— GESTAPÓ —
Ástarljóð
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sjöleitið 3/11/07 02:50

Dásamlegt! í draumi þú
dansaðir við mig í nótt.
Sárlega þín sakna nú
samt þó hittumst fljótt.

Næ ég ekki nefið þitt
nú um sinn að berja
augum ljúfa yndið mitt
og ástar minnar ferja.

Uppdrættina að því rissa,
ákaft legg því grunn;
varir mínar vilja kyssa
vanga þinn og munn.

Leifur Eiríksson geri ég ráð fyrir.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 3/11/07 13:19

Jarmi mælti:

Hjarta mitt er hérumbil
hálft í sundur klofið
Ástin, hana ekki skil
allt mér virðist dofið.

Vá, var ég fullur í nótt eða hvað?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 8/1/08 01:13

Ég var of seinn að setja þessa inná kveðist á þannig að ég ætla að dirfast að endursetja hana hingað inn.

Drýgja vil þá dýrðarstund,
dvelur þú hjá mér.
Trúa vil að tík mun hund,
treysta fyrir sér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 8/1/08 01:43

Jarmi mælti:

Jarmi mælti:

Hjarta mitt er hérumbil
hálft í sundur klofið
Ástin, hana ekki skil
allt mér virðist dofið.

Vá, var ég fullur í nótt eða hvað?

Litla krútt!

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 10/1/08 21:28

Núna áðan bjó unnusta mín til pottrétt handa mér. Af því tilefni smeið ég þennan óð til kvenna:

það er eitthvað þegar brosir kona
þiðnar hjarta flestra fljótt
frónsins meðal sona

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 12/1/08 12:57

Ég myndi eflaust mikið betur,
mæra þig í orðum.
En ekkert lest þú eftir mig
og aðeins þar við þorðum.
En líkt og einhver áður sagði,
einu sinni´ í denn.
Einn er sá er öllu ræður,
engu ráða menn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 9/2/08 19:01

Hef mikið hugsað og komist að þessari niðurstöðu um eðli ástarinnar:

Kannski er ástin klám og spaug?
Kannski er ástin prump og fjas?
Kjaftæði sem kvenþjóð laug.
Svo karlmenn henni gæfi í glas.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: