— GESTAPÓ —
Klúbburinn
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... , 13, 14, 15  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bu. 24/10/08 12:46

Já, en núna á bragfræðin að vera eins og í Kolbeinslagi , nema að er abba rím.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/11/08 18:49

Ég fékk beiðni um að gera þennan þráð að þráð vikunnar...

Undravert hvað allt er þvert
eftir drykkju - snautt og sikk.
Krúsahnikkur gerði grikk
gleðiskertur - höfuð bert.

Ég bið þann næsta um að yrkja undir Fiðlulagi...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
18/11/08 01:27

Ég kann ekkert á fiðlu, er þetta löglegt?

Fullt af þvagi, enginn agi,
en sá gæi.
Út um bæinn enginn sæi
ef hann dæi.

Þetternú meira sjittið. Hafi enginn neitt við þetta að athuga má næsti yrkja lofkvæði um Davíð Oddsson ‹Glottir eins og fífl›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 18/11/08 23:42

Okkur gaf hann góðan smók
góðan Havana.
og hann davíð aftur tók
og allir skrafvana.

Þú mátt af svipuðu tilefni yrkja níð um einn eða fleiri af útrásaraumingjunum, fjármálaplebbunum eða gaupnaglápurunm.

Ekki stíga svona fast í vitið, þú gætir hrasað.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
19/11/08 00:04

Ég er súper, sem er von!
allt, sem ég geri er göfugt!
Ég heiti Smári Hannesson! :D
...held ég... eða öfugt?

Nú bið ég um limru um eitthvað, sem kemur kreppunni ekki á nokkurn einasta hátt við!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 19/11/08 13:50

Pó mælti:

Ég er súper, sem er von!
allt, sem ég geri er göfugt!
Ég heiti Smári Hannesson! :D
...held ég... eða öfugt?

Nú bið ég um limru um eitthvað, sem kemur kreppunni ekki á nokkurn einasta hátt við!

Limru skaltu fá, kæri Pó, og það ekki um kreppu, en ekki fyrr en þú segir mér hvað stórt "D" þýðir þegar það kemur á eftir tvípunkti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
19/11/08 14:36

Wayne Gretzky mælti:

Pó mælti:

Ég er súper, sem er von!
allt, sem ég geri er göfugt!
Ég heiti Smári Hannesson! :D
...held ég... eða öfugt?

Nú bið ég um limru um eitthvað, sem kemur kreppunni ekki á nokkurn einasta hátt við!

Limru skaltu fá, kæri Pó, og það ekki um kreppu, en ekki fyrr en þú segir mér hvað stórt "D" þýðir þegar það kemur á eftir tvípunkti.

Verkefni mitt var að yrkja níð um útrásarflón. Alkunna er að flón af öllu tagi nota oft og tíðum merkingar á b.v. stórt d eða svigi opnast eða annað þ.h. á eftir tvípunkti til að lýsa andlegu og/eða líkamlegu ástandi sínu.
Ofangreind vísa er í 1. p. et. og lögð í munn ákveðins útrásarflóns. Til að undirstrika flónsheit flónsins beiti ég nokkrum ráðum, læt hann t.d. fara með klár öfugmæli og gef í skyn að hann viti ekki svo mikið sem eigið nafn. Að auki læt ég flónið nota hinn flónslega rithátt ":D" til að lýsa skapi sínu - enda um erkiflón að ræða.
Það var m.ö.o. í rauninni ekki ég í merkingunni Pó sem gerði mig sekan um þennan aulahátt, heldur ég í merkingunni útrásarflónið sem vísan fjallar um.

Ég vona að þessar skýringar verði metnar góðar og gildar og rek á eftir kreppulausri limru!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 19/11/08 14:49

Pó mælti:

Wayne Gretzky mælti:

Pó mælti:

Ég er súper, sem er von!
allt, sem ég geri er göfugt!
Ég heiti Smári Hannesson! :D
...held ég... eða öfugt?

Nú bið ég um limru um eitthvað, sem kemur kreppunni ekki á nokkurn einasta hátt við!

Limru skaltu fá, kæri Pó, og það ekki um kreppu, en ekki fyrr en þú segir mér hvað stórt "D" þýðir þegar það kemur á eftir tvípunkti.

Verkefni mitt var að yrkja níð um útrásarflón. Alkunna er að flón af öllu tagi nota oft og tíðum merkingar á b.v. stórt d eða svigi opnast eða annað þ.h. á eftir tvípunkti til að lýsa andlegu og/eða líkamlegu ástandi sínu.
Ofangreind vísa er í 1. p. et. og lögð í munn ákveðins útrásarflóns. Til að undirstrika flónsheit flónsins beiti ég nokkrum ráðum, læt hann t.d. fara með klár öfugmæli og gef í skyn að hann viti ekki svo mikið sem eigið nafn. Að auki læt ég flónið nota hinn flónslega rithátt ":D" til að lýsa skapi sínu - enda um erkiflón að ræða.
Það var m.ö.o. í rauninni ekki ég í merkingunni Pó sem gerði mig sekan um þennan aulahátt, heldur ég í merkingunni útrásarflónið sem vísan fjallar um.

Ég vona að þessar skýringar verði metnar góðar og gildar og rek á eftir kreppulausri limru!

‹Hlær eins og hæna›

Fýr einn af fínustu efnum
fann ég hér nú inná vefnum.
á Pói hann óð
með prýðileg ljóð.

Pó þennan öðling við nefnum.

Yrkja skal tvær vísur um íbúa Andabæjar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/11/08 23:21

Nú er ansi reiður rupp
rífur kjaft sinn upp.
Sýnu verri sýnist rapp
sem sýnir gjarnan kapp.

Hvernig væri að þú sýndir hvað í þér býr með góðum sléttuböndum...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 20/11/08 09:43

Hestur góður, tæpast telst
trunta og lúðulaki.
Bestur. Aldrei knapi kvelst
klársins víst á baki.

--

Baki á víst klársins kvelst
knapi. Aldrei bestur.
Lúðulaki og trunta telst
tæpast góður hestur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 20/11/08 10:21

Næsti skal yrkja braghendu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 20/11/08 10:56

Wayne Gretzky mælti:

Hestur góður, tæpast telst
trunta og lúðulaki.
Bestur. Aldrei knapi kvelst
klársins víst á baki.

--

Baki á víst klársins kvelst
knapi. Aldrei bestur.
Lúðulaki og trunta telst
tæpast góður hestur.

Afsakið oss fáfróða, en gæti ei verið, að hér sé ofstuðlað?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
20/11/08 13:37

Fergesji mælti:

Wayne Gretzky mælti:

Hestur góður, tæpast telst
trunta og lúðulaki.
Bestur. Aldrei knapi kvelst
klársins víst á baki.

--

Baki á víst klársins kvelst
knapi. Aldrei bestur.
Lúðulaki og trunta telst
tæpast góður hestur.

Afsakið oss fáfróða, en gæti ei verið, að hér sé ofstuðlað?

Í vísunni eins og hún birtist á undan kemur þetta fram sem það sem menn kalla „aukastuðlapar“ og er ekki alvarlegur, heldur mjög fyrirgefanlegur galli á vísu. Í vísunni öfugri er ekkert athugavert við þetta, að mínu viti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 20/11/08 15:43

Sléttuböndin slyngur fléttar sláninn græni.
Í aðdáun ég á hann mæni.
Ef ort ég gæti líkt og Wæni . . . ‹Starir þegjandi út í loftið›

Nú er tímabært að fá lofsöng um Færeyjar og þó einkum Færeyinga!

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
21/11/08 18:12

Í hjarta kviknar hamingjunnar eldur,
heimsins besti friður er við völd.
Þessum yndisfagra friði veldur
Færeysk stúlka', er hitti' eitt sinn um kvöld.

Höfuð sitt og herðar bar hún yfir
hrundir sem koma annars staðar frá.
Í brjósti mínu björtust minning lifir,
mín besta' ósk rættist, þá ég hana sá.

Hjartað þitt af sannri gleði syngur
sönginn þann, sem ávallt bræðir mig.
Ó mín snót, minn fagri Færeyingur.
Fær ei nokkuð jafnast á við þig.

---
Nú bið ég um ferskeytlu um mann, sem kvíðir jólunum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 22/11/08 00:58

Hellist yfir hugann sorg
hjartað missir slögin.
Þegar daunþung dynja á borg
djöfuls jólalögin.

Næst má yrkja slitrukvæði um snjó og hálku.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 22/11/08 01:17

Hálkan er eins og snjór
og samt ekki
Fálkinn er eins og þjór
og tamt flakki

[undrar sig á því að hvergi finnst heimild á vafranum um slitrukvæði, heldur áfram í reiðuleysi]

Ég held að ef ég detti á snjó finnist mér ég auli
en ef hálkan verður mér að falli ég bauli
Og því er eins með alla hluti:
Þykist þeir á heimavelli
líður öllum vel á svelli.
Þar er beittur hvers kuti
ólíkt flatneskjuskuti
Ég sef, og hætti þessu relli

[bið að lokum um útskýringu inni á skólastofu hvurnig maður yrkir slitrukvæði og dett í draumaland]

Takk fyrir áheyrnina.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 22/11/08 02:08

Slitruháttur er slitinn háttur.

Fljúg- í hálku fell ég -andi
fanna- undir -drífu.
á Ísa- köldum klaka, -landi
koll- tek snarpa -dýfu.

Næst mætti einhver taka sig til og sjóða saman stikluvik um fjármálaráðherra vorn.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... , 13, 14, 15  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: