— GESTAPÓ —
Ástarljóð
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 22/9/06 22:24

Einhverra hluta vegna á ég mjög auðvelt með að setja saman vísur sem innihalda skítkast og svívirðingar. Allt slíkt rennur fyrirhafnalaust frá mér.
Það var svo elskan hún Grýta sem spurði hvort ég gæti ekki ort eitthvað fallegt um fólk. Ég taldi það hið minnsta mál og sagðist ætla að senda henni ástarljóð. Þegar ég ætlaði að hefjast handa, þá sat allt fast. Það er reyndar ekki auðvelt að yrkja ástarljóð til manneskju sem maður hefur aldrei séð en ég tók smá rispu í vísnagerð sem átti að draga fram það góða í mér og öllum öðrum. Með aðstoð orðabókar fann ég orð sem ég var ekki vanur að nota og jók þar með orðaforða minn um leið. Nú langar mig að sjá hvort ekki sé hægt að draga upp úr ykkur falleg ljóð sem byggjast á ást. Allir hljóta að elska einhvern. Ég læt þessa frumraun mína fylgja með. (Hefur birst hér áður)

Mögnuð sem Mona lísa
Með glampa í augum þér
Leiðina valdirðu vísa
veginn að hjartan´í mér

Þinn huga mig langar að líta
og ljósið í þinni sál
Þú tendraðir glóðina Grýta
glóð þessi orðin er bál.

Af lostanum bálið brennur
og birta þess veitir mér yl.
Í æðum mér ólgar og rennur
eitthvað sem ég ekki skil.

Enginn mun ástina skilja
allra síst á það við mig
Grýta minn göfuga vilja
geymi ég fyrir þig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/9/06 23:09

Vímus þú meyri ástarpungur... ‹fær ryk í augað› hér er eitt sem ég ætla að semja um ástina mína, ef það text... (þetta er ekki ort til Vímusar)...

Með þér ávallt sækir sýn
ég sekk í ástarvímu.
Vertu ætíð meyjan mín,
í mollu sem og hrímu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 22/9/06 23:10

Þú segir það satt, að það er hryllilega erfitt að skrifa ástarljóð. Mér hefur ekki tekist það enn þó ég reyni og reyni. Kannski verður þessi þráður mér innblástur, sjáum til.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 22/9/06 23:31

Ég gat ekki betur í þetta sinn.

Ég lítt hef um ástina skrafað og skrifað
því skelfingar erfitt það er.
Þó hjarta mitt hafi af titringi tifað
og tútnað út hausinn á mér;
um ástina get varla kjaftað og klifað
né krafsað á blað því er ver.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 23/9/06 00:34

Óður til kvenna

Í einsemd ég lifi, því ástin er blind,
ég elska samt kvenfólk svo mikið.
Ég horfði í korter á klámfengna mynd
og karlmennskan gældi við spikið.
En ást mín er vannærð og einsöm og svelt,
já, eins og hann Drottinn minn hefði mig gelt,
þótt puttarnir gantist við prikið.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/9/06 01:41

Ástargríma á mig rennur
er þú blikkar mig.
Ég gleymdi að líma gerfitennur,
grettinn kyssi þig.
Í miklu stímabraki brennur
böllurinn á mér,
er ástarbrímasóðasennur
sæki ég hjá þér.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 23/9/06 01:50

‹Ræskir sig›

Ræður ég langar það um gæti þulið
að þig ég elska gríðarheitt
allt þar til tíminn mín bein hefur mulið
og man ég ekki lengur neitt.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 23/9/06 02:11

Hlátur þinn svo heillandi mér veitir
hamingju og gleði sérhvern dag.
Leynast hjá þér sannir sælureitir
sálartetri mínu mjög í hag.
.
Með þér aftur löngu dauðir draumar
dagsins glætu litu enn á ný.
hjartagæsku þinnar heitu straumar
heldur betur sáu fyrir því.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 23/9/06 02:27

Ég virðist ekki geta þetta.

Elskan mín góða, svo yndis- er -legur
innan í harðri og leðraðri skelinni.
Merkilegt lítið úr munaði dregur
á meðan hann tekur úr uppþvottavélinni.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 23/9/06 02:37

Stúlkan og skapahárið

Til þín æ og aftur sný,
ást mín veldur pínu.
Ég er skelfing skotinn í
skapahári þínu.

Það er eins og ýlustrá,
ekki langt frá þarmi
mjúkt og hlandgult hangir á
hægri skapabarmi.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 23/9/06 02:47

Þetta held ég að komist næst því að vera ástarljóð.

Værirðu sprengja, splundraðir þú
og sprengdir af mér báða fætur.
Værirðu eikartré yxu þér nú
inn gegnum hjarta mitt rætur.

Værirðu skriðdreki, skriðir á mér
og skrældir af húðina alla.
Værirðu harðfiskur veitti ég smér
og viðar- þér smíðaði -hjalla.

Smá viðbót.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 23/9/06 03:07

Ég kann ekkert á svona.

‹Stelur vísu frá heilsubælinu›

Ung stúlka óð út í sjó
með svuntu
og sjórinn náði henni uppí
hné.

Þetta rímar bara á flóði.‹Starir þegjandi út í loftið›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 23/9/06 03:09

Það var reyndar svona:

Rímar:
Stúlka ein óð út í sjó með svuntu
og sjórinn náði henni upp í... hné...

Túrhilla:
En Rímar, þetta rímar ekki!

Rímar:
Jú! Það rímar alltaf á flóði!

‹Starir þegjandi út í loftið›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 23/9/06 03:12

Alveg rétt, þú hlítur að eiga þetta á spólu.
ég hef ekki séð þetta í hvað ‹Hugsar›15 ár eða meira.‹Brestur í óstöðvandi grát›

Ég skal skipta á Baywatch spólunum mínum fyrir heilsubælið.

‹Fer í rauðu stuttbuxurnar og hengir á sig flotholtið og syngur

Some people stand in the darkneees
afraid to step into the light....

Hvæsi Hasselhoff er mættur aftur !
xT

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 23/9/06 03:15

‹Starir tómum augum á Hvæsa›

Ætlar þú þá að strokka smér yfir Ladda og Gísla Rúnari?

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 23/9/06 03:18

‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Nei, Túrhillu.‹Grípur aftur um kvið sér, og leggst aftur í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 23/9/06 03:20

‹Svo er ég líka með Carmen og Pamelu í minninu góða›‹Glottir eins og fífl›

Svo er tæknin líka orðin þannig að fróðleiksfúsir strákar þurfa ekki lengur að bíða eftir laugardögunum til að sjá Bryndísi schram í stundinni okkar, og svo strandverði síðar um kvöldið, heldur fæst allt og meira til á gagnvarpinu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 23/9/06 03:21

‹Hristir hausinn› Jæja, hættum að skemma þráðinn hans Vímusar.

‹Hringir í Hvæsa (kollekt auðvitað) og hermir eftir Túrhillu... á ég að sprauta honum›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: