— GESTAPÓ —
þrískeytlan.
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 2/9/06 18:49

Þetta er nýr bragháttur sem byggður er á gömlum og nýjum grunni. Koma þar dróttkvæði og aðrir braghættir nokkuð við sögu. Það sem er sérstakt við þennan hátt er að það eru þrír bragliðir í hverri línu 6 atkvæði og línurnar eru alltaf þrjár..
.
þetta er ekki algengt í Íslenskri bragfræði (þ.e. 3 stuttar línur). í frumlínu eru 2 stuðlar og í síðlínu 1 höfuðstafur. Þriða línan sem er mjög sérstök af því að hún stendur ein, þ.e. hún þarf ekki að fæða línu á eftir sér með höfuðstaf. Þessa línu kallar Riddarinn lokaorð og hún þarf ekki að stuðla, en fyrsta orð og síðasta ríma við fyrsta og síðasta orð í fyrstu línu/frumlínu.
.
Þetta gefur þrískeytluni glettinn og hljómfagran snúning.
.
Þrískeytlan
.
Frumlína er með þrjá bragliði sex atkvæði og tvo stuða, þeir skulu vera fremst í þeim bragliðum sem best þykir þjóna bragnum.
.
Síðlína er með höfuðstaf í fremsta braglið, þrír bragliðir sex atkvæði og fyrsta orð rímar alltaf við síðasta. (mikilvægt er að fyrsta orð línu rími við síðasta)
.
Lokaorð er með þrjá bragliði sex atkvæði, má hafa tvo sjálfstæða stuðla en getur líka vel staðið stuðlalaus(sjálfum finnst mér hið síðarnefnda fallegra). Fyrsta og síðasta orð rímar við fyrsta og síðasta orð fyrstu línu/frumlínu.
.
.
Bragliðir 3 / Atkvæði 6.
.
---1-------2--------3---
-1--2----3--4----5--6-
Tra la / tra la / tra la--1
tra la / tra la / tra la--2
Tra la / tra la / tra la--3 línur alltaf 3.
.
.
Ríma saman litina
.
Tra la / tra la / tra la
tra la / tra la / tra la
Tra la / tra la / tra la
.
.
Stuðlar Höfuðstafir
.
Tra la / tra la / tra la...2 stuðlar, má nota mið-braglið.
tra la / tra la / tra la...Höfuðstafur fremst í fyrsta braglið
Tra la / tra la / tra la...Lokaorð getur verið stuðlalaus lína eins og skrattinn úr sauðarleggnum og einnig með tvo sjálfstæða stuðla
.
Myndum keðju og spreytum okkur á þrískeytlunni.

Hefjum kveðskaps keðju
kubbum orða stubba
Skefjum höldum leðju
.
Fyrst er þetta flókið
fingur takka slyngir
Hrista af þér mókið
.
.
.
(Fallegt er þegar þrískeytlurnar eru þrjár saman. Þá má nota síðasta orð úr síðastu vísu sem fyrsta í næsta, eins má hafa hverja vísu sjálfstæða. )
.
Næsta orð er Mókið....Minni á að þetta er allt til gamans gert...Prófa svo!.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/9/06 02:35

Hvað ertu að hugsa?
hikar nú mín kvika
Það er ég að slugsa

Þetta er, jú, nokkurnveginn rétt skv. bókinni, en - næsta skeytla átti víst að hefjast á orðinu mók . . .
/ vinsemd - z n ó j -

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 3/9/06 14:40


Móki, meðan brennur
manninn sól og annan
Kókið ískalt rennur

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 4/9/06 23:55


Rennur blóð i rana
rísa þegar skvísa
spennir gamla vana

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/9/06 00:02

Vanir menn og mætir
mæta hér og kæta
svanir eru sætir

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 5/9/06 21:07

Sætir eru ekki
allir feitir kallar.
Kæti trauðla þekki.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 7/9/06 08:41

Þekki ekki þetta
þó ég sé ei róleg
Ekki vill ég detta.

[img]Átti ekkert kvenkynsnikk til að láta skrifa þetta[/img]

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 7/9/06 09:37

Detta hérna dúfur
dauðar oná brauðið.
Éttu þessa húfu.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 8/9/06 02:18

Húfu minni hefur
hæna náð að ræna.
Ljúfur sýnist refur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 8/9/06 08:07

Refur ertu rætinn
rjóður mjög svo fróður
hefur verið gætinn.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grútur Loðfjörð 8/9/06 10:02

Gætinn er hann Grútur.
Gáski býr til háska.
Kætir Baggalútur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 8/9/06 13:17

Lútur bagga bættur
bent er hér á Enter
Klútur er hér vættur.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fuglinn 8/9/06 17:01

Keppismaður fór á flug
fannst hann vera að detta.
Útlifaður sýndi dug.

[ Of margir bragliðir, auk þess sem vantar innbyrðis rímorð í miðlínunni (síðlínu) - z n ó j - ]

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 13/9/06 12:57

Dugur styður duggu
dygð er lítil velhygð
Bugur beygir skruggu.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 14/9/06 12:32

Vætti meyja varir
vakti feimni hrakti
kættu saman farir

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 15/9/06 16:48

Farir frekar sléttar
ferðir allar gerði
barir sporum léttar
.
Létti langa göngu
leit að ullar geitum
rétti mun á röngu
.
Rangur maður ræddur
rægður og ófrægður
Angur-vær og mæddur

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 15/9/06 17:05

Mæddur þögull þreyttur
þegir ekkert segir
klæddur mikið breyttur.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 15/9/06 17:12

Breyttu öllum öðrum
ötumst svo í krötum
reyttu þig á jöðrum

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: