— GESTAPÓ —
Braghendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4 ... 45, 46, 47  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 19/9/06 23:04

Sundlaugur Vatne mælti:

Billi bilaði mælti:

Boðið hef ég býsna oft í bólið kalda
Bjartri mey sem býður þokka,
Bara að ég ætti smokka…

[Billi: Í braghendum dugar hálfrím milli fyrstu línu og hinna tveggja (sbr. beðið:soðið ; vita:leita). Annars mjög fínt. Hlebbi.]

Mjög gott hvort heldur er. Hér er greinilega frárímuð braghenda á ferðinni.
Sbr. fimmtu rímu Hlíðar-Jóns rímna Steins Steinarrs þar sem m.a. stendur:

Á að halda áfram lengur óðar stagli?
Húmið lækkar himinn blánar,
held ég senn á vegu Ránar.

Þú ert í góðum félagskap með þessu braghenduafbrigði, Billi bilaði.

Þetta hefur komið hér fram áður og ég man ekki betur en að hinn uppreisnargjarni Hlebbi hafi tekið þátt í umræðunum. (Maður getur svosem haldið því fram að hvað sem er hafi farið fram á Horfnu lendunum.)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 19/9/06 23:15

Isak Dinesen mælti:

Sundlaugur Vatne mælti:

Billi bilaði mælti:

Boðið hef ég býsna oft í bólið kalda
Bjartri mey sem býður þokka,
Bara að ég ætti smokka…

[Billi: Í braghendum dugar hálfrím milli fyrstu línu og hinna tveggja (sbr. beðið:soðið ; vita:leita). Annars mjög fínt. Hlebbi.]

Mjög gott hvort heldur er. Hér er greinilega frárímuð braghenda á ferðinni.
Sbr. fimmtu rímu Hlíðar-Jóns rímna Steins Steinarrs þar sem m.a. stendur:

Á að halda áfram lengur óðar stagli?
Húmið lækkar himinn blánar,
held ég senn á vegu Ránar.

Þú ert í góðum félagskap með þessu braghenduafbrigði, Billi bilaði.

Þetta hefur komið hér fram áður og ég man ekki betur en að hinn uppreisnargjarni Hlebbi hafi tekið þátt í umræðunum. (Maður getur svosem haldið því fram að hvað sem er hafi farið fram á Horfnu lendunum.)

Horfnar lendar, já. Ég þekki líka svoleiðis konur.

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 19/9/06 23:16

hlewagastiR mælti:

Ég var auðvitað bara að athuga hvort þið föttuðuð ekki að þetta væri bull í mér. ‹Lítur í kringum sig og athuga hvort einhver kaupi þetta. Svo virðist ekki vera.›

Isak Dinesen mælti:

Þetta hefur komið hér fram áður og ég man ekki betur en að hinn uppreisnargjarni Hlebbi hafi tekið þátt í umræðunum.

Það var allavega ekki ég. Einhver af hinum. Og uppreisnargirni á Hlebbi ekki til. Bara alls ekki.

Hlebbi uppreisnargjarn? Nei, nei, nei, alls ekki!

Annars á næsta braghenda að byrja á orðinu þvengur...

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 19/9/06 23:21

þvengur minn er þolanlegur, þröngur nokkuð
eistun komast ef að stokkuð
og eftir munu stærð þau flokkuð

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 19/9/06 23:29

Lesa kann ég, líka að skrifa, læt það nægja.
Læt ég enda alla hina
eiga framhaldsmenntunina.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/9/06 23:36

Lesin ber af lyngi grænu lyfta geði
Lambaspörðin læt í friði
Svo líki frekar bragð af miði.
(úps, of seinn)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 19/9/06 23:37

Lestu reglur lærðu nú að leika rétt hér
Vinur núna vondan blett sér
veistu ekkert hvað nú þett'er?

Of seinn

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 20/9/06 00:14

Menntun er jú máttur allra manna þinna
lærdómur og lestrar vinna
letingjarnir vita minna.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/9/06 11:46

Minna, veit ég mætavel að, má ég ekki,
káfa í þessa keðjuhlekki,
svo karlar stundi bragarhrekki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/9/06 14:06

Velkominn Billi... þú kannt greinilega til verka...

Hrekki kann ég hundrað sem að hlífa engum,
forðum ég og fleiri héngum,
í fólksbílskrók og meðfram gengum.

Ég mundi ekki eftir alvarlegri hrekk...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/9/06 17:17

Geng um stræti göróttur og glaður sef
Léttklæddur, og kannski kvef
Kemur úr því, bara ef…

[Hérna ertu að yrkja Valhendu sem er góð og fín... en ekki Braghenda... Skabbi]

Ég biðst innilega forláts.
‹Brestur í óstöðvandi grát›
Vonandi lagast þetta á eftirfarandi hátt (og þar með verður næsta vísa fulllögleg (og fullsönn)).
(http://www.heimskringla.net/bragur/Braghenda.php er náttúrlega alger snilld.)

Geng um stræti göróttur í góðum svefni,
léttklæddur, og kannski kvef ég,
kræki mér í, bara ef ég…

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/9/06 17:18

Má ekki svara sjálfum sér? - [Jú alveg löglegt, en þar sem innleggið á undan er ólöglegt þá passar það ekki... Skabbi]

Ef ég kynni undirstöður allra hátta,
Ég oft myndi við ykkur þrátta,
Sem yfirmaður vísnaþátta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 22/9/06 01:48

Vísnaþættir vitja mín í vöku og svefni
Veitir mér þá yrkisefni
allt sem hefur viðurnefni.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/9/06 08:43

Billi: jú þráðurinn er kominn í lag...

Nefna vil ég nærbuxur er nár'að þrengja.
Vont er þegar limnalengja,
lengist út af tíma fengja.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 22/9/06 10:24

Fengjuvísur fróa mínu fróma geði.
Oft þá reyni að yrkja stöku,
endar flest sem deig í köku.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/9/06 16:05

Köku eina kakóbrúna kann að laga,
þurr hún er og þung í maga
með þjalartönnum gott að naga.

p.s. er það kannske ósanngjarnt að hafa þennan þráð límdan?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 22/9/06 20:48

Naga menn og narta gjarnan nakið bakið.
Hrygginn spenna’og herða takið,
heyrist glennast sundur bakið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/9/06 21:01

Bakverkur er bölvaður og búkin skekkir.
Eins og tugi tonna hlekkir,
tekur á og vöðva strekkir.

        1, 2, 3, 4 ... 45, 46, 47  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: