— GESTAPÓ —
Myndlist
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 25/9/06 23:57

Ég var byrjuð hérna á því í fyrra að setja inn myndir eftir mig í félagsrit, og nokkrir gerðu það sama og mér fannst mjög gaman að skoða myndir eftir aðra gestapóa.
Þess vegna hef ég ákveðið að stofna hérna myndaþráð þar sem fólk getur sett inn allskyns myndir eftir sjálfa sig, bæði teikningar, málverk og ljósmyndir... já jafnvel tekið mynd af skúlptúr eða leirkerjum eða hvurn árinn það er sem þið eruð að gera.

Þetta þarf ekkert endilega að vera meistaraverk...
Ég sjálf ætla að byrja hérna á tveimur myndum sem sýna hvað mér finnst gaman í stærðfræði.

Byrjar sem svona létt krot, en ef mér fer að leiðast mjög mikið, verða afleiðingarnar þessar:

Þessi seinni er þó reyndar síðan ég var 17 ára menntskælingur, en þessi fyrri var bara núna í seinustu viku á fjörugum fyrirlestri í háskólanum.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/9/06 00:07

Aldeilis öldungis æðislegt Tígra.

Hver segir svo að stærðfræði geri ekkert gagn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 26/9/06 00:17

‹Setur upp fylki til að lýsa öllum vigrunum í myndinni›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 26/9/06 00:46

Það að stofna þennan þráð kom mér í teiknistuð, og þar sem að ég var að koma úr baði... þar sem er mjög gott að láta hugann reika, fékk ég hugmynd að þessari.
Við skulum ekkert vera að oftúlka neitt.
Þetta er bara mynd.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 26/9/06 12:59

Ég er ánægður með þennan þráð

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 26/9/06 20:26

Þessi þráður fer í uppáhaldið hjá mér. Komdu endilega með fleiri myndir Tígra, sem og þið hin. Ekki búast við neinu frá mér, síðast þegar ég reyndi að teikna beina línu fór reglustrikan að hlæja.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/9/06 22:15

Þú ert greinilega vel teiknifær Tígra. Skapaðu teiknimyndasögu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 26/9/06 22:35

Falleg mynd af Blóðugt.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loxosceles Reclusa 27/9/06 15:36

Hesturinn er afar hress og finnst mér eiginlega leiðinlegast að þú hafir krotað þetta verk á þennan pappír þar sem hann hentar illa til vörslu(hvað þá til sýnis).

Svo eru alls konar túlkanir í blóðbaðinu sem ég ætti kannski að láta ósagt.

Hér má t.d. líta mynd sem er afrakstur af því að láta sér leiðast í Línulegri Algebru:


Hún gefur einnig til kynna að ég fíla bara ofvaxin gæludýr og furðulegan fetisj klæðnað(eitthvað fraudískt).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 28/9/06 19:39

Frábær skygging hjá þér!
Æðisleg teikning.

Ég fæ stundum svona fullkomnunar áráttu í skyggingu... eins og hérna fyrir nokkrum árum þegar ég fór að skoða hauskúpur í smáatriðum:

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 28/9/06 19:52

Ég ætla ekki að segja meira en að það eru snillingar meðal vor!

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 28/9/06 20:24

Hér að neðan má sjá listaverk sem tók mig ár og daga að vinna:

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 29/9/06 00:10

Hvor þeirra ert þú Dúddi?

Fannst annars vanta e-ð meira en bara teikningar.
Svo ég ætla að skella eins og einu málverki inn:

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hæ hó og vesen! Ég teikna líka í skólanum mínum! ‹Ljómar upp›

Hér má t.d. sjá hugmynd mína að vængjabúnaði sem nota mætti til að fljúga upp og niður á milli Baggalútíu Efri og Neðri;

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Og síðan varð hugmynd mín að ljósmynd einnig að teikningu, þó verð ég að viðurkenna að engin fyrirsæta yrði hress með að standa svona fáklædd úti í Gróttu eða neinsstaðar annarsstaðar í þessu rokrassgati;

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 23/10/06 22:40

Tigra mælti:

Frábær skygging hjá þér!
Æðisleg teikning.

Ég fæ stundum svona fullkomnunar áráttu í skyggingu... eins og hérna fyrir nokkrum árum þegar ég fór að skoða hauskúpur í smáatriðum:

Má ég biðja þig að vera ekki að birta nektarmyndr af mér hér á vefnum.
Þetta legst ákaflega illa í mig að vera opinberaður svona.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 23/10/06 23:34

Sko þú samþykktir að sitja fyrir, þú verður bara að sætta þig við dreifingu á myndinni.
Þú átt engan rétt sem fyrirsæta.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/10/06 23:46

Vá... afhverju var ég ekki búinn að sjá þennan þráð... flottar myndir... mikið hæfileikafólk hérna (já líka þú Dúddi) ég hef svo sem engu að bæta við, en ef ég tek upp blað og blýant þá skal ég setja eina mynd hér...

To live outside the law, you must be honest.
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: