— GESTAPÓ —
Hvernig ertu að fíla mússakkið?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/9/06 22:29

Jarmi mælti:

Hakuchi mælti:

Eflaust einhver af þessum hippittí hoppsí sveitum.

‹Tekur í nefið›

Svona Emvítamínen tilfelli eitthvað?

Ha?

‹Tekur fram heyrnarlúðurinn og stingur í hægra eyra. ›

Hvað er það?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 17/9/06 22:30

Tigra mælti:

Já ég verð eiginlega að vera sammála því að þið séuð gamlir.
Mér finnst ég vera orðin gömul... og þá veit ég ekki hvar þið lendið.

Kettir eldast hraðar en fólk. Jamm.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Animal Collective? Figurine?

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/9/06 22:31

Rýtinga Ræningjadóttir mælti:

...

Það veit enginn hvaða hljómsveit The Misfits er, er það? ‹Læsir sig inni og grenjar›

Þeir eru í raun eitt elsta... horror-punk band á markaðnum eftir því sem ég best veit. Búnir að vera að í einhverja áratugi.. Það hringir kannski fáum bjöllum, en það verður víst bara að hafa það. Enginn heyrt neitt um það, nei? Hvað með Vitalic?

Vitalic? Er það ekki serbneskur hershöfðingi sem er eftirlýstur af stríðsglæpadómstólnum?

Skil ekkert hvað unga fólkið er að púkka upp á svoleiðis durta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 17/9/06 22:32

Hakuchi mælti:

Rýtinga Ræningjadóttir mælti:

...

Það veit enginn hvaða hljómsveit The Misfits er, er það? ‹Læsir sig inni og grenjar›

Þeir eru í raun eitt elsta... horror-punk band á markaðnum eftir því sem ég best veit. Búnir að vera að í einhverja áratugi.. Það hringir kannski fáum bjöllum, en það verður víst bara að hafa það. Enginn heyrt neitt um það, nei? Hvað með Vitalic?

Vitalic? Er það ekki serbneskur hershöfðingi sem er eftirlýstur af stríðsglæpadómstólnum?

Skil ekkert hvað unga fólkið er að púkka upp á svoleiðis durta.

Jú, bróðir kallsins sem dó þarna í fangelsinu.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

‹fellur í yfirlið af einskærri ófyndni›

Nei, nú held ég að ég sé orðin móðguð.

Massive Attack, og ef ekki er ég farin.

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/9/06 22:34

Það hringir bjöllum. Sei sei.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 17/9/06 22:34

Líbanon?

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/9/06 22:35

Nei nei nei. Það er klínískt heiti á engilsaxnesku yfir hjartaáfall. Uppgvötaði það þegar ég fékk þriðja áfallið á heilsuhæli í Sussex.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 17/9/06 22:36

Massíf Árás kom í Habbnafjörðinn einu sinni. Ég var þar. Og ég var of fullur til að muna eftir því. Annars fínt band á disk.

Næsti artist verður þá Leoncie!

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 17/9/06 22:37

Sussex? Resussex eftir það.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 17/9/06 22:38

Jarmi mælti:

Massíf Árás kom í Habbnafjörðinn einu sinni. Ég var þar. Og ég var of fullur til að muna eftir því. Annars fínt band á disk.

Næsti artist verður þá Leoncie!

Best. Einfaldlega best.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/9/06 22:39

Leoncie er ómþýð poppgyðja og landsins stórkóstlegasti tónlistarmaður. Hún er fegurri en allar konur landsins til samans og tónlist hennar er dýpri en sinfóníur Jóns Leifs. Textasmíðarnar gera Megas að slefandi grunnskælingi sem kemst ekki dýpra en ófullnægð hvunndagsgreddan segir til um. Sviðsframkoma hennar slær út sjóvmenn á borð við Elvis, Mercury og Madonnu. Hún á sér hreinlega engan sinn líka. Hún verður kominn með 30 grammýverðlaun og 500 milljóna sölu fyrir sextugt.

Næst skal fjallað um Mazzy Star.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Rýtinga Ræningjadóttir mælti:

...

Það veit enginn hvaða hljómsveit The Misfits er, er það? ‹Læsir sig inni og grenjar›

Þeir eru í raun eitt elsta... horror-punk band á markaðnum eftir því sem ég best veit. Búnir að vera að í einhverja áratugi.. Það hringir kannski fáum bjöllum, en það verður víst bara að hafa það. Enginn heyrt neitt um það, nei? Hvað með Vitalic?

Ég varð bara að gera þér þann greiða að svara þessu.

Vitalic er bara ein mesta snilld í allri þessari electronic flóru sem fólk er að hlusta á í dag. Þetta er maður sem á eftir að gera góða hluti í framtíðinni. Sum lög sem maður hlustar á í þessum stíl vilja oft vera einhæf og langdreginn. Heilu diskarnir renna saman í einn takt (Benny Bennasi, Tiga). Ok Cowboy með Vitalic er alltannað mál. Hann erþéttur heilsteyptur og umfram allt frumlegur. Mér finnst skemmtilegast hvernig hann nær að láta falskar raddir og hljóð hljóma virkilega vel. Mæli með þessum disk fyrir alla sem vilja halda heilsu. Ég mæli sérstaklega með" La Rock", "My friend Dario" og "Repair Machines"

Afsakið troðninginn í mér, varð að tjá mig, endilega haldið áfram með síðustu hljómsveit.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Múskat

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 19/9/06 18:13

Hakuchi mælti:

Haraldur Austmann mælti:

Þetta er allt að fara til helvítis félagi. Ég man þegar flestir hérna voru yfir meðalgreind.

Já, af er það sem áður var.

‹Laumar brennivínspela til Haraldar og hugsar til þess tíma þegar hér voru einungis snillingar með doktorspróf upp á vasann›

Já, bölvaðir unglingarnir! ‹Slær hnefanum í borðið af krafti. Starir síðan þegjandi út í loftið›

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 23/9/06 14:57

Eftir að hafa kannað tóna hljómsveitarinnar Mazzy Star stuttlega leyddu rannsóknir þetta í ljós: Tónlistin sem sveitin spilar er mjög afslöppuð og ljúfir tónar umlykja hana. Söngkonan er líka með þannig rödd að manni langar til þess að sofna. Þetta er svona vögguvísutónlist og ágæt sem slík í sjálfu sér. Mér finnst samt ekkert sértsklega mikið til hennar koma. Það gæti samt verið allt í lagi að hlusta á þetta einhverja kósý kvöldstund. Maður hefur það allavega bakvið eyrað.

Leggið dóm á almætti Led Zeppelin.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 26/9/06 13:21

Ja, Led Zeppelin reis úr rústum hinnar fornfrægu ensku rythmablúshljómsveit The Yardbyrds. Þeir hafa átt sinn þátt í þróun þungarokksins ásamt Deep Purple og Black Sabbath (svo eitthvað sé nefnt) en voru þó ekki búnir að gleyma hvaðan þeir komu. Blús og rythmablús liggur sem rauður þráður í gegnum Led Zeppelin og á það ef til vill sinn þátt í langvarandi vinsældum hljómsveitarinnar. Allir meðlimir hljómsveitarinnar eru framúrskarandi hljóðfæraleikarar og lagasmíð þykir góð. Í dag er jafnvel hægt að kalla verk þeirra klassísk. Lögin þeirra eiga það til að vera svolítið löng og þung en þrátt fyrir það má finna smelli í léttari kantinum, enda er aðdáendahópur þeirra ansi breiður.
Sjálfur hlusta ég á þá í hófi. Dágóðu hófi.

Vill einhver ræða Fleetwood Mac?

        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: