— GESTAPÓ —
AFMÆLISVÍSUR
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 2/10/06 11:54

Ég auglýsi núna í byrjun eftir góðum vísum um mann sem heitir Jón og er að halda upp á fimmtugsafmælið sitt í kvöld. Hann er fjölskyldumaður, ættaður að austan af landi og er félagsfræðingur að mennt. Jón er drengur góður, geðprúður rólyndismaður. Hann er handlaginn, þykir gaman að dytta að húsinu sínu og stússast í garðinum og finnst rauðvín gott.

Koma svo félagar góðir! Mig langar að brillera í afmælinu með ykkar góðu hjálp.

Svo geta aðrir félagar komið í framhaldinu með lýsingar á öðrum afmælisbörnum og fengið stuðning okkar. Þetta getur orðið hin ágætasta skemmtun í framtíðinni ef vel tekst til.

Eggjar eg deyfi minna andskota, • bíta-t þeim vopn né velir.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 2/10/06 12:57

Ég sé að mánudagurinn virðist ekki fara vel í hagyrðingana hér.

Ég ríð því á vaðið:

Hann á afmæli í dag,
hann á afmæli í dag,
hann á afmæli hann Jonni,
hann á afmæli í dag.

Ég get að vísu játað að þetta er ekki frumsamið og sitt hvað má ábyggilega finna að bragfræðinni en vona að þetta kveiki nú í einhverjum snillingnum hér.

Eggjar eg deyfi minna andskota, • bíta-t þeim vopn né velir.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/10/06 13:54

Já glæsilegt... ekki hægt að toppa þetta...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 2/10/06 14:24

Þú mátt skila kveðju til jóns frá mér.

Jón er nú félagsfræðingur
fimmtugur úrvals gæðingur
hugsar um hús sitt
hellir í glas þitt
duglegur garða græðingur.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 2/10/06 15:32

Til hammó.

Núna er fimmtugur skelfingar skrokkurinn,
það skítlega útigangsflón;
Austfirski, drykkfelldi drullusokkurinn,
dauðyflisfíflið hann Jón...

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/10/06 15:38

Nú hallar þinn fótur til heljar minn Jón,
hálf öld og limur þinn mjúkur sem smér.
En það er í lagi þú fatlaða flón,
við fögnum og hlægjum nú dugleg'að þér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 2/10/06 17:41

Kæru félagar.‹Ljómar upp›

Þessar síðustu þrjár vísur eru tær snilld og mun ég flytja þær í heyranda hljóði í afmælinu og geta höfunda. Innilega þakkir fyrir að vera þið.

Enn er smuga fyrir fleiri vísur, því ég og spúsa mín munum ekki mæta fyrr en kl. 20 í afmælið (akademískur klukkutími sko).

Eggjar eg deyfi minna andskota, • bíta-t þeim vopn né velir.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/10/06 11:30

Hann Jón hefur væntanlega hent þér öfugum út eða hvað?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 3/10/06 15:24

Kæru félagar.

Ég á ykkur mikla skuld að gjalda ... held ég.

Í upphaf i afmælisins voru söngatriði og þegar menn urðu þess áskynja að ég væri með blaðsnepla með afmælisljóðum vildu menn óðir og uppvægir heyra og tróð ég því upp á milli liða.

Ég flutti fyrst ljóð Offara sem var milt og fagurt, án þess að geta tilurðar þess og vakti það almennan hlátur og lukku.

Síðan varð ég að hafa formála að seinni ljóðunum tveimur, þegar þau voru flutt og sagði eins og satt var. Við flutninginn var hlegið svo rosalega, enda Íslendingar þekktir fyrir svartan húmor, sumir stóðu á öndinni af hlátri en einnig vottaði fyrir að einhverjar konur voru að jesúa sig með vott af hneikslun ... Svo var það skondna að enginn trúði skýringum mínum um tilurð ljóðanna og töldu að þetta væri bara yfirvarp til þess að geta verið sem grófastur. Svo nú sit ég aldeilis í súpunni.

En það komu þó nokkrir til mín grátbólgnir um hvarma og með magaverki á eftir og þökkuðu en einhverjir fóru með löndum eftir þetta og afmælisbarnið var hvergi sjáanlegt þegar ég kvaddi ... ?

Eggjar eg deyfi minna andskota, • bíta-t þeim vopn né velir.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/10/06 15:39

hehe... gaman að geta hjálpað...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 9/10/06 08:56

Kæru félagar og vinir.

Ég sé að þessi þráður hefur eigi verið nýttur af öðrum eftir snilldar byrjun sem lengi verður í minnum höfð í minnni ágætu og stórskrítnu stórfjölskyldu. Ég hvet menn til þess að nýta þráðinn og koma með mannlýsingar væntanlegra stórafmælisbarna.

Hér í Baggalútíska heimsveldinu og hámenningarsamfélaginu er úrvalslið allra skálda og hagyrðinga sem fúsir leggja fram hjálparhönd eða öllu fremur hjálpartungu.

Ég mun væntanlega leita liðsinnis félaga minna í næstu viku vegna stórafmælis mágs míns og bið þá því að hafa allan varan á sér og æfa stíft hér í skáldskaparmálunum.

Bestu kveðjur, frá Glundroða.

Alltaf ferskur, alltaf nýr en alls ekki hýr og kýrskír.

Eggjar eg deyfi minna andskota, • bíta-t þeim vopn né velir.
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: