— GESTAPÓ —
Klúbburinn
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4 ... 13, 14, 15  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 11/10/06 00:04

Ég neita að hlýða fyrirmælum útvarpsstjóra enda held ég að hann hafi verið pólitískt ráðinn

Eggjar eg deyfi minna andskota, • bíta-t þeim vopn né velir.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 11/10/06 00:06

þú átt að fylgja fyrirmælum Útvarpsstjóra vegna þess að þeir sem á eftir honum komu voru báðir of seinir.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 11/10/06 00:13

Ekki skil ég þessa undarlegu rökfræði. Útvarpsstjóri er að eyðileggja flæðið á þræðinum, því afdráttarháttur er ekkert sem menn hrista fram úr erminni á stuttum tíma. Ég mæli með áminningu og að hoppað verði yfir hann.

Eggjar eg deyfi minna andskota, • bíta-t þeim vopn né velir.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/10/06 10:42

Það skemmtilega við þennan þráð er að það geta komið þrautir af öllu tagi... og þó þessi sé erfið þá er bara um að gera að prófa, eða bíða eftir næstu.. ég ætla að reyna...

Fræðin blæða, frægir skokka
fríður sá hvelli.
Ræðin læða, rægir kokka,
ríður á velli.

Læt þetta duga... næst má einhver semja Hæku (Haiku)...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 11/10/06 10:48

Vel gert Skabbi.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 11/10/06 10:52

Snjórinn fellur hljótt,
hylur fagra liti hausts.
Kominn er vetur.

Nú væri gaman að fá stöku um Lomber.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glundroði 11/10/06 14:03

Hvað verður það næst? Ljóð á arabísku undir afdráttarhætti?

Eggjar eg deyfi minna andskota, • bíta-t þeim vopn né velir.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 11/10/06 16:23

hlewagastiR har jeg ikke
hos min fru og börn
Farfar kan din fise slikke
og farðu svo í görn!

Næst skal ort um limra geymslusvæði

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/10/06 12:13

Hvar eru góðlimrur geymdar?
Gat skeð að væru þær dreymdar?
Í fjárhyrslum faldar,
fúlar og kvaldar,
eða eru þær öllum nú gleymdar?

Næst vil ég fá eina ljúfa Valhendu...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 12/10/06 12:34

Fegurst allra fljóða leit ég fyrsta sinn,
smellti einum koss á kinn.
Kinnarjóð hún bauð mér inn.

Næst myndi ég vilja sjá öfugoddhendu.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/10/06 12:56

Takk fyrir það, ég hafði ekki heyrt minnst á öfugoddhendur fyrr... en hér er víst ein... eina dæmið sem ég sá var Breiðhenduafbrigði og nota ég sama form...

rimur.is mælti:

Okkar minnumst hlýrra heita,
heilir finnumst öðru sinni,
frægðarvinnan þegna þreyta
þróttarsvinna eflaust kynni.

Nú er væta, vosbúð kalda,
vetrar strætin naglar tæta,
brátt þó kætist barnið falda
birtist glæta, fönnin æta.

Feitletra innrímið... Nú skal ort um misheppnaða ferð... form frjálst...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 12/10/06 14:56

Keppti ég í krullu forðum daga
komst til metaorða út'á Skaga.
En þegar við mættum
mótherjum bættum,
við máttum okkar frammistöðu laga.

Í rútu fórum fjölmennir að vanda
og fjandmönnum við ætluðum að granda.
En fönguleg þvagan
fékk öll í magann
nú flaggskip okkar virtist ætl'að stranda.

linnti ekki látum magakveisan
lítil ekki þótti Skagahneysan
við slíðruðum sverðin
já fór svona ferðin
furðanleg oss þótti happaleysan

Þegar út á Skaga skriðum síðar
við skelltum sök á konur vorar blíðar
Þær flestar með tölu
ollu uppsölu
með illa gerðu líki kvöldmáltíðar

Þannig fór um sjóferð þá, nú vil ég fá kvæði um hversu frábærir Bratislavagúmmískór eru.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/10/06 15:02

Einn er sá Gestapói sem ætlaði út af Baggalúti, en það virðist ekki hafa heppast alveg:

Segist ætla á önnur mið,
er þó þessi raftur
hættur við að hætta við
að hætta að koma aftur.

Of seinn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 12/10/06 19:32

Gúmmí skórnir skvammpa dátt
og skratti eru hlýjir
Veð í læk og verka brátt
þá verða einsog nýjir

.
.
Dverghendu.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 12/10/06 22:20

Já, það skal ég svo sannarlega gera Heiðglyrnir minn...

Kannske að ég ljóði læði,
lítinn þátt.
Dembi á þig draumakvæði
dvergahátt.

En hvernig væri nú að breyta aðeins til og gera eitt örstutt dróttkvæði... má vera um pólitík en ekki skilyrði...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 13/10/06 03:02

Fylking okkar fólksins
fullkomnar nú bullið
Spreyta sig og sprauta
spræna á vinstri græna
verklags engin vilji
vinna saman minna
Sauðir réðu ráðum
rass í háðir kláða
Hórast hægri vinstri
heldur betur geldir
Gaui um kvóta gaular
grannur er og sannur
falið honum fylgi
flokkar aðrir lokka
Fálka goð og grýlur
geðlag Dabba seðla-
banka, farið fylgið
flúið minnkar búið
Björninn hlerar býlin
brúnhæll ekki vinsæll
Helst mætti hann fara
herinn í ó-þverinn.

.
.
.
Úff e-ð svona Skabbi minn. eða nærri lagi.
.
Jæja nú viljum við fá skammhendu með þversetnu upphafs og endarími í línu 2 og 4.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/10/06 09:35

Þetta var flott Heiðglyrnir...

Áttirðu ekki við svona?

Kuta niður kraftaskrokka
ket í pottinn set.
eftir stund mun ilmur lokka,
et og leggst í flet.

Nú má einhver semja vísu um Gorbatsjov... form frjálst...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 14/10/06 23:04

Enn um heiminn snöggur snýst
snarast milli landa
í Höfða þykist hafa víst
heimsins leystan vanda.

nú má næsti snillingur setja saman íslenskan texta við erlent lag að eigin vali.(minnst tvö erindi)

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4 ... 13, 14, 15  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: