— GESTAPÓ —
Klúbburinn
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 11, 12, 13, 14, 15  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 11/12/07 13:48

Iðka þjór á Amstel bjór,
alla held ég daga og kveld.
Eitt sinn mjór en orðinn stór,
ístrubelgnum tæpast veld.

Er þetta að gera sig?

Sé svo væri ekki úr vegi að sjá limru um jólabókaflóðið.

vér kvökum og þökkum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/12/07 23:12

Ekki alveg rétt... en svo nálægt lagi að ég læt það duga... af því að það eru að koma jól

Ég elska í bítið oft bækur
þær bæta sem iðandi lækur.
Komið er flóð
ég fagna þann sjóð
sem gjöf eru betri en brækur.

Næst má einhver yrkja þríliðað kvæði um Stekkjastaur...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 11/12/07 23:28

Skundar einn fyrstur í skjóli um nótt,
staðfastur læðist er svefn hefur sótt.
Börnin sem liggja í bólinu stillt,
breytir hann engu hvort um stúlku eða pilt.
Er um að ræða því ræfillinn er,
rauðsokka´ og feministi sýnist mér.

Gaman væri að fá óskir um jólagjafir næst.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 12/12/07 00:22

Höldum okkur bara við limrurnar.

Um heimsfriðinn helst gef ég lítið
og hamingjuraus finnst mér skrýtið
því kerti og spil
kannski ég vil
og brennivínstaup svona í bítið.

Næst má yrkja um íslensk jólalög, eða öllu heldur um ömurleika íslenskra jólapopp-laga.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 9/1/08 02:32

jólahjólajólabút
ég kalla stundum jólagrút
ef vil ég ekki sorg og sút
syng ég lög með baggalút

Næst má yrkja um vanda samfélagsins númer eitt. skort áfrídögum næstu mánuði.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 9/1/08 10:04

Lítið er um letidaga,
nú líst mér ei á bliku.
Þetta skyldi þingið laga
með Þorrablótaviku.

Næsti hagyrðingur má spá fyrir um gengi Íslands á EM í handbolta.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 9/1/08 10:11

Basl og rugl í boltaleik
barningur og kveinið
aumir brotna, allt í steik
eykst þá meiðslaveinið.

Næst skal ort eitt nýmóðins þorrakvæði við lagið sem sungið er við Þorraþræl.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 29/1/08 14:28

Í garð er þorri genginn
gránar snöggvast jörð,
fellur fönn á svörð,
frosin er og hörð.
Út á vegum eru
ökumenn í neyð,
gatan ekki greið,
glerhál leið.

Blikkar rautt og blátt
bjartan dag sem nátt.
Deyðir manna mátt
mikil norðanátt.
Til að þreyja þorrann
þetta hef ég ráð:
límið ljóðin gljáð
á ljóðaþráð.

Næst má yrkja um vanhæfi borgarbúa við akstur í snjó, formið er frjálst.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 16/2/08 14:53

Járnaður er jeppinn minn,
jórinn sá er fullkominn.
Skafla- er hann -skelfirinn,
skríður undan hindrunin.

„Heimska kerling, farðu frá!
Fram- ég kemst þér ekki -hjá.“
Nú, var þetta strákastrá?
Stóran jeppa seint mun fá.

Vill ei hlusta á veðurspá.
„Varla nenni að kíkja á skjá.“
Skipa himinn skýin há,
skjótt þau verða þung og grá.

Ekur jeppa upp á fjöll,
efst þar klúkir skýjahöll.
-Festir bíl í mjúkri mjöll,
megadekkin spóla öll.

„Skrambans ólánsskellur þar!
Skóflan eftir heima var.“
Með stærri jeppa fékk loks far.
Af fáu hafði' að guma' á bar.

Jæja, hvernig væri að fá gagaraljóð næst, nú má efnið vera frjálst.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 20/2/08 21:41

Æri-Tobbi agara
að sér lék með þambara.
Gat ei kveðið gagara
og gerði úr því vambara.

Næst vil ég fá bara hringhendu, helst oddhenda, um hvað sem er.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/2/08 21:51

Það er reyndar ekkert til sem heitir oddhent hringhenda... svo ég geri bara oddhendu..

Ein var þrá sem er nú grá
eigi má um tala
Ofur smá samt fjörug - frá
fór um hátind sala.

Svo ég afgreiði enn og einu sinni Oddhendur, þá vil ég biðja einhvern um að yrkja Stiklu... nota bene, það er ekki Oddhenda... frjálst umfjöllunarefni... (það var umræða um þetta síðasta vetur, eðlilegt að hvurslags hafi misst af því, en ég var í sömu villu og hann, þar til Loki útskýrði þetta fyrir mér)

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 22/2/08 08:56

Nú, mig minnti endilega að mér hafi verið kennt í skóla að oddhenda þyrfti ekki að vera hringhend...? ‹fer á rimur.is›

‹snýr aftur› Þetta er rétt hjá þér Skabbi.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
johannst 27/2/08 00:58

Það var árshátíð um helgina og mikið drukkið. Þessi á vel við.

Á gólfinu ég lúinn lá.
Lengi hafði sopið.
Ekki var það af of frá.
Undir pils á konum sá.

[Ágæt vísa... en hér var beðið um stiklu... Skabbi]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Regína 5/3/08 15:22

Hér er stikla:

Hlákutíðin birtist blíð,
brátt má um það veðja:
Undan skríður allri hlíð
aur og forarleðja.

Næst skal yrkja valhent um hvað sem hugurinn girnist.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 27/3/08 01:42

geðveikt mikið mig í langar makkavél
og hárlokk svartan hrokkinn vel
af honum þarna Jóa Fel

Næst má yrkja breiðhent um breiðnef (eða langhent um langhund).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/4/08 12:12

Úr breiðu nefi dropi drýpur
dólar hann og tjörn um líður.
Einn nú tjarnarætið grípur
annar nú í holu bíður.

Nú skal yrkja hurðardrátt

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 7/4/08 23:35

Hurðarlaust er helvítið og hurðardráttur
til þar fyrir vikið varla
vísna- oft því klénn er -þáttur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/4/08 08:52

Fyrirmæli finn ég engin fyrir stemmu.
Hurðardrátt ég held ég yrki,
held ég sleppi þá úr klemmu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 11, 12, 13, 14, 15  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: