— GESTAPÓ —
Hvernig ertu að fíla mússakkið?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 17/9/06 18:50

Þessi mjög svo menningarlegi leikur felur í sér að gagnrýna hljómsveitir eða sjálfstæða tónlistarmenn og koma með mjög svo fastmótað álit á ákveðnum hljómsveitum og tónlistarmönnum. Má þar gagnrýna lagasmíðarnar, meðlimi hljómsveitarinnar og hvernig þeir koma viðkomandi fyrir sjónur, og alla þá ímynd og anda sem einkennir sveitina/tónlistarmanninn.
Reglurnar eru einfaldar, segðu þína skoðun og komdu síðan með aðra hljómsveit sem næsti meðspilari má gagnrýna.

Best að ég komi með eitthvað mjög svo viðeigandi; segið mér frá áliti ykkar á Supernova.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 17/9/06 18:55

Þurfa þeir ekki að vera búnir að gefa eitthvað út áður en maður gagnrínir verk þeirra? Eða átti spámaðurinn kannski að svara þessu?

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 17/9/06 18:58

Supernova var sköpuð af fólki sem hélt að það hefði "foolproof" formúlu fyrir vinsæla hljómsveit. Bara blanda saman nokkrum köllum úr gömlum vinsælum hljómsveitum og hræra saman. En ég held nefnilega að fáir eigi eftir að falla fyrir þessu. Lögin hljóma öll eins og maður hafi heyrt þau áður, og ég fíla ekki Lukas Rossi. Þoli ekki þegar hann losar um röddina og vælir eins og hundur. Bjakk.

Hvað finnst ykkur um Wolfmother?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 17/9/06 20:02

Ástralarnir Í Wolfmother eru algerir snillingar. Fyrst þegar ég heyrð lagið Dimension langaði mig til þess að slamma. Afródúddinn Andrew Stockdale er með eina sérstökustu og bestu rödd sem komið hefur fram í áraraðir hjá rokkbandi og gítarspilið hjá honum er svakalegt. Hljómsveitin er rosalega þétt og það eru hljómsveitir eins og Wolfmother sem gera rokkið skemmtilegt. Það er staðreynd að Wolfmother ætti að geta komið öllum í stuð sem eru ekki nú þegar komnir í líkkistuna, en hún getur að sjálfsögðu líka komið fólki líkkistuna ef það hefur hjartagalla. En það er annað mál.

Nú megið þið segja mér hvað þið elskið Arcade Fire mikið.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

ARCADE FIRE! Arg! Ég alveg stórfíla þá hljómsveit!

Mér finnast textarnir skemmtilega sýrðir, söngvarinn og -konan eru kannski ekki sérlega góð í sínu fagi, en það gerir tónlistina eiginlega bara skemmtilegri fyrir vikið. Ég er mjög hrifin af öllum þeirra lögum, þar af sérstaklega Cars and Telephones og Haiti. Stemmningin er yfir höfuð góð og ég plana að taka eins og eina tónleika einhversstaðar í útlandinu áður en ég dey. Ég bíð líka spennt eftir nýrri plötu sem þau segjast vera að vinna að og eigi að koma út einhverntíma á næsta ári, held ég.

Hvað finnst ykkur um hljómsveitina The Misfits?

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/9/06 22:16

Djöfull er ég orðinn gamall.

‹Setur Nirvana á fóninn og ruggar sér í ruggustólnum›

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 17/9/06 22:22

‹Lítur á Hakuchi›
Ert þú að kvarta ?

‹Setur Cream á fóninn›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 17/9/06 22:25

‹Setur Elvis á fóninn›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/9/06 22:25

Talandi um elli og umkvartanir þá sýnist mér það færast sífellt í aukanna að skíra þræði einhverjum nöfnum sem eru löðrandi í enskuslettum og málníði. Þetta er háskaleg þróun og er þá stutt í þræði með upphrópunarmerkjum og er þá Gestapóið orðið engu skárra en hxxx.is.

‹Snýtir sér í vasaklút›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 17/9/06 22:25

Hvað er The Misfits?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 17/9/06 22:26

Þetta er allt að fara til helvítis félagi. Ég man þegar flestir hérna voru yfir meðalgreind.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/9/06 22:26

Eflaust einhver af þessum hippittí hoppsí sveitum.

‹Tekur í nefið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 17/9/06 22:27

Það hefur verið áður enn ég kom.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/9/06 22:28

Haraldur Austmann mælti:

Þetta er allt að fara til helvítis félagi. Ég man þegar flestir hérna voru yfir meðalgreind.

Já, af er það sem áður var.

‹Laumar brennivínspela til Haraldar og hugsar til þess tíma þegar hér voru einungis snillingar með doktorspróf upp á vasann›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 17/9/06 22:28

Hakuchi mælti:

Eflaust einhver af þessum hippittí hoppsí sveitum.

‹Tekur í nefið›

Svona Emvítamínen tilfelli eitthvað?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 17/9/06 22:28

Offari mælti:

Það hefur verið áður enn ég kom.

Það var í árdaga góði minn. Í þá gömlu góðu daga áður en útlenska var fundin upp.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

...

Það veit enginn hvaða hljómsveit The Misfits er, er það? ‹Læsir sig inni og grenjar›

Þeir eru í raun eitt elsta... horror-punk band á markaðnum eftir því sem ég best veit. Búnir að vera að í einhverja áratugi.. Það hringir kannski fáum bjöllum, en það verður víst bara að hafa það. Enginn heyrt neitt um það, nei? Hvað með Vitalic?

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 17/9/06 22:29

Hakuchi mælti:

Djöfull er ég orðinn gamall.

‹Setur Nirvana á fóninn og ruggar sér í ruggustólnum›

Já ég verð eiginlega að vera sammála því að þið séuð gamlir.
Mér finnst ég vera orðin gömul... og þá veit ég ekki hvar þið lendið.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: