— GESTAPÓ —
Vísnagátur
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 14, 15, 16 ... 99, 100, 101  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 25/10/06 14:22

Gimlé mælti:

Spurt er um heilt orð:

Gönguhreyfils getið var
gripi breytt í síma
Appenníar eru þar
undirstöðugríma.

Stígvél?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 25/10/06 14:37

Gönguhreyfils getið var - göngu - hreyfill er sama og stíg - vél
gripi breytt í síma - ekki klár á því
Appenníar eru þar - Appennínafjöll liggja eftir Ítalíu endilangri - og landið er eins og stígvél
undirstöðugríma. - vaðstígvél er undirstaða fótar og er einskonar gríma yfir hann

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 25/10/06 14:44

Gimlé mælti:

Rétt er það sem fram er komið. Síðasta skýringin er reyndar kenning að hætti fornskálda og vér erum svolítið roggin af henni.

„Gripi breytt í síma“ er vissulega all-langsótt. Í barnæsku vorri voru bókstalega ÖLL stígvél af gerðinni NOKIA. Þetta er víst sama fyrirtæki og framleiðir símana útbreiddu - og ku vera hætt í stígvélunum. Framleiða sem sagt „talking machines“ í staðinn fyrir „walking machines“.

Þetta er alger snilld!!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/10/06 16:12

Virkilega vel gert hjá Gimlé. Nú bíð ég bara eftir nýrri gátu, mínar eru alltaf svo auðveldar.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 26/10/06 17:29

xT ‹réttir öllum glas›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 26/10/06 23:33

Andskotinn hafi það! Ég hef oft verið glúrinn við gáturnar og þá hafa réttu efnin spilað inn í.
En þessi Grislingur slær öllum við og þess vegna spyr ég þig elsku vinur.

Á hvaða andskotans lyfjum ertu helvískur og hvar færðu þau?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 27/10/06 07:27

Jæja áður en allir verða of fullir þá varpa ég fram einni (mikið styttir þetta dund skóladaginn alltaf):

Til sætinda ei sparar neins
(söngleikurinn hljómar eins).
Margt hann hefur grillið gist
gullið étur með bestu lyst.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/10/06 14:56

Þetta hefur eitthvað með ketti að gera?

???
Söngleikurinn Cats?
"Cat on a hot tin roof"?
Kettir borða gullfiska?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 27/10/06 15:24

Merkilega góð ágiskun Billi, en þótt þú sért heitur þá er þetta ekki rétt svar.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 27/10/06 15:43

Borgari?

Bara út frá þriðju línunni ...

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 28/10/06 03:03

Nei Þarfagreinir, ekki er það. Hugsaðu grillmat í víðara samhengi...

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Húmbaba 28/10/06 13:18

Er þetta eitthvað sem lendir í grillinu á bíl?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Salka 28/10/06 13:19

Krummi eða máfur? ha?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 28/10/06 18:23

Banani???

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
abraham 28/10/06 18:27

gulrót.

jeg var hinn almáttugi Abraham..... ef eithver seigir eikkað annað þá getur hann hoppað upp í ****gatið á sér sama gildir um þá sem hallmæla minni stafsetningu!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dalalæða 28/10/06 21:40

Grís

Til sætinda ei sparar neins - sælgætisgrís?
(söngleikurinn hljómar eins). Grease
Margt hann hefur grillið gist - svínakjöt á grillið...
gullið étur með bestu lyst. - sparigrís sem geymir gull í maga sér

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 29/10/06 14:27

Grís er rétta svarið að sjálfsögðu...nammigrís, Grease, grísalundir og sparigrís.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dalalæða 29/10/06 14:56

Jæja, þetta hafðist, vor fyrsta vísnagáta, eitt orð í mismunandi merkingu í hverri línu:

Lýti er á löppum mér
Langan jafnan köllum vér
Hann með einu auga sér
Allt það þekkir hippager.

        1, 2, 3 ... 14, 15, 16 ... 99, 100, 101  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: