— GESTAPÓ —
Hækur
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/10/06 10:43

Hér á gamla kveðist á, var þráður sem byrjaði svona, svo ég vitni í upphafsmann þráðarins...

Hildisþorsti mælti:

Hækur
Hækur eru sérstakt ljóðaform, meira en 700 ára gamalt, ættað frá Japan.

Hækur þurfa ekki að hafa rím
Hækur hafa þrjár ljóðlínur með ákveðnum fjölda atkvæða
Fyrsta ljóðlínan hefur fimm atkvæði (sérhljóða)
Önnur ljóðlínan hefur sjö atkvæði (sérhljóða)
Þriðja ljóðlínan hefur fimm atkvæði (sérhljóða)

Haust

Blómin fölna nú
og missa litinn fagra.
Það dimmir óðum.

Hækur fjalla um náttúruna og eiga að vekja hjá okkur ákveðnar tilfinningar um hana. Við sjáum hluti fyrir okkur, heyrum hljóð og finnum til. Þess vegna þurfum við að vanda okkur þegar við veljum réttu orðin í ljóðin okkar.

Við lesum hækur mjög, mjög hægt, þá sjáum við hlutina fyrir okkur og tilfinningar vakna.

Komið þið nú með vel gerðar „hækur“.

(Þessi fræðsla er af vefnum: http://www.ruv.is/hvalir/ljod/haekur.htm)

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/10/06 10:49

Ég prófa...

stráin hverfa hratt,
æðir niður fönnin hvít
yfirbreiðslan köld

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 11/10/06 11:47

Geri reyndar ekki ráðfyrir að hér eigi vera keðjuort - datt bara ekkert sérstakt í hug til að byrja kvæðið...

Köld sem hjarnbreiðu
hjúpandi skafrenningur
reynast kvennaráð

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 11/10/06 14:04

Gengur þetta Skabbi:

Eins og síróp á sunnudegi,
laumast dalalæðan,
hljóðlaust heim túnið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 11/10/06 14:38

En þetta:

Hægrirétturinn er í gildi,
þar sem fjárgatan skiptist í tvær,
efst í skarðinu.

-
[ Njah-nei, þetta er ekki alveg að gera sig... gæta þarf að atkvæðafjölda (5-7-5). Síðasta línan er reyndar í góðu lagi, inniheldur fimm atkvæði. ]

Rétt hæka væri fremur e-ð í líkinguvið þetta :

Hægrirétturinn; ( = 5 )
fjárgatan skiptist í tvær ( = 7 )
efst í skarðinu. ( = 5 )

- m/vinsemd - z n ó j -

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 12/10/06 00:09

Rok er og rigning
að kvöldi veðrið lægir
dimmir um haust.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 12/10/06 00:21

Rennur niður á
frá fjalli og til sjáfar
gefur fiskum líf.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 12/10/06 08:47

Þakka ábendingar Z. Natan, gengur þetta þá: [Flott Golíat... Skabbi]

Norðaustan bræla,
fjöðurinn hvítfreyðandi,
bátarnir inni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/10/06 13:06

Þetta gengur...

aldan sleikir skut
báran lemur stefnið fast
hrönnin kitlar borð

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Krókur 12/10/06 15:37

Hlíðarnar grænu
bjartar í vorregninu.
Hlýjan berst um lönd.

Kannski, já ...bara
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 12/10/06 19:11

Blesgæsin flýgur
yfir háu heiðarnar
mænir á túnin

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 12/10/06 22:34

Svífur hún yfir
Sem byssukúla brunar
Valkyrjan illa

Er þetta alveg kengrangt? [Meira yfir í kengrétt... Skabbi]

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/10/06 00:12

Vinsemd og friður
umlykur Baggalútinn
þegar er kakó.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/10/06 09:43

grænt landið hverfur
flýgur gæs í hinsta sinn
gras ei bítur meir

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 13/10/06 11:46

Iðnbylting íslands
sekkur land sökkva bændur
en heimskan aldrei

Tvö glös á dag - alla ævi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/10/06 12:05

Skabbi skrumari mælti:

grænt land hverfur
flýgur gæs í hinsta sinn
gras ei bítur meir

Vildirðu ekki sagt hafa:

Grænt landið hverfur
flýgur gæs í hinsta sinn
gras ei bítur meir.

[heyrðu... jú... takk fyrir það... laga það... Skabbi]

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/10/06 17:23

Hérna er ein sem á kannske betur við í kvöld... en ég læt hana flakka...

Rökkrið kemur svart,
dimmir skuggar sleikja ljós,
sængin bíður mjúk.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 20/10/06 13:23

Þetta er ekki kveðskapur frekar en sússi er matur.‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: