— GESTAPÓ —
Braghendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 5, 6, 7 ... 45, 46, 47  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ebenezer Habakúk 16/10/06 14:55

Falla lauf af fögrum trjám að förnu sumri
þá er best ég slefi og slumri
og slafri í mig fat af humri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 17/10/06 07:58

Humarinn er höll og heimili til bóta
Hvítlauksmjöri og brauði blóta-
bæði með; og slatta af kvóta

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ebenezer Habakúk 17/10/06 10:19

Kvótagreifinn Kristján Örn frá Kólgufirði
er þjóðfélagagsins þyngsta byrði
þótt hann bara fiska myrði.

Ebbi kúkur
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Torfi 17/10/06 11:05

Myrðir fiska mætti hér og mól í kjöltu
lífi kattar lifði stillti
leikandi þó oft - og villtu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 17/10/06 13:52

Villtu blómin vaxa hérna vítt um breiður,
nú um haustið sá að sauður,
sat í lyngi næstum dauður.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 17/10/06 23:57

Dauður er úr öllum æðum Luktar-Gvendur.
Undir torfu enda geymdur
andvana og löngu gleymdur.

[obbossí... síðasti stuðull verður að vera í fimmta braglið í fyrstu línu... Skabbi]

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 18/10/06 13:21

‹Roðnar af skömm›

Betra svona?

Dauður var úr öllum æðum Eyrar-Gvendur.
Undir torfu enda geymdur
andvana og löngu gleymdur.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/10/06 17:15

Gleyma hérna geta bestu gaurar reglum,
á þann slétta ískáp seglum,
eð'á korkatöflur neglum.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 20/10/06 00:43

Neglum ekki náungann á næsta gálga.
Ekki vil ég seggjum sálga
sit hér bara og spýtu tálga.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Tálgar ákaft Tumi fúið tréð af kröftum,
skapar tröll með tveimur kjöftum,
teigar svo með fylli röftum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 20/10/06 14:17

Fylliraftar finnst mér vera fúlar byttur.
Mígand' upp við myndastyttur
minn'á skemmdar róstbíffsnittur.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/10/06 14:24

Snittubrauðið snara ég og snæð'í næði
rúgbrauð eitt í æði græði,
alltaf smjör á fæði bræði.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 21/10/06 14:38

Bræði mínni bæði læði og blæði í kvæði
Væðir slæðu glæðum gæði
Græði mæðu, ræðu hæði

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/10/06 21:37

Háð og spott ég spotta gjarnan, spottinn slitnar.
Aumt er geð sem á oss bitnar,
um það langlokan oft vitnar.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 23/10/06 16:01

Dritið hvítt frá fögrum fugl má fyrirgefa,
en svara mun með hráum hnefa,
ef hrægammur vill á mig slefa.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 23/10/06 16:43

Slefi geta slúðurberar slett af bræði
Sulla má svo þessum þræði
það sem skapar öðrum mæði

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 29/10/06 13:00

Mæði, dregur mánaðanna-mótum nærri.
Aurar mínir færri og færri;
fjárhagsmeinin verða stærri.

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 5/11/06 21:24

Stærri verða stökur þegar styttir daginn.
Svangur gjarnan gerist maginn,
gengur síðan allt í haginn.

        1, 2, 3 ... 5, 6, 7 ... 45, 46, 47  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: