— GESTAPÓ —
Klúbburinn
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 13, 14, 15
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 22/11/08 23:59

Flóttalegur ætíð, en
eflaust góður drengur.
Sífellt dýpra í saurugt fen
sekkur Árni Mathiesen.

Stúfhendu um Bjarna Harðar?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 23/11/08 00:06

Bækur selur bændum núna, Bjarni Harð.
Hugs'um verður hver sinn garð.

Undir frjálsum hætti mætti næsti maður yrkja um útifundi á Austurvelli.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 23/11/08 00:16

Sumir arga, sumir púa,
sumir bara horfa.
Hópar ungra, feðra, frúa
fylgja Herði Torfa.

Efnið er frjálst. Hátturinn dróttkvæður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/11/08 05:20

Baggalútar braggast,
Bragi enn kann fagið,
fléttar rímið rétta,
rumur drápur semur.
Nýjast nýtt mér hlýjar,
nostur er þess kostur,
rekkur því vill þakka,
þessum sveinum hressum.

Komið nú með uppdiktað svar Regínu við bónorði hlewagastiRs konugs vors á framrímuðu formi.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 25/11/08 23:02

Þetta er hvorki uppdiktað nér framrímað, svo síðustu fyrirmæli gilda áfram.

hlewagastiR heyra „já“
helst af öllu vildi.
Loksins „allt í lagi þá“
ljúflega hún þuldi.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 1/12/08 11:44

Hógvær er Regína, villl ekki gorta af snilld sinni. Hún sagði hins vegar eitthvað á þessa leið við mig:

Besti vinur, sæl og sátt
sést nú kát þín hnáta.
Gestur Hlewa, í bríma brátt
ég brest í grát og játa.

Lýsi ég nú eftir góðri skjálfhentri braghendu.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 2/12/08 23:31

Eina bragarhendu haga hef ég orta.
Hér er bagan, henni sporta,
Heilan dag nú mun ég gorta.

Mig myndi langa afskaplega mikið í vísu um pilsner.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 2/12/08 23:59

Gutl er pilsner, gagnlaust sull,
gult sem hland og bragðast eins.
Af honum verðum aldrei full,
ekki er drykkja hans til neins.

næst skulum við sjá lofkvæði/vísu um neftóbak

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 9/1/09 23:24

Neftóbakið nær oft stíflum nasa að eyða.
Stundum mér því gerir greiða.

Að yrkja lofkvæði um atómskáld.

Ekki stíga svona fast í vitið, þú gætir hrasað.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 15/1/09 17:28

Þú Atómskáld sem yrkir torráðlega
útpæld ljóð! Af vizku djúpir brunnar
á lesandanum leiðslugaldur fremja,
sem landslag hugans kunnir þú að temja.
Mér þykja orðin - textinn! - gleði og trega
tjá, og margar kenndir síður kunnar.
Rím og stuðlastafi lést þú sigla,
- sterkust skáldin þurf'ei slíka snigla!
Röklaust málið gert að þræli þínum
þykir mér svo ægifagurt sýnum.

Er sit ég nú við Atómskáldsins skemil
skömm mér finnst hvað á mig setja hemil
rökrænt myndmál, reglur, stuðlapína,
rím og form sem fjötrar getu mína.

Næst: Hornreku bragíþróttarinnar - stafhendu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 18/1/09 00:42

Stafhendu um Blöndi bað
bað hann líkast til um það.
Vegna þess er, vinur minn,
vísast henni að fleygja inn...

ekki var það flott - en nú má yrkja um hina göfugu íþrótt skák ( helst langt )

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
20/1/09 02:14

Taflmenn oft og tíðum stíga
trylltan listarinnar vals.
Nú skal sýna mætum mönnum
mát að hætti de Legals.

Fyrst lék hvítur konungspeði
kröftugt fram á borð og svo
hermdi svartur sama leikinn;
setti kóngspeð fram um tvo.

Fór þá hvítur fram með biskup
á 4-C, það gat nú skeð.
Þá fór svartur feiknarfrakkur,
fram um einn með Hennar peð.

Svo hleypti hvítur riddaranum
ruddalega C á þrjá.
Stilltur, prúður, stuttu síðar
stökk hinn svarti C6 á.

Kóngsriddarinn hvíti þar næst
kátur fram á F-3 smaug.
Svartur biskup bærði á sér -
beint á 4-G hann flaug.

Lék nú hvítur óðar af sér -
E-peð drap með lotningu.
Svartur biskup banaði síðan
blásaklausri drottningu.

Hefnd nú þráði' hinn hvíti kappi
kónginn biskup skákar næst.
Svartur kóngur sveif einn fram
og sagði: "Dísús fokking kræst!"

Hvítur sá hvað sjá hann mátti.
Setti' á D-6 lítinn fák.
Núna færðist fjör í leikinn,
frækinn hrópaði hvítur: "Skák!"

Fór um svartan sorgarhrollur,
síðan brast hann strax í grát.
En hvítur engdist um af gleði;
"Elsku svartur - þú ert mát!"

---

Næsti maður skal níða feisbúkkfyrirbærið í tætlur, takk.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 2/4/09 22:58

Allir núna snoppusnepla
snupra, ekki vissum
að þeir, fljótt sem augum depla,
allt þeir fylltu af quizum.

Ég vona að þetta sé nóg níð.

Næsti má kveða burt snjóinn.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 2/6/09 21:13

Kaldi snjór! Með frosti og fjúkamóðu.
Svo ertu bara klakakorn,
- ég kveð þig nú með góðu.

Næst má einhver góðhjartaður kveða um Selfosskaupstað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
27/9/09 22:37

Sæll um kaupstað syngja vil,
því Selfossi ber að þakka
veðurguði og grassparkspil,
glæpamenn og hnakka.

Næsti yrki saknaðaróð um árið 2007

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 18/1/10 21:37

Í aldanna myrkur leið árið, þess sakna.
Illæri fylgdu í kjölfarið tvö.
Ár minna drauma, ég vil ekki vakna,
vil bara árið 2007.

Mig langar að sjá hér níð um Akureyri...

vér kvökum og þökkum
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 13, 14, 15
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: