— GESTAPÓ —
Vikhendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5 ... 26, 27, 28  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 2/12/06 14:18

Mykju dreifir margur bóndi´á túnin.
Þegar lifna’og lengjast grös,
lyftist á þeim brúnin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 2/12/06 15:10

Brúnin lyftist baugar núna sýnast.
Vér hér reynum vikhendu;
viljum eigi týnast.

[Fórum vér rétt að?]

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 2/12/06 17:23

Týnst í drykkju, tapað alveg minnið
Skeggbruna með vaknað var
víða á pung það sinnið

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/12/06 00:47

Hárrétt Fergesji

Sinnulaus í svima drekk ég meira,
klakalaus og kneyfið sprungt,
kann ei meir að heyra.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 7/12/06 01:05

Heyrnarlausir heldur eigi viljum
ösla burt á ættarmót
er vér vísu þyljum.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 9/12/06 22:29

Þylja vísur þankaglaðir drengir.
Þrávallt seiða þjóð og lýð
þessir kvæðastrengir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gröndal 15/12/06 00:08

Kvæðastrengi slít ég kvöld og daga
systir mín er sykursjúk
en það er önnur saga.

Ég heilsa yður að hætti gyðinga: Sabbat Shalom.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 15/12/06 05:07

Sögu ef skal segja vik í hendu
út-hugsa þá orð á skjá
ýttu næst á „sendu"

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/12/06 00:04

Sendu mér nú súkkulaðibolla.
Hexiu við kakó kært
kann ég ekki að drolla.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/12/06 10:46

Ég drolla alltaf dæmalaust um jólin
Fæ mér aftur á minn disk
og æpi á krakkafólin.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/12/06 17:20

Fólin eru fjarska góð um tíðir.
Ef þau Grýla grípur í
hún gleypir þau um síðir.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 29/12/06 14:38

Síðar brækur sokkaparið hylja
Fatapóker splæsir spil
Sprund og flíkur skilja

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/1/07 03:46

Skilja limir læradansa sætu
muna rakans munaðshól
og millilæravætu

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rauði Folinn 3/1/07 17:17

Vætan fellur víðan himinn niður.
Mín vegna, um mannaból,
mætti vera friður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 6/1/07 22:26

Friður hlotnast fólki oft á kvöldin.
Þegar syfjan sígur á,
svefninn tekur völdin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 10/1/07 23:35

Völdin sumir sóa, verða óðir,
já ég voða vildi það
að væru allir góðir.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 10/1/07 23:48

góðir menn það geta, sungið sálma
illir verða aleinir
enn í myrkri að fálma.

ég kann þetta reyndar ekki en er þetta ekki svona?

[Líklega eru „sungið sálma“ vottur af ofstuðlun... ekki viss þó ... Skabbi]

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 13/1/07 19:14

Góður matur, mjöður fylgir kaldur.
sannarlega saddur er
sæll ég enda staldur.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
        1, 2, 3, 4, 5 ... 26, 27, 28  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: