— GESTAPÓ —
Fljúgðu með mig þrá mín
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 11/10/06 15:26

Kæru vinir,

Tugmilljónir engla fylgjast með fólki um allan heim

Nú hef ég lokið því að horfa á tvær myndir sem voru rúmar 300 mínútur að lengd, en þær fjalla um engla sem lifa um óséðir á meðal manna en geta gert sig séða, sumir geta gert það þegar þeim sýnist á meðan aðrir geta það ekki. Myndirnar heita Wings of Desire og Away, So Close, og fjalla um ævintýri englanna Cassiels og Damiels í mannheimum.

Sko, þá er ég búinn að redda þessum þræði.

Úlfamaðurinn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 11/10/06 18:23

Djísös Kræst, settu þetta í félagsrit eða eitthvað!

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/10/06 18:27

Það er það sem ég alltaf að segja honum að gera.

‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 11/10/06 18:35

Á ekki að ganga frá þessu..............Ja hvað flokkast þetta annars undir?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/10/06 19:58

Ég myndi frekar giska á Hlebba því þessi eyðir sínum félagsritum jafnóðum, en við skulum ekkert vera að minnast á það við hann, því hann nefnilega þolir ekki þegar einhver nefnir sinn grun um aukaegoin hans, svo ég skal bara gangast við þessu barni líka.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 11/10/06 20:11

Þær eru rúmlega 120 til 150 mín. hver. Away, So Close er lengri en Wings of Desire. Þið eigið eftir að njóta þess að horfa á þær, Wings of Desire hefur verið þýdd yfir á íslensku. Ég ætla að stytta þráðinn og laga hann þannig að hann þarf ekki að vera nema nokkrar línur.
Þetta eru ekki þannig myndir, þær eru mjög góðar. Þið getið alveg treyst mér. Þeir sem eru t.d. fuglaáhugamenn gætu notað myndirnar til að skoða hvernig fuglalífið var í Þýskalandi á dögum Berlínar-múrsins. Það er enginn pólitískur áróður í þeim. Þær eru það sem kalla mætti á íslensku, ´púra fantasía´´ en ákaflega flóknar og krefjast mikillrar athygli. Gott meðal handa fólki með athyglisbrest.

Úlfamaðurinn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 11/10/06 21:48

Mér sýnist sem svo að þessi umræða eigi vel heima hér, því þetta er jú umræða um kvikmyndalistina. Ekki eru Gestapóar svo forpokaðir að telja þá list ekki með þegar um menningu og menntir er rætt?

Um efni þráðarins vil ég segja að enn hefi ég ekki borið „den Himmel über Berlin“ [þf.] augum, en langar til, því st. Nikulás Forðastu* kemur ögn þar við sögu skilst mér

---------------
*Nick Cave, cave [kave, ekki keiv] er nafnháttur sagnarinnar caveo, að forðast, þess vegna: forðastu!

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 11/10/06 21:49

Hneit þar! Hér að ofan misritaðist mér. Í stað nafnháttur á auðvitað að standa boðháttur!

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 11/10/06 23:27

Til að forðast misskilning: Der Himmel über Berlin/Himinninn ofar Berlín er upprunaligt nafn þeirrar kvikmyndar sem hér að ofan hefur verið nefnd Wings of desire/Þrárvængir.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 12/10/06 01:20

´Hlebbi!
Ég er nokkuð viss um það líka að á bak við geðsjúklinginn hlær einhver óþokkinn.
Sé það ofvirki Offari sem þar er að verki, þá skal ég troða ritalini í gegnum trekt ofan í hann, þangað til verða heldur betur litabreytingar á hans græna haus.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 12/10/06 01:22

Sá sem er á bak við Úlla getur nú ekki verið mjög virkur að öðru leiti.‹Starir þegjandi út í loftið›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 12/10/06 01:31

Hárrétt!
Það var nú þessvegna sem mér þykir svona skelfileg tilhugsunin að ofvirkt kvikindi sem fer offari hér standi á bak við fólskuna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 12/10/06 09:47

Ég hef oft heyrt þá hugmynd lagða fram að úlfar fari til helvítis þegar þeir deyji eða tengist djöflinum einhvern veginn. En ég er þeirrar skoðunar að það sé einfaldlega ekki rétt. Úlfar geta hvorki farið til himnaríkis né helvítis þegar þeir deyja, heldur Paradísar, sem er hluti af Himnaríki. Ef Úlfur slyppi fyrir dyr Himnaríkis og biti t.d. Lykla-Pétur þá myndi það þýða neyðarástand. Lykla-Pétur yrði að varúlfi og myndi bíta Jesús Krist, sem myndi bíta Maríu Mey, og þá myndi hún bíta Guð. Þá yrði Guð varúlfur og þá yrði að endurskrifa sköpunarsöguna og öll helstu trúarrit heims. Það gengi ekki upp!!
Ég held alla vega að ef ég dey þá muni ég að öllum líkindum bíta einhvern af englunum og að varúlfar verði orðnir allsráðandi á himnum þar af leiðandi, og að eftir það verði sennilega hvurgi hægt fyrir burgeoisana að athafna sig þegar þeir deyja, svo að mennirnir verða neyddir til að búa við ódauðleika framan af því.

Úlfamaðurinn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 12/10/06 10:00

Úhú draugagangur hér?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/10/06 13:00

Günther Zimmermann mælti:

Mér sýnist sem svo að þessi umræða eigi vel heima hér, því þetta er jú umræða um kvikmyndalistina. Ekki eru Gestapóar svo forpokaðir að telja þá list ekki með þegar um menningu og menntir er rætt?
...

Günther, pirringur sá sem sést hér fyrir ofan er væntanlega út af mjög löngu fyrsta innleggi... hann hefur þó stytt mál sitt töluvert og er það vel...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 12/10/06 14:38

‹Ælir á þráðinn›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rassoplusso 15/10/06 08:56

Rennt ek hef niður þræði og aftur dregið úr magasekk mínum

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 16/10/06 21:59

Ég held Rassoplusso sé ekki alveg að fatta hvað ég er að fara hérna. Takk fyrir samt. Við erum að tala um Wings of Desire, bara svo háttvirtur Rassoplusso viti af því, nema ég eigi erfitt með að lesa á milli línanna í skilaboðum hins ágæta herramanns.

Úlfamaðurinn
     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: