— GESTAPÓ —
Klúbburinn
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3 ... 13, 14, 15  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/9/06 22:14

Hér verður smá hagyrðingaklúbbur, opinn alla daga og nætur... eina skyldan sem að á mönnum hvílir er að koma með smá innlegg hér eftir forskrift þess sem á undan var... hvort sem er yrkisefni eða fyrripartur eða hvað sem er... keðjuþráður er þetta og ekki er gott að fara mikið út fyrir efnið... Orkt verður eftir bragfræðinnar reglum en ef menn vilja þá geta menn beðið um annars konar ljóðform...

Eftir að ég hef svarað þá á ég að koma með næstu fyrirmælin...

Ég gæti t.d. komið með fyrripart um kött og beðið menn að botna vísuna með fjörugum botni um hund...
Einnig gæti ég beðið menn um að yrkja vísu sem inniheldur einhver orð (3-4)...
Þá gæti ég beðið um atómljóð um álver...
Ég gæti líka beðið um sérstakan bragarhátt um hvað sem er...

Jæja byrjum...

Getur einhver ort fyrir mig limru um vandræði manns sem er með of stór kynfæri?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 25/9/06 22:26

Ef kona í lim stórum lendir
löngum þá miður oft hendir.
Þó leiðin sé löng
um lifandi göng
hefur nú hér allt sinn endir.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/9/06 22:36

Karl er með kynlegan vanda,
er konurnar lát’onum standa,
-kvælum með harm-
Í kuntu eða þarm,
hann kemst ekki inn til að brunda.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 25/9/06 23:12

Þetta er all lélegur þráður en ég skal þó ekki láta mitt eftir liggja. En, ég hefi átt erfitt um gang.

Það er dáldið erfitt að labba
með eistu mjög fárveik af krabba
og tittling sem er
með tappa á sér
og stór eins og stoltið hans Skabba.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 25/9/06 23:26

Já ég las ekki reglurnar nógu vel ég átti að koma með næsta yrkisefni

Næst skal ort um Skáld eða ekki skáld, formið er frjálst.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/9/06 23:52

Ég færi orðin fram og aftur,
uns falla þau í stafi.
Lakur er ég ljóðaraftur,
en lunkinn var hann afi.

Næst skal yrkja um hversu gaman er að horfa á körlíng í sjónvarpinu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/9/06 08:43

Ég þakka fyrir viðbrögðin og skjót viðbrögð Offara við að leiðrétta hvert þráðurinn stefndi... flottar limrur... og flott framhald... en hér er körling í sjónvarpi...

Í imbakassa æsast menn,
yfir leiknum góða.
Á svelli hamast sveittir enn,
og sveifla körlingsslóða.

Næst þætti mér vænt um að fá æsilega braghendu um síðustu andartök í lífi George Bush (það er víst búið að framleiða kvikmynd um síðustu daga hans, ef mig misminnir ekki þá mun hann verða skotinn úr launsátri á næsta ári)...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 26/9/06 09:08

Skotinn var hann skelfing þá hann skaðann sá hann.
Eftir sá hann ekkert þjóð vann
ætíð ég mann glaður dag þann.

Það er kannki asnalegt að semja um framtíðina í þátíð. Því vill ég næst heyra öfugmælavísu.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/9/06 12:12

Ég er bestur ég er skáld,
ég er séní- æði.
Alltaf rétt og aldrei dáld-
ið ég leira kvæði.

Næst skulum við yrkja um geðvonsku þá, sem virðist drjúpa af öðrum hverjum manni hér á Gestapó... má vera hringhent en ekki skilyrði...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/9/06 12:58

Geðið dræma gjarnan flæma,
gestir næmir lútnum frá.
Ekki sæmir drótt að dæma.
Daga slæma sjálfir fá.

Hversu dýrt er að kveða verðbólgudrauginn niður?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/9/06 14:59

Draugur sá mun dæma menn
og drottna yfir báli.
Víst er svo að voð'er enn
verð á aumu káli.

Nú ætla ég að breyta aðeins til, enda er frjálsleikinn í fyrirrúmi á þessum þræði... Getur einhver troðið eftirfarandi orðum inn í ferskeytlu, svo vel standi...

Glæpur, sápa, faðma, stél

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/9/06 16:36

(Það má beygja orðin, er það ekki?) - [Jú í fínu lagi.. Skabbi]

Með sápubyssu sótti hann fenginn.
Síðan fékk sér hanastél.
Glæpabrautin ginnti drenginn,
og gellufaðmur lokkar vel.

Nú skal orkt um hvernig kakkalakkarnir á vellinum verði nýttir í Leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 26/9/06 20:21

Kakkalakkaleyniþjónustu-
varnarliðavallarplans-
vonirnar nú brustu.

Næst væri gaman að fá hér þrískeytlu yrkisefnið er frjálst.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/9/06 12:57

Ég er nú ekki fullnuma í þrískeytlunni skemmtilegu... en hér er tilraun...

Köstum hér inn kvæði,
kennist skeytlu þrenna.
Löstum svo að læði.

Getur einhver búið til Atómljóð/orðaleik/vísu sem inniheldur Ómar og Ó María?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/9/06 23:09

‹Eru til reglur yfir atómljóð? (Eru til regluleg atómljóð?)›

Ómar í athvarfið fór:
“Ó María komdu heim”,
Óm aríu heyrð’ann stæltur og stór
Er María færð’onum vindla og bjór
Og gómar í munnvatni flutu.

Og koma svo með Fyrripart á eftirfarand:

Athyglisgáfan er í lagi
alltaf hreint.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/9/06 09:30

Mér skilst að Atómljóð séu utan reglugerða...

Þrútin eru mjöðm og magi
og mjóbak beint.

Athyglisgáfan er í lagi
alltaf hreint.

Nú vil ég fá einhvern snillinginn til að skoða bragarháttinn Afhendu og koma með einhverja góða speki í þeim stíl...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/9/06 11:24

‹Sjá forsíðufrétt Blaðsins í dag:›

“Jésús sagði: Bara að blessuð börnin hingað
komi”; sagði kirkjan þvingað.

En Drottin minn í Digranesi dæmdi þetta
kléna speki, kennisetta.

Börnin eiga að borga til mín blessuð gjöldin,
því kaupa þarf ég trúartjöldin.

Þau farið geta fjandans til í Fríkirkjunni,
að fermast þar á fölskum grunni.

Hvernig hljómar auglýsing þungarokkshljómsveitar eftir þríhornsleikara?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 30/9/06 22:11

Á málmgjöllinn metalin svæla
Mögnuðum tónum út dæla
Með mikilli snilli
Á þríhornið trylli
Nú held ég að líðurinn æli

Hvernig væri smá vísa um risvandamál?

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
LOKAÐ
     1, 2, 3 ... 13, 14, 15  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: