— GESTAPÓ —
Hvað ertu að lesa?
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3 ... 16, 17, 18  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 11/9/06 19:37

Það verður að endurlífga þennan þráð fyrir alla bókaorma á Gestapó.

Ég var að klára Death Note - bók 6, og er að byrja á The Killer's Guide to Iceland eftir Zane Radcliffe.
Svo langar mig að spyrja hvort einhverjir hafi lesið eftirfarandi bækur...
Their Eyes Were Watching God e. Zora Neale Hurston
Brave New World e. Aldous Huxley
Talking it Over e. Julian Barnes
... og með hverri þeirra þið mælið, ég hef tvær vikur til að lesa eina af þessum fyrir ensku 403.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 11/9/06 19:40

Ég hlustaði á Brave new world með Iron Maiden; telst það með? Annars hef ég aðallega fengist við lestur barnabóka að undanförnu.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/9/06 19:41

Tjah. Ég hef lesið Brave New World í það minnsta. Bókin var stirðbusalega skrifuð og ekkert sérlega góð þannig séð. Hins vegar er hún uppfull af all svakalegum hugmyndum og varpar fram skuggalegri dystópíu. Bókin og hugtök úr henni eru orðin það algeng að það verður að teljast afar gagnlegt að lesa hana.

Sem sagt, ekkert sérstök saga en ætti að fá þig til að hugsa vel og vandlega. Það er alltaf hollt.

Svo er náttúrulega minnst á Ísland í henni og verk höfundarins (Door of Perception) eru rótin að nafni hinnar skemmtilegu hljómsveitar Doors.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sæla sækýr 11/9/06 19:42

Afmörkuð stund eftir Ingólf Margeirsson.

Fallegasta kýrin í sjónum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/9/06 00:19

Væri ekki tilefni að færa þennan þarfa og góða þráð í Menningarhlutann?

Ég er að íhuga að fara að lesa Ólaf Jóhann Sigurðssson (þ.e. pabba bísnissrithöfundarins) þó ég hafi átt bágt með að fyrirgefa honum fyrir að hafa skrifað æluhvegjandi unglingarómaninn Vonbrigði jarðarinnar sem ég var skyldaður til að lesa á grunnskólaaldri. Las hins vegar smásögu eftir hann nokkrum árum síðar og sá að hann er líklega stórkostlegur stílisti. En nú er stundinn runnin upp.

‹Stendur upp og tekur Ólafsdoðrantinn úr hillunni›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/9/06 11:41

Furðuvera mælti:

Brave New World e. Aldous Huxley

Þessa hef ég lesið. Þessa verða allir að lesa. Þessa keypti ég í Ameríkunni þegar ég gekk berserksgang í búð sem seldi notaðar bækur og hirti helming bókanna úr hillunum. Ég get lánað þér hana. Lestu hana.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 12/9/06 16:08

Jæja, þá eru þrír búnir að mæla með Brave New World. Les hana þá, takk kærlega.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kjarnakjaftur 12/9/06 16:26

Er að lesa ,,Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn". Ágætis bók þar á ferð, góð áminning fyrir okkur önnum kafna nútíma fólkið um að hægja stundum aðeins á okkur og leita inná við eftir ánægju og lífsfyllingu en ekki endilega út á við.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 12/9/06 18:52

Ég er að lesa bók nr. 6 af Buddha e. Osamu Tezuka. Mikil snilld og ljómandi skemmtileg.

Svo lauk ég við The World According To Garp fyrir ca. viku síðan. Mæli með henni - ætla að sjá myndina við fyrsta tækifæri.

Las líka smávegis í Biochemistry eftir þá kumpána Garrett og Grishom í dag. Frekar torlesin og augljóst að höfundarnir taka sig alltof alvarlega. Hún fær þó plús fyrir að innihalda mikið af litmyndum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 12/9/06 18:54

Sökum skyndilegs atvinnuleysis þá hef ég ákveðið að taka 3 íslenskuáfanga og 1 söguáfanga eftir áramót í kvöldskóla til að öðlast stúdentspróf að loknu verknámi.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Hm. Ég er nýlokin við að lesa Óbærilegan léttleika tilverunnar eftir Milan Kundera, mæli eindregið með henni við alla sem ekki hafa lesið hana nú þegar. Einnig fannst mér Rokland eftir Hallgrím Helgason þrumugóð. Raunir Werthers unga eftir Goethe er stórskemmtileg, og ég er líka búin að vera að sökkva mér í (lélegar) enskar þýðingar á múmínálfabókunum eftir Tove Jansson.

Bækur sem ég er í þann mund að lesa;
Ivanhoe
Djöflar eftir Dostojevski
Sense and Sensibility eftir Jane Austen
Othello og Macbeth eftir Shakespeare

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 12/9/06 21:00

Ég las Draumalandið um daginn.
Ég er á móti virkjunum.
Ég er á móti álverum.
Ég er á móti framförum.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 12/9/06 21:32

Ivanhoe? Er það ekki saga um Rússneska karlhóru?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 12/9/06 23:03

Dúddi mælti:

Ég las Draumalandið um daginn.
Ég er á móti virkjunum.
Ég er á móti álverum.
Ég er á móti framförum.

Fannst Draumalandið einhverntíman?

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 13/9/06 15:27

Ég er ekki alveg viss um hvar þá er að finna, en eitt veit ég. Þeir eru á móti ofantöldum atriðum. Það gengur náttúrulega alls ekki!

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 13/9/06 21:15

Er um þessar mundir að lesa um Don Kíkóta og Snorra á Húsafelli.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/9/06 21:15

Hvernig kemur þeim saman? Það var lítið um vindmillur á Húsafelli ef ég man rétt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Nei Vamban, mig minnir að það afi verið "Ivanhuka, the frosted Gigolo"..

Yfirkvenári Baggalútíu, frystikistusafnari, fólakirsuber, ritari Hlerunarstofnunarinnar og gengilbeina í hlutastarfi
     1, 2, 3 ... 16, 17, 18  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: