— GESTAPÓ —
Klúbburinn
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, ... 13, 14, 15  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 1/10/06 00:06

Um vetrartímann vill hún rísa
en voða lítið gengur.
Þá er súr hér sólarkrísa,
og sekkur bara lengur.

Næst vil ég fá kvæði um lazyboy, helst braghendu en ekki skilyrði...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 1/10/06 00:14

Ekki braghent en valhent sem er næsti bær við....

Ekki stend ég upp þótt sé í einum spreng,
framar ei um gólf ég geng,
góð er vist í Letidreng.

Hurðardrátt skal yrkja, efnið er frjálst.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 1/10/06 00:26

Þá prófa ég hurðardrátt í fyrsta skipti...

Hefur þú í heilagt klósett, hlandgult litið
gulbrún slikja gáðu drengur
getur þú í klósett skitið?

Næst má einhver yrkja limru um saklausan glæp...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 1/10/06 00:55

‹Er þetta rétt? (Annars vegar venjulegur, og hins vegar miðskárímaður.)›

Hurðarskellir hélt að fengist hægur dráttur,
hinum megin hespuloku;
hafði smokkinn ansi sáttur.

Skelegg mærin skartaði þó skírlífsbelti.
Heldur varð þá hörðum pilti,
hált í sýnu kynlífssvelti.

Upp á fjöll nú aftur laumast aumur sveinninn
Gildur er þó gleðipinninn,
gefur losun holur steinninn.

Næsta efni ekki alveg tilbúið: ‹Starir þegjandi út í loftið›

‹Of seinn. Gott að Skabbi var á undan, þá þarf ég ekki að hugsa upp nýja þraut.›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 1/10/06 01:39

ætíð til verka skal vanda
og vel í fæturna standa
það er engin synd
úr einhverri lind
að drekka vel lagaðan landa

næst á að yrkja ferskeytlu um Enter.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 1/10/06 03:52

Enter trylltan vista varð
á viðeigandi hæli
Allar Karmel-systur sarð
svei mér þá, ég æli.

Hver verða örlög hans? Svarið því eftir eigin höfði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 1/10/06 21:37

Uppi á krossi Enter hangir
eins og fyrri spámenn.
Svíða hann með sóðatangir
sérþjálfaðir blámenn.

Bjargast loks því beitt er tunga.
Biskup nær að glýja.
Syndaaflausn semur þunga:
Sonatorrek nýja.

Getum við fengið drápu um það hvaða uppfyndingar myndu líta dagsins ljós í samvinnu Vilhjálms Vandráðs og Sveppagreifans?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/10/06 16:15

Þetta er búið að vefjast fyrir mér alltof lengi svo ég skýt á það...

Kannske gátugeislablysagammabyssa?
Yrði varla hérna hissa,
ef hyrfi síðan þessi skissa.

Höfum það einfalt núna, mjög einfalt... næst skal búa til óskreytta ferskeytlu um sleypiefni...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/10/06 23:33

Ef þér gengur ekki neitt,
inn að setja gandinn.
Sleipiefnið fáðu feitt,
frestast þar með vandinn.

Hver getur gert auglýsingu í bundnu máli fyrir nýstofnaða ástarlífsbúð?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 7/10/06 00:58

Ef að gengur ekki neitt
og allt er hreint í pati
þá getum vanda bætt og breytt
í búðinni Í réttu gati.

Nú skal yrkja um nýliða að eigin vali.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 7/10/06 13:18

Þrír athygglisverðustu nýliðar hér.

Úlfamaður endalaust
eykur þráðaflóru
Hér'ann gleður Harald aust
hefur enga glóru.

Napur Kristján níundi
nasistinn er ljótur
Tekur brátt við tíundi
taktu við hér fljótur.

Siggi er hér sætastur
sæta myndin lokkar,
langtum best hér bættastur
bætir hópinn okkar.

Nú væri gaman að fá eitt ljóð um salernisferð.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/10/06 19:20

Ennþá ég man þessa mögnuðu ferð,
mjógörnin herptist í farti.
Föl verður sjónin ei fyrir neitt verð,
fagur var kúkurinn svarti.

Þó verð að segja að lyktin var ljúf,
sem lundur á ágústsins degi.
En áferð á skítnum var skrítin og hrjúf,
er skeindi mig, best að ég þegi.

Þorir einhver að gera sléttubönd? Efnið frjálst...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 7/10/06 19:58

Það má alltaf prófa.

Trúin getur flutt hér fjöll
fremur spjöll og kvelur,
Frúin mín oft tekur tröll
temur hún og elur.

Elur hún og temur tröll
tekur mín oft frúin,
Kvelur spjöll og fremur fjöll
flutt hér getur trúin.


Næst vill ég limru um einhvern Gestapóann.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/10/06 15:51

Sigurður Úlfmanninn særði,
sjóðbandvitlausan hann ærði
limanna lesti,
líflát á hvesti,
geimverur grikkinn til kærði.

Gaman væri nú að fá klifaða stafhendu...

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 10/10/06 21:52

Er ég rölti suður með sjá
sjá þar mátti hringaná.
Náði ég henni öllu úr
úrill varð og heldur súr.

Næst vil ég sjá kveðskap með sviðslýsingum og sértáknum þeim sem gestapóum er boðið upp á.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 10/10/06 22:05

Á bekknum situr gamall gaukur
‹Glottir eins og fífl›
Ættar- hann er ljótur laukur
‹Ljómar upp› sá skítahraukur

Næst væri gaman að fá rímu í afdráttarhætti.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/10/06 22:09

‹Hlær eins djúpum hlátri og unnt er›
‹Hendir frá sér vellíðunarstunu›
‹Skransar út af sviðinu og skellir á eftir sér›
‹Skrítinn klórar sér í höfðinu›

Æ, of seinn.
‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/10/06 22:13

‹Blótar herfilega og hár sitt rífur›
‹ hæðir sínar stekkur og tekur dívur›
‹Strunsar út af sviðinu
og svífur eftir liðinu›

‹Hrökklast aftur á bak og hér um svífur›

Of seinn.

KauBfélagsstjórinn.
LOKAÐ
        1, 2, 3, ... 13, 14, 15  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: