— GESTAPÓ —
þrískeytlan.
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, 4, 5  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 15/9/06 17:59

Jaðra jafna brýnir
játar glaður státar
verkið fagra sýnir

Var að átta mig á vitleysunni! Fyrsta orð í þriðju, þarf að ríma við fyrsta í fyrstu! Reyni aftur seinna. ‹Glottir eins og fífl›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 15/9/06 18:06

Sýnir myndir sínar
selur þær og elur
rínir á þær fínar.

Nú verður að laga því ég er búinn að svara.‹Glottir eins og fífl›

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 15/9/06 18:19

Fínar fjaðrir mínar
fljótar urðu ljótar
Línar illa hrínar

Leyfum þessu bara að standa. Var fyrsta tilraun við þetta form og ég las ekki kennslugögn Riddarans áður.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 15/9/06 18:25

Hrínar dömur daðra
dansa eigi stansa
grína bláa jaðra.

Svona til að koma þráðnum aftur á réttan stað.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 15/9/06 18:43

Jaðra jafna brýnir
játar glaður státar
daðra vinir fínir.

Vitlausa vísan leiðrétt. ‹Glottir eins og api›

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 15/9/06 20:47

Fínir oft til fara
fata sig og mata
Mínir lítt þá spara

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 17/9/06 09:53

Spara bjóra baukinn
búsa hér og djúsa
vara forðinn aukinn

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 20/9/06 00:08

Auka vild'ann aurinn
ausa fé má lausa
Bauka braut þá gaurinn

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 20/9/06 00:53

Gaurinn núna grætur
grenjar úr sér menjar
Saurinn niður lætur.

Lætur lortinn detta
lekur barma þekur
Sæt ei þessi sletta

Slettan kámar kamar
kúkur fer á lúkur
Klett má kalla hamar

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 22/9/06 00:08

Hamar þjóðar þinnar
þrætur oft um rætur
Samar eru finnar?

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/9/06 02:34

Æi, ég gleymdi að lesa blaðsíðu 2 í þræðinum...
Ég verð þá að bæta við á undan og eftir...

Finna oft hjá öðrum
árnar, gaman kárnar.
Vinn’að stíflujöðrum.

Jöðrum sterkum juða.
Jarðarskorpan harða
öðrum leyfir puða.

Puðar vélaverkið.
Varga gerir arga.
Suðar kaffimerkið.

Merki fögur fjöllin.
Fjúka Kárahnjúkar.
Verki fá þá tröllin.

Tröllin æða innar.
Orkar lána forka.
Köllin hræðast Finnar.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 23/9/06 08:59

Finnar eru færir
fagrir sumir magrir
kynnast vinir kærir.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Maribo 27/9/06 22:48

Prófa eina þrískeytlu.

Kærir latur lýður
lagabókstaf staga
hrærir í og bíður

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/9/06 22:59

Bíður eftir bögu
Bósa til að hrósa
Sýður saman sögu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 30/9/06 19:13

Sögur skulum segja
sjóðum þær í ljóðum
bögur aldrei deyja
.
Dauða til ei dæmum
dáðir andans háðar
Kauða orðu sæmum
.
Sæmi lega samið
sand á byggir andinn
Dæmi saman lamið

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 5/10/06 04:15

Lemja, logar reiðin
linnir engin vinnur
semja það er leiðin
.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 5/10/06 10:11

Leiðin heim er loðin
léttur afli réttu
veiðin skal nú soðin.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/10/06 21:27

Soðin eggin borða
allir ýtar snjallir.
Goðin safna forða.

Forðabúrið spillist.
Langir dagar svangir.
Morðavargur tryllist.

Trylltur jötnaskari
æðir svo úr blæðir.
Villtur fer á bari.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: