— GESTAPÓ —
Hvernig ertu að fíla mússakkið?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 26/9/06 20:45

Fleetwood Mac var stofnuð sem blúsrokk sveit af Mick nokkrum Fleetwood, sem seinna geggjaðist (það þótti móðins í þá daga). Hljómsveitin naut nokkurra vinsælda fyrir vandaðan flutning, einkum flutu þeir langt á laginu um sjófuglinn vinalega, "Albatross". Seinna gengu til liðs við hljómsveitina Þær Steve Nicks og önnur kvensa hverrar nafn er mér hulið um þessar mundir. Gerðist þá hljómsveitin nokkuð "poppaðri" ef svo illa má að orði komast og sendi þá frá sé vinsæla 80´s smelli á borð við "Little lies". Allt í allt nokkuð góð hljómsveit, en nokkuð ráfandi að mér þykir.
Hver vill ræða Neil Young?

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 26/9/06 20:51

Assgoti... ég hafði ætlað mér að skrifa eitthvað um Flotvið Magga... en jæja

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 26/9/06 23:38

Neil Young er kanadískur Kani með dálítið skræka en þó ómþýða rödd. Hann er hippi, en þó ekki. Hann studdi til dæmis Reagan í hans forsetatíð, mörgum til mikillar furðu. Hans langfrægasta plata er Harvest, sem þykir skyldueign í ýmsum kreðsum. Sagan segir að Heart of Gold sé lagið sem Bob Dylan vildi að hann hefði samið.

Nú í ár varð hinn Ungi frægur upp á nýtt þegar hann gaf út hina flugbeittu plötu Living With War, þar sem hann skýtur allharkalega á stjórnvöld Ameríku. Tilurð plötunnar útskýrir hann þannig að hann hafi beðið og beðið eftir því að einhver ungur hugsjónatónlistarmaður gerði plötu af þessum toga, eða þá að minnsta kosti lag. Eftir langa og árangurslausa bið ákvað hann síðan að gera þetta bara sjálfur.

Næst skal hljómsveitin Dire Straits tekin til umfjöllunar.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 28/9/06 18:43

Dire Straits var bresk hljómsveit sem stofnuð var árið 1977. Árið sem ég fæddist reyndar. Á þessum tíma var pönkið víst í algleymingi þannig að þeir komu sem ferskur vindur inn í tónlistarmenninguna með sitt einfalda og góða rokk. Hljómsveitin var stofnuð af þeim Knopfler bræðrum Mark og David ásamt fleirum en David yfirgaf hana árið 1980. Þeirra frægustu lög eru væntanlega Money for Nothing og Sultans of Swing. Hljómsveitin lagði upp laupana í kyrrþey árið 1995 en þá voru einungis eftir þeir Mark Knopfler og John Illsey af hinum upprunalegu meðlimum hljómsveitarinnar.

Næst mun eðalgrúppan The Stranglers vegin og metin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 28/9/06 22:18

Neisko. Sjaldséðir bleikir albatrossar.

The Stranglers var ein besta hljómsveit sem reis upp úr pönksenunni á Englandi á áttunda áratugnum. Hljómsveitin spilaði glimmrandi hrátt rokk með beittum textum á borð við No More Heroes. Tónlist sveitarinnar staðnaði aldrei og þróaðist í poppaðari áttir á níunda áratugnum með úrvalslögum á borð við Always the Sun, tónlistin var á langtum hærra plani en viðbjóðspopp þess skelfilega áratugar. Þekktasta lag þeirra er líklega Golden Brown sem fjallar um heróín á merkilega jákvæðan hátt. Sveitin lagði eiginlega upp laupana undir lok tíunda áratugarins þegar söngvarin Hugh Cornwell hætti og sneri sér að sólóferli. Síðan þá hefur hún starfað í einhverri mynd en þá helst sem ófrjó glymskrattasveit. Stranglers héldu fræga tónleika hér á landi í gamla daga en þá var ég smápolli og hafði meiri áhuga á að kúka í buxurnar og slefa en hlusta á góða músík.

Næst skuluð þið fjalla um Velvet Underground.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 28/9/06 22:45

Hakuchi mælti:

Neisko. Sjaldséðir bleikir albatrossar.

The Stranglers var ein besta hljómsveit sem reis upp úr pönksenunni á Englandi á áttunda áratugnum. Hljómsveitin spilaði glimmrandi hrátt rokk með beittum textum á borð við No More Heroes. Tónlist sveitarinnar staðnaði aldrei og þróaðist í poppaðari áttir á níunda áratugnum með úrvalslögum á borð við Always the Sun, tónlistin var á langtum hærra plani en viðbjóðspopp þess skelfilega áratugar. Þekktasta lag þeirra er líklega Golden Brown sem fjallar um heróín á merkilega jákvæðan hátt. Sveitin lagði eiginlega upp laupana undir lok tíunda áratugarins þegar söngvarin Hugh Cornwell hætti og sneri sér að sólóferli. Síðan þá hefur hún starfað í einhverri mynd en þá helst sem ófrjó glymskrattasveit. Stranglers héldu fræga tónleika hér á landi í gamla daga en þá var ég smápolli og hafði meiri áhuga á að kúka í buxurnar og slefa en hlusta á góða músík.

Næst skuluð þið fjalla um Velvet Underground.

ARGH!
Ég er einmitt að leita að lagi með þessari hljómsveit... sem ég bara get ekki fundið og er ekki alveg 100% viss um hvað heitir.
Held það heiti e-ð Spective of love eða e-ð álíka.
Getur einhver staðfest þetta?
Kannast einhver við það?

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 29/9/06 00:16

Velvet Underground var stofnuð árið 1965 af þeim Lou Reed og John Cale en seinna bættust við Sterling Morrison og Angus MacLise. Hljómsveitin dregur nafn sitt af bók um sadó-masókisma eftir Michael Leigh og hefur skoðað það þema nánar, t.d. í laginu undurfagra Venus in Furs (sem er einmitt titill á bók eftir Leopold Von Sacher-Masoch og er talin vera eitt af fyrstu (ef ekki það fyrsta) ritum um sadisma). Hljómsveitin hóf feril sinn í New York og spilaði á smátónleikum hér og þar en það var ekki fyrr en Andy Warhol tók hljómsveitina upp á sína arma að hlutirnir fóru að gerast. Hann kynnti meðlimi fyrir söngkonunni Nico og með henni tóku þeir upp fyrstu stóru plötuna, The Velvet Underground and Nico (platan með banana koverinu).
Eftir það slitu þeir samstarfinu við AW og Nico og gerðu nokkrar plötur í viðbót (White Light/White Heat, Loaded o.fl) sem flestar eru að mínu mati mjög áheyrilegar og mæli með þeim við hvern þann sem vill kynna sér góða rokkmúsík.
Velvet Underground er yfirleitt talin með þeim hljómsveitum sem höfðu hvað mest áhrif á pönkið þegar það var að koma fram á sjónarsviðið enda voru meðlimir óhræddir við tilraunir og Lou Reed að mínu mati einhver mesti töffari í öllum heiminum. Ef þú hefur ekki heyrt í þessari dásemdarsveit ennþá þá veit ég bara ekki hvað ég get skrifað meira til að sannfæra þig, þetta er eðalstöff, segi og skrifa: eðalstöff.

Næst skal skrifað um Earth, Wind and Fire.

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/9/06 00:38

‹Taste the whip, now pleeead for me›

Earth Wind and Fire. Húff. Söngvari EWF var með mest pirrandi hárgreiðslu 8. áratugarins og diskógallar sveitarinnar voru mjög líkir skrautlegri ælu. Sveitin á nokkra diskóslagara sem eiga það til að festast hættulega í höfðinu á fórnarlömbum og dvelja þar lengri tíma. Hljómsveitin líður einna helst fyrir það að K.C. and the Sunshine band var miklu betri diskóhljómsveit.

Fjallið næst um Roxy Music.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 29/9/06 21:19

Nú er loksins eitthvað farið að gerast á þessum þræði og komið einni svölustu hljómsveit allra tíma, Roxy Music sem óforvarendis kom t.d. fram á LIve Aid tónleikunum í fyrra og þá missti sá sem þetta skrifar þvagvatn af óvæntri ánægju...

Ég ætla nú ekki að rekja ferillinn en hljómsveitin var stofnuð og listnemum og háskólastúdentum í Reading árið 1971. Þar fóru fremstir söngvarinn Bryan Ferry, saxófónleikarinn Andy McKay og gítarleikarinn Phil Manzanera að ólöstuðum hljómborðsundrinu Brian Eno. Hljómsveitin varð snemma þekkt fyrir sitt metnaðarfulla Art-Rokk, óvenjulegar, yfirpródúseraðar og marghlaðnar lagasmíðar sem þó hljómuðu sem áheyrilegt nýjabrum í úrkynjuðu glysrokkinu sem ríkti við upphaf áttunda áratugarins.

Snemma varð vart mikillar innri samkeppni í bandinu á milli Ferry og Eno, því ótrúlegir hljóðgervilsgaldrar hins síðarnefnda urðu þess valdandi að áhorfendamúgurinn gargaði sem aldrei fyrr: ENO! ENO! ENO! og olli því að Ferry setti upp skeifu og fór í fýlu út í skuggsælt horn á sviðinu og endaði þetta náttúrlega með því að Brian Eno var rekinn úr Roxy Music og má t.d. heyra merkilegan gremju-kveðjusöng hans til hljómsveitarinnar í laginu "Dead Finks Don´t Talk" á sólóplötunni frábæru "Here Come The Warm Jets".

2 Staðreyndir um Roxy Music:
-Mér skilst að Bryan Ferry láti aldrei taka við sig viðtöl

-Lagið frábæra "A Song For Europe" er hugmynd hljómsveitarinnar um hið fullkomna Eurovisionlag

Prófið þetta:

Prófið að hlusta til skiptis á Pulp og síðan einhverja gamla skífu með Roxy Music og heyrið hvaðan áhrifin koma.

Næsti á annaðhvort að skrifa um Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar frá Selfossi (Steina Spil) eða hljómsveitina með lengsta nafni Íslandsögunnar: Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 29/9/06 22:46

Harmonikuleikarinn Þorsteinn Guðmundsson frá Selfossi stofnaði hljómsveit sína árið 1965 með þeim Kristni Alexanderssyni trommuleikara og Sigfusi Ólafssyni gítarleikara og starfaði hún af krafti næstu árin.Helsta markaðssvæði Steina spil, en svo var Þorsteinn gjarnan nefndur, var suðurland, frá Hellisheiði og austur að Skeiðarársandi.

Árið 1967 hætti Sigfús í hljómsveitinni það sem hann ákvað að halda til Danmerkur til náms, í hans stað var ráðinn ungur gítarleikari og söngvari Haukur Ingibergsson. Fljótlega spurðust vinsældir hljómsveitarinnar út og þeir lögðu land undi fót. Ekki var að sökum að spyrja allstaðar var fullt út úr dyrum þar sem auglýst var að Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar ætti að leika fyrir dansi. Fleiri hafa spilað með hljómsveitnni m.a. Grétar Guðmundsson, Hermann Jónsson og Magnús Rúnar Jónsson. Þorsteinn var ásamt því að syngja og spila á harmonikku liðtækur saxafónleikari.

Árið 1970 kom út fyrsta fjögra laga EP plata hljómsveitarinnar sem innihélt lögin Ekkert jafnast á við dans og Snjómokstur eftir Þorstein sjálfan. Ennfremur mátti finna þar lögin Bréfið hennar Stínu eftir Steingrím Sigfússon við ljóð Davíðs Stefánssonar sem orti einnig Snjómokstur og gamla slagarainn Vakna Dísa, sem gengið hafði á sveitarböllum um langan tíma en aldrei verið hljóðritaður áður. Platan sem hljóðrituð var í Ríkisútvarpinu af Pétri Guðmundssyni, sló í gegn og vinsældir hljómsveitarinnar urðu enn meiri í kjölfarið.

Þorsteinn starfaði sem smíðakennari samhliða tónlistarstarfi sínu. Hann leysti hljómsvetina upp árið 1986 eftir að hafa gefið út 3 hlómplötur, sú síðasta var 13 laga hljómplatan Grásleppugvendur frá árinu 1976. Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar er minnst sem ein vinsælasta ballhljómsveit Íslandsögunnar og einokaði á tímabili sveitaballamarkað landsins þar sem landinn vissi að þar sem Steini Spil var, þar var stuð.

http://www.tonlist.is/ViewAlbum.aspx?AlbumID=1870

.
.
Gaman væri að heyra um hljómsveitina The Queen, ein sú besta ever þó að glamorsveit sé.

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 30/9/06 10:01

Ég hafði nú kannski frekar búist við því að innleggjendur settu inn frumsaminn texta, byggðan á persónulegri reynslu eða vitneskju, en gúggluðu hann ekki í heilu lagi af netinu, en lengri útgáfu af ofangreindu svari má finna hér:

http://www.tonlist.is/ViewArtist.aspx?AuthorID=2662

Come on...!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 30/9/06 11:43

Lopi mælti:

Gaman væri að heyra um hljómsveitina The Queen, ein sú besta ever þó að glamorsveit sé.

Hljómsveitin Queen var stofnuð í lok sjöunda áratugar tuttugustu aldarinnar. Í endanlegri mynd skipuðu sveitina Freddy Mercury (fæddur Bulzara) söng, Brian May lék á gítar, John Deacon barði bassann og Roger Taylor sat á settinu (þó ekki sá sami og sat á settinu í Duran Duran). Saman bjuggu þeir til skemmtilega blöndu af Prog-rokki í ætt við YES og Glamrokki í ætt við Gary Glitter og félaga. Útkoman varð Glam-prog sveitin Queen. Lög á borð við Bohemian Rhapshody, Prophet song og Death on two legs voru fyrstu og jafnframt skýrustu dæmin um þessa merkilegu blöndu. Síðan fór stefnan að halla meira í átt að Glaminu með lögum á borð við Tie your mother down o.s.frv. Með plötunni Hot Space þótti mörgum Queen vera komin á enda ferils síns og var henni spáð dauða fljótlega upp úr því . EN þá gyrtu drottningarmenn í brók og fóru að verða kommersíal og verulega meira poppaðir en áður. Það endurnýjaði hlustendahópinn sem hafði breyst og stækkað. Undir lok níunda áratugarins fór svo að hvisast út að ekki væri allt með felldu hjá söngspíru hljómsveitarinnar og svo fór árið 1991 að hann lést úr AIDS. Skömmu áður hafði hljómplatan Innuendo komið út og þar gældu drottningarliðar við gamalt form, kaflaskiptu og löngu lögin. Svo eiga þeir á þeirri skífu lagið sem ég hugsa alltaf um sem táknrænasta lag Queen, The show must go on.

Næst skal rætt um iðnaðarrokkhljómsveitina Kansas

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 30/9/06 15:24

‹Roðnar› afar klaufalegt af mér að skilja eftir link á tonlist.is

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 4/10/06 01:16

Jæja, best að gefa þessum þræði smá rafstuð í herðablöðin...

Kannski bara ágætt ef hver og einn getur kannski rifjað upp þá vitneskju sem kemur fyrst upp í hugann af hverjum flytjanda fyrir sig.

Bandarískar hljómsveitir á áttunda áratugnum voru of vesturheimskar til þess að ná tökum á proggrokkinu, en Kansas var undantekningin sem sannaði regluna. Ég man reyndar aðallega eftir klassíkernum "Dust In The Wind" og síðan öðru flottu lagi sem ég man ekki hvað heitir en það innhélt athyglisverðan þagnarkafla og í kjölfarið fylgir laust bank í borð ásamt afskaplega vel útfærðum fiðluköflum.

Fáir vita kannski af því en einhverntímann á níunda áratugnum kom Kansas til Íslands, en þá eingöngu í boði Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og munu þeir að öllum líkindum hafa framið sína tónegerninga í stóru flugskýli, líklegast Hangar 831. Ég held að viðburðinn hafi eingöngu verið auglýstur í því þrautleiðinlega landsbyggðarblaði White Falcon.

Næsti maður má kannski rifju upp einhverja lífsreynslumola tengda hinni gagnmerku hljómsveit Þeyr.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 14/10/06 19:16

Tinni mælti:

eða hljómsveitina með lengsta nafni Íslandsögunnar: Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur

SÁMUHASÍLR var stofnuð á Selfossi fyrir allnokkrum árum síðan (meira að segja hljómsveitarmeðlimir eru ekki alveg með það á hreinu). Fór þar fremstur í flokki Valur Guð. Hljómsveitin þótti í meira lagi skrýtin enda ekki nokkur furða þegar haft var í huga hverjir voru meðlimir. Hún þótti flytja furðulega blöndu af pönki, art rokki, reiðhjólum og einhverju skrýtnu sem þeir reyktu. Eftir allstíft tónleikahald og einhverjar mannabreytingar þá breyttist nafn sveitarinnar í Sauðfés. Starfaði hún undir því nafni í einhvern tíma, reyndar það mikinn að ekki er vitað hvort sveitin hafi lagt upp laupana.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/10/06 19:46

Rattati mælti:

Fleetwood Mac var stofnuð sem blúsrokk sveit af Mick nokkrum Fleetwood, sem seinna geggjaðist (það þótti móðins í þá daga).

Einhvern tímann sá ég þátt um að hljómsveitin hefði verið stofnuð af áðurnefndum Fleetwood, og félaga hans Mac. En þeir átti víst afmæli á sama eða svipuðum tíma, og félagar þeirra í fyrri hljómsveit haf gefið þeim stúdíótíma í afmælisgjöf. Það hafi heppnast svo vel að úr varð Fleetwood Mac. (Annar var trommari og hinn bassaleikari og þóttu þeir víst ná svo flottu grúvi því annar þeirra var alltaf aðeins á eftir taktinum, en hinn á undan.
Þegar ein útgáfa hljómsveitarinnar leystist upp var reynt að ná nafninu af þeim, en þeir ekki samþykkt það þar sem þetta væru jú nöfnin þeirra.
(En ég sel þetta ekki dýrara en ég stal því.)

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 19/10/06 21:40

Þessi þráður er kominn að banalegunni.
Best að geyma bara rit um Þeysarana í bili.

Einu sinni var til hljómsveit sem hét The Rolling Stones. Það vill til að hún er enn til í dag. Hún var stofnuð á sjöunda áratugnum og spilaði í upphafi hráan rythmablús í anda Jimmy Reed og Muddy Waters. Þeir voru hluti af cool fólkinu, þ.e. þeim sem vildu vera cool eins og svörtu gaurarnir í ameríku. Reyndar voru þeir ekki alltaf með það á hreinu hver var svartur og hver ekki, til að mynda vissi Keith Richards ekki að Chuck Berry væri svartur fyrr en hann sá mynd af honum löngu eftir að hann var farinn að hlusta á hann.
Að norðan komu bönd sem öll kunnu eitt lag með Chuck Berry, það lag var Roll over Beethover. Vegna mikillar svelni kunnu The Rolling Stones öll lögin eftir Chuck Berry, í það minnsta öll lögin sem þeir höfðu heyrt.
Hljómsveitin var gríðarlega vinsæl hjá stelpum, og til að viðhalda sexý lúkkinu þurftu þeir að fela píanóleikarann sinn, því hann var of feitur fyrir ljósmyndirnar. Rollingarnir ærsluðust og spiluðu og héldust á floti meðan allt í kringum þá voru bönd að leggja upp laupana. Þeir urðu feikna vinsælir og hafa vakið hvað mesta furðu fyrir langlífi sitt.

Vill einhver skrifa um Elton John?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 6/10/09 08:15

Einhver?

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: