— GESTAPÓ —
Er í lífshættu - hjálp....
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 8/9/06 15:48

Hvar í alheiminum finnur maður persónu sem heitir Bidda annars staðar en á Baggalútnum?
Furðulegt og merkilegt nafn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 8/9/06 17:11

‹dáist að símtengingunni sinni›

Það held ég nú!
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 8/9/06 18:54

Krumpa, áður en ég endurnýjaði hjá mér, þá notaðist ég bara við net messengerinn...
Ekkert að dánlóda eða sóa plássi.

En annars, gleðilega helgi allir.

xTxTxT

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 8/9/06 20:42

Án talva verður alltaf hægt að nota hugaraflið sem ´messenger´, annars er mér illa við að nota ensk eða erlend heiti á þessari vefsíðu. En ég get notað ´AUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUU´
Það er nú svona ósjálfrátt

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Poxxx 18/9/06 10:11

Komin með nýja tölvu krumpa? Hvernig gengur þetta allt?

Poxxx
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 19/9/06 17:46

Æi - þetta er að koma - fæ væntanlega fjármögnun á morgun og svo er það bara spurning hvenær ég nenni að fara á flakk að velja tölvu.......einhverjar ráðleggingar?
Finnst annars dapurlegt að eyða aleigunni í tölvu - þó ég sé frekar ótengd núna þá finnst mér tölvur í eðli sínu leiðinlegar og helst til þess að ýta undir klám og perragang....en maður verður auðvitað að fylgja straumnum!

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 19/9/06 17:51

Ef þig langar í góða og ódýra borðtölvu eru möguleikarnir margir nú til dags. Hvort viltu annars flatskjá eða gamaldags skjá?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 19/9/06 18:09

ehe.....mig vantar vitaskuld fartölvu - borðtölvan mín 98 módel dugir sko fínt sem slík!

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 19/9/06 18:19

Fáðu þér fartölvu og auka skjá og auka lyklaborð... þá ertu í raun bæði með borð og far

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 19/9/06 18:29

Já, og kannski mús. Kostar kannski smá aura, en það er sniðug hugmynd.

Hugver er með ágætar fartölvur á fínu verði ... og það besta er að þar má sleppa Windows til að lækka kostnaðinn. Þegar ég var að kaupa fartölvu hér um árið vildi ég ekki Windows með, þar sem ég ætlaði að nota Línuuxa á tölvunni, og fannst því algjör óþarfi að fá Windows, fyrst ég hefði hvort eð er bara eytt því. Í öllum búðum var viðkvæðið það að „Windows fylgir bara með tölvunni“, sem er auðvitað argasta bull. Windows er hugbúnaður, og ekkert fastur við tölvuna frekar en glaumgosi er fastur við eina fjöl. Maður borgar líka fyrir þetta í hvert einasta skipti; Windows sem fylgir með nýjum tölvum er sko fjandakornið ekkert ókeypis, sama hvað hver segir. Þetta er lítið annað en gríðarlega öflug gróðamaskína hjá Míkrósafti.

Hugver var þó eina undantekningin á þessari reglu, og þykir mér því hin fínasta búð.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kondensatorinn 19/9/06 18:47

Þarfagreinir mælti:

Já, og kannski mús. Kostar kannski smá aura, en það er sniðug hugmynd.

Hugver er með ágætar fartölvur á fínu verði ... og það besta er að þar má sleppa Windows til að lækka kostnaðinn. Þegar ég var að kaupa fartölvu hér um árið vildi ég ekki Windows með, þar sem ég ætlaði að nota Línuuxa á tölvunni, og fannst því algjör óþarfi að fá Windows, fyrst ég hefði hvort eð er bara eytt því. Í öllum búðum var viðkvæðið það að „Windows fylgir bara með tölvunni“, sem er auðvitað argasta bull. Windows er hugbúnaður, og ekkert fastur við tölvuna frekar en glaumgosi er fastur við eina fjöl. Maður borgar líka fyrir þetta í hvert einasta skipti; Windows sem fylgir með nýjum tölvum er sko fjandakornið ekkert ókeypis, sama hvað hver segir. Þetta er lítið annað en gríðarlega öflug gróðamaskína hjá Míkrósafti.

Hugver var þó eina undantekningin á þessari reglu, og þykir mér því hin fínasta búð.

Þarf ekki gríðarlega öflugan vélbúnað til að keyra þetta linux kerfi ?
‹Klórar sér í höfðinu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 19/9/06 18:57

Nei, blessaður vertu. Línuuxinn gæti keyrt á talnagrind ef því er að skipta.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kondensatorinn 19/9/06 19:33

Já einmitt. Ég er með 1000 mhz vél með fullt af minni. Gæti það dugað og verið hressara en w2k ?
‹Glottir eins og fífl›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 19/9/06 19:37

Já, ég myndi halda það. En þú getur ekki spilað nýjustu tölvuleikina. Það er helsti gallinn við Línuuxann, myndi ég ætla.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kondensatorinn 19/9/06 20:07

Já þetta hljómar vel. Nýlega leiki er auðvitað hægt að spila í Ps2. Ég nota mest Reason til að spila á pípuorgel og þessháttar en er búinn að týna síðunni þar sem hægt var að ná í linux diskana.
það var eitthvað rh net minnir mig. Prófaði Redhat á sínum tíma en fannst það full þungt í keyrslu á þessu tölvuskrifli mínu. ‹Brestur í óstöðvandi grát›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 19/9/06 20:11

Er ekki voðamál að ná í svona linuxdót......? OG...er hægt að keyra word á því? (og allt þetta office drasl - þarf að vinna með páerpaunt og senda á milli o.s.frv.....

Og eitt enn....hvernig er þjónustan hjá Hugveri? Hef heyrt ýmislegt ekkert kannski alltof fallegt....

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
krumpa 19/9/06 20:14

skiptir kannski ekki máli heldur - eftir því sem ég sé á síðunni hjá þeim þá er windows inni í fartölvutilboðspökkunum - fer bara í BT og kaupi ódýrasta draslið sem ég finn.....

Keisaraynja Baggalútíska heimsveldisins. Langflottust. Framkvæmdastýra hinna keisaralegu aftaka. Pyndingameistari. Yfirgrúppía. • Eigandi Billa bilaða, hirðkrútts og keisaralegs gæludýrs. Er pirruð að eðlisfari. Heimsyfirráð eða dauði !
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 19/9/06 20:15

Kondi, þú gætir prófað Ubuntu - það á að virka vel á eldri tölvum. Reyndar mæli ég þá frekar persónulega með Kubuntu, þar sem það styðst við KDE gluggaumhverfið, sem mér þykir betra en Gnome, sem Ubuntu notar.

Þetta Reason þekki ég ekki, en grunar að hugsanlega sé ekki til Línuuxa útgáfa af því. Það er annar galli við Línuuxann - tónlistarvinnsluforrit eru af frekar skornum skammti þar, sem og sérhæfð forrit á sumum öðrum sviðum á borð við myndvinnslu.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
LOKAÐ
        1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: