— GESTAPÓ —
Eldrefsviðbót
» Gestapó   » Almennt spjall
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 9/9/06 11:27

Hvar er Loftur?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 9/9/06 12:40

albin mælti:

Hvernig miðar þarfagreiningu verksins?
Hafa smíðar hafist?
Hvenær eru áætluð fyrstu drög að viðbót?

Bara svona smá forvitni...

Þarfagreiningu er að mestu lokið og smíðar standa yfir. Ég vonast til að hafa tíma til að taka góða törn yfir helgina, þannig að fyrsta útgáfa gæti þá hugsanlega komið út í þessum mánuði.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Úlfamaðurinn 9/9/06 15:50

Úlfamanninum er spurn hvað þarfagreining er, og telur að um nýja tegund greiningarferlis sé að ræða sem kunni að gagnast íslensku þjóðinni betur heldur en t.d. sálgreining eða jafnvel sjúkdómsgreining. Ekki er vitað um neina þörf í augnablikinu sem gæti reynst banvænn sjúkdómur síðar meir ef hún færi í greiningu, en gæti verið að hugtakið merki að greina þarfir manna?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 9/9/06 15:57

Rétt er giskað. Ég vísa í fyrsta félagsrit mitt til nánari glöggvunar á fyrirbærinu, en það má finna hér.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 14/9/06 20:54

‹Dansar eldrefsdansinn›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Poxxx 18/9/06 09:50

Grillaður refur á diskinn minn. Og er snöggur að því. Svo bragðgóður og frískandi, refur, refur.

Poxxx
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/9/06 04:22

Það er mér ánægja að tilkynna að ég er kominn með viðbót sem ég tel frambærilega sem fyrstu útgáfu. Ég ákvað hins vegar að senda Enter póst til að athuga hvaða skoðun hann hefur á þessu máli, ef einhverja. Nánari fréttir síðar.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 30/9/06 13:42

‹bíður spenntur›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/9/06 13:56

Enter samþykkti þessa viðbót með mjög jákvæðri umsögn, og féllst á að hýsa hana á baggalútsvefnum.

Hana má finna hér. Svo gæti verið að vista þurfi viðbótina á eigin tölvu og opna hana síðan þaðan í eldrefnum til að setja hana upp - ég vona að það vefjist ekki um of fyrir fólki.

Það sem hægt er að gera með þessu er eftirfarandi:

Búa til eigin sviðslýsingar sem bætast þá í listann sem fyrir er. Þetta má gera með því að velja Baggalútur->Stillingar í tólabarnum, og síðan Sviðslýsingar.

Vista félagsrit og þræði á eigin tölvu. Fyrst þarf að gefa upp slóð þar sem þessu er holað niður með því að opna Baggalútur->Stillingar og velja slóð með því að ýta á, tja, takkann sem á stendur Velja. Eftir að það hefur verið gert má vista þann þráð eða félagsrit sem er opið í eldrefnum með því að hægrismella einhvers staðar á auðu svæði, og velja Baggalútur->Vista þráð, eða Baggalútur->Vista félagsrit. Þetta má einnig velja í tólabarnum.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 30/9/06 14:11

Ekki fæ ég þetta til að virka. ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/9/06 14:12

Prófaðu að velja Save as ... og vista þessa á einhverjum góðum stað á tölvunni þinni, og opna hana síðan í Eldrefnum.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 30/9/06 14:15

Úhúhú ég er komin með þetta inn og ætla núna að fara að fikta ‹Ljómar upp›

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/9/06 14:16

Gott að heyra að þetta virkar alla veganna. ‹Stekkur hæð sína›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 30/9/06 14:19

Já þetta er svaka flott hjá þér Þarfi!
Ein spurning samt....ég er búin að búa til mína eigin sviðslýsingu. Hvað gerir maður svo? Á hún að bætast við listann eða hvað?

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/9/06 14:20

Já - hún ætti að koma neðst í listann sem sést þegar maður er að skrifa innlegg ef allt virkar rétt.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Litla Laufblaðið 30/9/06 14:22

Hmmmm hún kemur nú ekki svoleiðis hjá mér.

Á maður að gera eitthvað annað en að vista og ýta á ok? Þarf ég kannski að skrá mig út og aftur inn?

Krúsídúlla Gestapó.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/9/06 14:24

Nei, þess á ekki að þurfa.

Ég á reyndar eftir að prófa þessa viðbót í Windows. ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Sjáum til hvernig þetta virkar hjá öðrum.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 30/9/06 14:25

Hafði þegar vistað þetta í tölvuna en ekkert virkaði svo ég prófaði töfralausnina, að endurræsa tölvuna. Þá virkaði þetta svona líka vel.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: