluð verk. Réttur til að spyrja fæst með réttu svari.
.
Ef koma upp vafaatriði, munum við styðjast við rannsóknir „Alsherjargoðans".
.
.
Stofnandi þráðar áskilur sér rétt til að breyta reglum og grípa inn í þegar honum þurfa þykir.
.
.
Fyrsta spurning.
Hvað eru mörg atkvæði í rétt kveðinni ferskeytlu og hvernig skiptast þau í línur.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 12/10/06 21:26

7
6
7
6
26.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/10/06 22:38

Góður þráður... vonandi kemur Upprifinn með eitthvað svínslegt...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 13/10/06 00:44

Hárrétt herra Upprifinn.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 13/10/06 01:26

Andskotans vesen að geta aldrei vitað svar án þessa segja frá. En ætli ég verði ekki að halda leiknum gangandi.

þetta er náttúrulega tilbrygði við reglurnar sem að ég vona Riddarinn samþykki.

Svínsleg vísa sú er
sjáum til með annað
eins er dáltill dúer
eitthvað er hér bannað

Hvað er að?

Friðargæsluliðar mega gjarnan senda spurnarréttinn áfram því ég verð kannski ekki við.

gaman væri að þeir gömlu stilltu sig um að svara.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/10/06 20:42

Upprifinn mælti:

Andskotans vesen að geta aldrei vitað svar án þessa segja frá. En ætli ég verði ekki að halda leiknum gangandi.

þetta er náttúrulega tilbrygði við reglurnar sem að ég vona Riddarinn samþykki.

Svínsleg vísa sú er
sjáum til með annað
eins er dáltill dúer
eitthvað er hér bannað

Hvað er að?

Friðargæsluliðar mega gjarnan senda spurnarréttinn áfram því ég verð kannski ekki við.

gaman væri að þeir gömlu stilltu sig um að svara.

.
Riddarinn sat á sér eins og hægt var. Jæja við reynum að kryfja þetta til mergjar.

Hér er um að ræða verk með 6 atkvæðum í línu (þrír bragliðir) og skiptist í fjórar línur sem eru víxlrímaðar.
.
Reyndar verður Riddarinn að viðurkenna að hann þekkir ekki nafn þessa háttar og ekki fundið þrátt fyrir nokkra leit.. Þó hefur þessi samsetning oft komið fram í „kveðumst á"..Gaman væri ef e-r vissi nafnið.
.
.
Svínsleg vísa sú er........Fyrsta lína virðist í lagi Báðir stuðlar í hákveðu (fyrsta og þriðja braglið) hástuðlun.
.
sjáum til með annað....Önnur lína virðist einnig í lagi höfuðstafur fremstur í fyrsta braglið.
.
eins er dáltill dúer.........Hér dregur til tíðinda. Allt bendir til þessa að D eigi að vera ljóðstafurinn. þá er aukastuðapar í fyrsta braglið. (dáltill myndi seint flokkast undir gott mál; og dúer er enskusletta fallbeygð eftir íslenskum reglum, bæði er rangt. En hér má bera við skáldaleyfi að sjáfsogðu, þá er þetta sko allt í fína lagi)
.
eitthvað er hér bannað....Í fjórðu línu vantar sorglega höfuðstaf miðað við að D hafi verið ljóðstafur. Eins er hér aftur aukastuðlapar. Hafi verið ætlunin að hafa E. ljóðstafinn þá hefðu báðir í línu þrjú þurft að vera fremst í braglið.

.
Júmm.. vona að Riddarinn hafi náð flestu sem var að, ef ekki öllu.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 14/10/06 20:46

"eins er" er ekki ofstuðlun þar sem e-ið í "er" getur ekki verið stuðull. eingöngu fyrsti stafur hverrar kveðu getur stuðlað.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 14/10/06 20:50

Riddarinn klikkaði ekki eins og ég vissi náttúrulega.
ég held að menn hafi bara verið of feimnir að gagnrýna en þetta er bara leikur og alltí lagi þó að menn svari vitlaust.
Upprifinn vill því hvetja sem flesta til að taka þátt í leik Riddarans og koma þannig af stað meiri umræðu um vísnagerð hér á gestapó.

En Riddari gerðu svo vel.
‹Færir Riddaranum vandmeðfarið valdið til að spyrja í þessum leik.›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/10/06 20:53

Er þá „ líklegt brot á lærlegg" ekki ofstuðlun. hmmm.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 14/10/06 20:53

Nei nei, það er ekki ofstuðlun.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 14/10/06 20:58

Heiðglyrnir mælti:

Er þá „ líklegt brot á lærlegg" ekki ofstuðlun. hmmm.

ég er langt frá því að vera bragfræðingur og styðst eingöngu við það sem mér fynnst í það og það skiptið.
þetta líklega brot gæti eflaust stundum litið út eins og ofstuðlun en annars ekki.
ég veit ekki betur en að bragarreglur hafi verið að breytast og þráoast hér á Íslandi frá landnámi og sé ekkert að því að þær séu sveigðar til annað slagið.
Held til dæmis að Bragarhátturinn sem ég notaði sé bara sveigð ferskeyttla en eflaust kemur hér Einhver sem veit betur og skrifar um það langa ritgerð.
Mér hins vegar er bara alveg sama.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/10/06 21:04

„Þá þær fá flær þrá það má"
.
Þá mætti ferskeytla t.d. byrja svona....Þetta er bara ekki það sem hefur verið kennt hér á Baggalút fram til þessa.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 14/10/06 21:38

Áhersla í vísum er alltaf þannig að þung áhersla er á fyrsta atkvæði hvers liðs, hvort sem það er tví- eða þríliður. Síða koma áherslulétt atkvæði á eftir. Áhersluléttu atkvæðin geta aldrei stuðlað. Ofan á þetta bætast síðan há- og lágkveður bragfræðinnar. Eins og flestir ættu að vera búnir að læra mega ekki báðir stuðlarnir í ferskeytlu vera í lágkveðu, en það er önnur saga.

Góðar stundir.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 15/10/06 00:31

Heiðglyrnir mælti:

„Þá þær fá flær þrá það má"
.
Þá mætti ferskeytla t.d. byrja svona....Þetta er bara ekki það sem hefur verið kennt hér á Baggalút fram til þessa.

Ég man ekki til þess að nokkur hafi minnst á að þetta „mætti“ ekki. Eflaust finnst mörgum þetta ekki til fyrirmyndar en ofstuðlun er þetta aldrei, þar sem áherslulausu bragliðirnir geta hreinlega ekki borið stuðla.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/10/06 12:07

Isak Dinesen mælti:

Heiðglyrnir mælti:

„Þá þær fá flær þrá það má"
.
Þá mætti ferskeytla t.d. byrja svona....Þetta er bara ekki það sem hefur verið kennt hér á Baggalút fram til þessa.

Ég man ekki til þess að nokkur hafi minnst á að þetta „mætti“ ekki. Eflaust finnst mörgum þetta ekki til fyrirmyndar en ofstuðlun er þetta aldrei, þar sem áherslulausu bragliðirnir geta hreinlega ekki borið stuðla.

Sammála... en á ekki að koma ný gáta?

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/10/06 11:52

Þráðastofnandi á réttinn... Heiðglyrnir á ekki að koma með nýja spurningu?

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 17/10/06 17:17

Hvaða háttur gæti haft þessa taktskipan?.
.
.
tra-la tra-la tra-la tra-la
tra-la tra-la tra-la tra-la
tra-la tra-la tra-la tra-la
tra-la tra-la tra-la tra-la

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 17/10/06 17:57

Vísa? ‹Gerist alveg ringaður af tralli og veltur út af þræðinum.›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: