— GESTAPÓ —
Hagyrðingamót í Baggalútíu
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 5, 6, 7 ... 143, 144, 145  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:46

Nú fer að líða að seinnihlutanum... enn má þó henda inn vísur um umræðuefnin

1) Fastur liður: kynning á sjálfum sér
2) Bundnir og óbundnir stjórnmálaflokkar
3) Heimspeki haustsins
4) Matareitrun
5) Hálftóm eða hálffull glös

Svo ef menn hafa eitthvað merkilegt til málana að leggja að auki, þá er enn korter til stefnu...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 11/9/06 22:48

Afsakið hvað ég kem seint

vinur allra vænstur er
vandar mál og letur
gramur aldrei gasprar hér
geri aðrir betur

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 11/9/06 22:48

Hálftómt er mitt andansbú,
er ég ljóta skarnið;
í fyrsta skipti fullt er nú
fyrsta glasabarnið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:49

Ég bíð enn eftir vísu um aukayrkisefnið, þ.e. sláturgerð sem hefur lengi fangað huga minn... ég er viss um að einhver getur komið með eina góða fyrir lokun...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Mættur, aðeins (alltof) seinn,
afsakið mig, vinir.
Öllu skárr´en ekki neinn
& allir hinir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:50

Já velkomnir Upprifinn og Z. Natan... heillaskáld... hvað segið þið svo um yrkisefnin?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Þegar gerist fúlt mitt fas
& friðlaus hugarstofan,
þá helli ég mér í hálftómt glas
& hálffullt þar á ofan.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 11/9/06 22:51

þó bundnir saman bruni inn
og bjóði fáa kosti
mun öllu ráða um úrslitinn
aðstæður og losti

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:52

Þessar voru góðar... snillingar á ferð... þetta er búið að vera heljarinnar hagyrðingakvöld... kannske hefðu umræðuefnin mátt vera fjölbreittari og beittari... en ótrúlega flott unnið úr því kæru vinir... einhverjar lokavísur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 11/9/06 22:52

Hérna kveður andinn ör,
-arkar á skáldagrjóti.
Ég held á brott með bros á vör
frá bragyrðingamóti.

Takk fyrir mig og góða nótt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Loki 11/9/06 22:53

Ætli bara inn í búr,
ekki brátt ég skreppi,
lifrarpylsu legg í súr,
líka blóðmörskeppi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Glasið við mér blasir tómt
gereyðing er orðið
guðaveigum tapar prómt
niðrí eldhúsborðið

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Dýrðarinnar dæmalaust
dásamlega kátur;
vetur, sumar, vor & haust
vill hann Skabbi slátur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Síra Skammkell 11/9/06 22:56

Glasið hálffullt helli ég og held að vörum.
Ekkert sýp og sest við borðið,
sé að hálftómt glasið er orðið.

Skammkell sýra. Æsti prestur og Guðafræðingur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/9/06 22:56

Þakka góða sláturvísu frá Z. Natan... hressilegur að vanda... og glæsileg glasavísa Skammkell minn...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Af matareitrun:

Þar- nú kveljast mínir -mar,
& melt- í klessu -ingin;
-galinn er nú Znati, snar-
því snyr- er lokuð -tingin.

(Gömul vísa, reyndar...)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 11/9/06 22:58

Sker ég lifur sker svo mör
Skal við rúgmjöl krauma.
Hræri saman hnoða ör
hnút ég keppinn sauma.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 11/9/06 22:59

andans þró er þurrausinn
það er meira brasið
nú vantar í hasshausinn
hálfa og fulla glasið

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
        1, 2, 3 ... 5, 6, 7 ... 143, 144, 145  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: