— GESTAPÓ —
Oddhendukeðja.
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/9/06 22:28

Ég er sáttur... hvort tveggja leyfilegt sem sagt...

Saman kveðum sátt og með,
sendum fleiri vísur.
Út'er freðið, frost og streð,
því fæ mér soðnar ýsur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 24/9/06 22:35

Saman mætt hér mikið rætt
megum þetta svona
okkur sætt og orðhnút hætt
ætl'ég rétt að vona
.

of seinn

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 25/9/06 00:18

Ýsu snæði eðal fæði
yfir bræði tólg á fisk
Snætt í næði algjört æði
eðal gæði var á disk

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/9/06 18:09

Diskur prísa flotá frýs,
fögrum grísabita
Fiskur ýsu djúpsins dís,
drauma hnísa fita.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 26/9/06 18:26

Fitu sér á maga mér,
mun það gera drukkið öl,
vömb að bera á sér er
einatt ferlegt djöfuls böl.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 26/9/06 19:43

Böl og kvíði, nag og níð,
er nokkuð tíður vandi.
Flesta svíða fólskustríð
sem fara hríðversnandi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/9/06 08:40

Versnar geð við stundastreð,
standa peðin bogin.
Vísnasleðinn slær nú tréð,
slokknar með því loginn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 27/9/06 09:13

Logar sálarsyndarbál
sjúkt er hjartað lúna.
varla ál hér myndarmál
mikið kvartað núna.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 27/9/06 13:57

Heyrðu væni, þetta er stikla (frumstikluð ferskeytla) en ekki oddhenda. Oddhenda er svona:

Núna er tíðin naumast stríð,
nú er fríðast mæri,
Enginn kvíði, engin hríð,
ekkert skíðafæri.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/9/06 14:05

Jah... þar verð ég að vera þér ósammála Loki... Oddhendur eru líka svona, samanber http://ferskeytlan.is/thaettir/2_thattur.htm

Færi tækja lá við læk,
ljúft nú vær'að stífla
úr ánni brækja barst upp stæk
búið þjóð að fífla.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 27/9/06 14:23


Kæri Skabbi, þú ferð með fleypur. Þetta er dæmið um oddhenduna á téðri síðu. Háttatal Sveinbjörns er síðan besta heimildin.
"Hátturinn nefnist ferskeytt oddhent og kom hann snemma fyrir, til dæmis í
Skáld-Helga rímum frá því um 1400, þótt nafnið oddhending eða oddhent
lag komi fyrst upp á 17. öld hjá Birni á Skarðsá og Bjarna Jónssyni
Borgfirðingaskáldi (1).
Hringhend verður oddhendan gangi innrím einnig þversetis í öllum
braglínum og er þessi vísa Ólínu Jónasdóttur dæmi um slíkan hátt:

Fjöllin með bros á brá,
björtum gljáum sölum.
Alltaf þrái ég ilminn frá
ykkar gu dölum."


Þú hefur mislesið vinur kær...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/9/06 14:37

Jah... öllu heldur misskilið... ég var viss um að oddhent ferskeytla væri oddhenda, hvort sem hún væri hringhent eður ei... því segi ég bara úps... ég ætlaði ekki að þora að kommenta á þetta því mér sýnist þú vera einn af þeim færustu hér..

Úbbs aftur... ertu að tala um þetta hjá honum Offara?:

Logar sálarsyndarbál
sjúkt er hjartað lúna.
varla ál hér myndarmál
mikið kvartað núna.

Ef þetta innrím hefði ekki verið, værum við þá að tala um Oddhendu?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 27/9/06 14:49

Fífl er ég og frú mín treg
finn ei veginn slétta,
hver rétt dregur kvæðaleg
hver er tegund rétta.?

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/9/06 15:04

Réttast vær'ef ráðin tær,
riðu fær um sveitir.
Ekki særir fumið fjær,
ef fyrir bærust leitir.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 27/9/06 21:24

Leitar ráða biður báða
bagga háða nú um ráð
Hér nú skráð það skáldið dáða
skammar snáða hér á þráð.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Loki 30/9/06 15:10

Þráði ég vín og hringahlín,
hróður, grín og samkvæmin,
en stakan sýnist stærsta mín
stoð er dvínar sólarskin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/10/06 16:25

Skín á heiðar Herðubreiðar,
herta meiða slakar.
Hryssan gleiða hraðar skeiðar,
hríms ládeyðan brakar.

To live outside the law, you must be honest.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/10/06 13:25

Brakar rúm er bústnum frúm
beljum kúm ég sinni
Inní skúm nú glatt hjá glúm
glatt þar húmar inni

Klám!

KauBfélagsstjórinn.
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: